Dagblað

Tölublað

Dagblað - 24.05.1925, Blaðsíða 3

Dagblað - 24.05.1925, Blaðsíða 3
DAGBLAÐ 3 !8§r" Auglýslngura í Dag- lilaðið má skila í prentsmiðj- una Gutenberg eða á afgreiðslu blaðsins. Sími 744. Iiæjarstjóruarfnudnr var í gær- kvöldi og byrjaði kl. 4. Fórst hann fyrir á fimtudaginn vegna helgar- innar. Gylíl kom inn í gær eftir 6 daga útivist, hlaðinn af fiski (80 tn.) sem hann hafði fengið fyrir vestan. Nokkrir botnvörpungar eru þar nú svo sem Karlsefni, Hafsteinn, Há- varður ísfirðingur, Maí o. fl. Hjúskapnr. Jónína Guðmunds- dóttír frá Stykkishólmi og Frimann Ólafsson verslunarstjóri voru gefin saman í hjónaband á uppstigning- ardag. Trésmiðir þessir hafa verið viður- kendir: Skúli Jónsson. Baldursgötu 19, Guðjón Ó. Jónsson, Laugaveg 91 A, Sólmundur Kristjánsson Bjarg- arstíg 6, Kristjón Jónsson, Skóla- vörðustig 26, Páll B. Stefánsson Bergþórugötu 14. Hafa þá alls verið viðurkendir 74 trésmiðir. Múrsmiðir þessir hafa verið við- urkendir: Porgrímur Jónsson, Lvg. 109, Guðjón Kr. Jónsson Óðinsgötu 15 og Jón Gíslason, Njálsgötu 22. Hafa þá 31 múrsmiðir verið við- urkendir. REIÐHJOL. Eftirfylgjandi teg. af reiðhjólum karla og kvenna, af öllum stærðum, höfum við nú fyrirliggjandi með mjög mikið lækk- uðu verði: »Brampton« Fálkareiðhj. m. 5 ára áb. kr. 250,00, áður 275,00 »Brennabor« — 5 — — — 235,00 — 255,00 »Coventry« — 1 árs — — 215,00 »Fálkinn« — 1 — — — 185,00 — 230,00 Ennfremur höfum við reiðhjól fyrir — 165,00 Hin margeftirspnrðn ágætn »Brennabor« sendiferðahjól (burðarmagn yfir 50 kg.), sem ómissandi ern fyrir hverja vorslnn, hötnm við nú loks fengið. Fálkareiðhjól »Brampton« og »Brennabor« eru, eins og allir vita, beztu reiðhjólin; enda margra ára reynsla hér á landi. Gjaldfrestur veittur, ef áreiðanlegir kaupendur eiga í hlut. Áreiðanlega mestar birgðir og fjölbreyttast úrval á landinu' af öllum varahlutum til hjóla, miklu ódýrari en áður. Athugið sjálfs yðar vegna verð og gæði reiðhjóla okkar og berið saman verð og gæði hjá öðrum, áður en þér festið kaup annarsstaðar. Sent gegn póstkröfu hvert á land sem er. Reiðhj ólaverksm. Fálkinn. Sími 670. Sonnr járMbrantakóngslas. lesum við fyrst fréttirnar frá Panama. Við erum allir heillaðir af þessu starfi. Og eins mun fara fyrir yður þegar þér gangið að því. Yfir borð- um er ekki talað um annað en grjót, sement, járn og sprengingar. En yður er nú líklega farið að leiðast þetta? — Ég hafði gaman af byrjuninni, en þetta er voðalegt. — Starfið? — Alt! Á hverjum degi verður maður að gera hið sama; á hverjum degi sér maður sömu andlitin og hitinn er jafn bæði vetur og sumar. 1 hvert skifti sem maður hefir frí, sér maður hina sömu vagnstjóra, hina sömu Spiggoty-lög- regluþjóna á sama stað. I hvert skifti, sem maður kemur inn í hús fær maður sama mat og sömu vín og alla aðra daga, situr í sama stól og talar um sama efni. Alt er eins og ein heljar- stór vél. Veðrið er hér alt of gott. Hitamælir og loftvog gjörsneydd allri tilbreytni. Svona veðrátta hlýtur að drepa hverja taug í hvítum manni. Hvitir menn þúrfa að hafa yið eitthvað að striða til þess að þeim geti liðið vel. Ég. skyldi glaður gefa 40 dollara fyrir duglega of- kælingu. Gorgas læknir hefir komið á svo góð- um heilbrigðisreglum, að við getum ekki orðið veikir. Mér skyldi þykja vænt um ef einhver drepsótt kæmi hér upp. — Kvenþjóðin er þó enn ver stödd, því að hún getur ekki haldið sér við á slúðursögum. Konurnar verða því að láta sér nægja að rífast sfn á milli og við okkur. Pær hafa félagskap sem stofnaður er til fram- fara, en hér er ekkert til að umbæta. Pað varð mesta uppistand hér um daginn út af félagsmerki.. Einhverjir vildu að það kostaði ekki minna en l* 1/* dollar. Pví lauk þannig, að við fengum merki sem eru eins stór og niður- suðudós. — — Ef maður heimsækir einhvern má sjá það á ruggustólafjöldanum þar, hve mikil laun sá hinn sami hefir. Kona þess manns, sem hefir ekki nema 1800 dollara kaup á ári, má ekki umgangast konu þess manns sem hefir 2500 dollara kaup. Par eru reistar ramar skorður við — allir danzleikar eru hér eins — á sama tíma — sama fólkið á hverjum — sami hljóðfæraslátturinn og altaf í sama húsi. Og ef við göngum út á veröndina til þess að hvíla okkur, þá kemur altaf á móti okkur sama hafgolan, altaf jafn hvöss — og svo er farið að tala um það, að N. N. ofursti hafi steypt 427 kúbikmetrum meira af steinsteypu í þessari viku en hinni, eða að botnskafa nr. 23 hafi sett nýtt met í þessari viku með því að grafa 80 metra. — En hvers vegna farið þér þá ekki héðan? spurði Kirk.

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.