Dagblað

Tölublað

Dagblað - 24.05.1925, Blaðsíða 1

Dagblað - 24.05.1925, Blaðsíða 1
Su.nnu.dag 24. mai 1925. I. árgangur. 93. tölublað. SEX daga skaltu verk þitt vinna, en sjöunda daginn skaltu halda heilagan, bauð Móses, og hehr það haldist furðanlega fram á þennan dag, og þjóðirnar selt hjá sér helgi- daga-löggjöf með þetta boðorð sem fyrirmynd. En með vax- andi framþróun heflr það reyznt æ örðugra að halda þessi lög og þetta boðorð, á þann hátt, að allir geti haft sama hvíldar- dag, og starfi sumra er þannig háttað, að þeir fá naumast hvildardag mánuðum saman. Þetta er hverjum manni auð- skilið, og þess vegna er þetta ekki annað en dauður bókstaf- ur — í eðli sínu. Hitt er öllum Ijóst, að menn verða að fá hvíld — og heppilegt, ef hægt er að koma því svo fyrir, að það sé með vissu millibili. Með því móti fær hver maður af- kastað mestu, þegar til lqngdar lætur. Menn verða að safna kröftum, ekki siður nú en á Móse dögum, því nú er þræl- dómur frjálsra manna meiri en þá. Meðal frumþjóða þekkist hvíldardagurinn ekki. Segir Vil- hjálmur Stefánsson skemtilega sögu af því, frá bygðum Eski- móa nyrst í Kanada. Trúboðar komu þangað til þess að kenna Eskimóum trú og siðfræði (sem V. St. gerir lítið úr), og fyrsta sporið var auðvitað það, að þýða biblíuna á mál þeirra. En nú er málið svo fáskrúðugt að orðum og hugmyndum, að til vandræða horfði. Það var t. d. ekki viðlit að þýða þetta boð- orð: »Sex daga skaltu verk þitt vinna, en sjöunda daginn skaltu halda heilagan« orðrétt, eða svo að Eskimóar skildu, nema því að eins að venda því við. Og þá varð boðorðið þannig: »Sex daga máttu leggja net þín, en sjöunda daginn ekki«. Eskimóar hlýddu þessu í blindni, en í Qetja stað tóku þeir öngul og "Vað, og veiddu með því á helgidögum. Það var hvergi bannað! Nú er sem sagt svo komið, að ekki geta allir haldið hvíld- ardaginn helgan, og ekki einu sinni stórhátiðardaga. Alt af þurfa einhverjir að vera að vinna í þarfir hins almenna á þeim dögum. Helgidaga-löggjöfin er því orðin úrelt og verður ekki beitt framar, því að aldrei verður um það sagt, hvort verk sé unnið að nauðsynjalausu á sunnudegi. En þrátt fyrir það, mun sá siður haldast, að þeir, sem það geta, haldi sunnudag- inn helgan, svo lengi sem menn vilja kristnir kallast. Fiskrannsóknirnar 1 snmar. Hinn 12. þ. m. mun rann- sóknaskipið »Dana« hafa lagt af stað í leiðangur sinn hingað norðut i höf. Átti fyrst að halda til Færeyja og síðan til íslands og Grænlands. Vísindalegur leið- togi fararinnar er nú í byrjun próf. Adolph Jensen, en siðar tekur dr. Jos. Schmith við. Verður haldið áfram að rann- saka lifnaðarháttu og göngur þorskfiskanna, heilagfiskisins og sildarinnar. Sömuleiðis verður rannsakað að hve miklu leyti þessir fiskar halda sig fyrir inn- an eða utan núgildandi land- helgi. Á því verða bygðar til- lögur viðvíkjandi þvi, hvort færa skuli út landhelgina eða ekki, en óskir hafa komið fram um stækkun landhelginnar, svo sem kunnugt er. Rannsóknir »Dönu« eru liður í stóru alþjóðafyrirtæki og má því vænta, að tillögur, sem koma úr þeirri átt, verði teknar til rækilegrar athugunar. Þá á líka að rannsaka fiski- veiðasvæðið við Grænl. Dönsk blöð hafa átt tal við Schmith um útlit til fiskiveiða við Græn- Jackie Coogan, »litli snillingurinn«, sem allir kannast við, leikur i Nýja Bio í kvöld. land. Á þeim hefir hann ekki mikla trú. Einstök ár geti verið talsveröur þorskur þar, en önn- ur ár hreint ekki. Sé of stopult að byggja á því fastan atvinnu- veg. Reyndar sé þetta ekki full- sannað. Hyggur Schmith að verið geti, að þorskur sé við Grænland nokkur ár í röð, eins og var við Svalbarða um og fyrir 1880. Skip, sem höfðu fiskað á þeim slóðum og fengið samtals um V* miljón fiska 1882, fengu eina 3 þorska árið eftir. Liklega sé eins með grænlenzku fiskimiðin. Áður fyr fiskuðu

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.