Dagblað

Eksemplar

Dagblað - 26.05.1925, Side 2

Dagblað - 26.05.1925, Side 2
2 DAGB LAÐ TDagBlaé. Arni Óla. Ritstjórn: q Kr Guömundssoa Afgr0e'ðsla Lækjartorg 2. skrifstofa . Sími 744. Ritstjórn til viðtals kl. 1—3 síðd. Prentsmiðjan Gutenberg hf. Auglýsingaverð: Xr. 1.50 pr. cm. Blaðverð: 10 aura eint. Áskriftargjald kr. 1,50 á mánuði. margar útsölur væri hér á landi. Forsætisráðherra sagði að það stæði ekkert í samningnum um þetta atriði, en fyrverandi stjórn, sem hefði tekið ákvörðun um þetta atriði, hefði eigi litist það nægilegt, að hafa að eins út- sölu í Reykjavík og hefði hún þar farið eftir ráðleggingum hinna kunnugustu manna í því efni, svo sem samningsmann- anna íslenzku. En stjórninni hefði fundist, að þá yrði ekki farið skemra en að hafa útsölu í hverjum kaupstað. Játaði hann að það mundi óheppilegt að hafa slikar útsölur í Siglufirði um sildveiðitímann og í Vest- mannaeyjum um vertíðina og sjálfsagt að gera eitthvað, ef hægt væri, til þess að takmarka ofnautn drykkjanna. Ingvar Pálsson vítti stjórnina fyrir það, að hafa fleiri en eina útsölu, en úr því sem komið væri, þá væri það brot á Spán- arsamningnum ef farið væri að hefta sölu vinanna á þessum stöðum á nokkurn hátt. Sigurður Eggerz bar sig upp undan þvf, að hann hefði orðið fyrir aðkasti og ofsóknum bann- manna út af þessu máli og byggi við þær ofsóknir enn, en kvað það mundi verða þeim til lítillar gæfu, að ofsækja sína beztu menn. Bæjarstjóri Akureyrar Kosning bæjarstjóra fyrir Akureyrarbæ fór svo, að Jón Sveinsson var endurkosinn með 6 atkv. — Jón Steingrimsson, bæjarfógeta Jónssonar, fékk 5 atkv. Feiri höfðu ekki sðtt um stöðuna. . NYJA BIO Heimssýningin mikla í Wembley (The British Empire Exhibition). Pathé-kvikmynd í 6 þáttum. Aldrei hefir nein sýning vakið eins mikla eftirtekt og Wembley-sýningin mikla í London, þar sem beztu hugvits- menn hins mikla Bretaveldis hafa í sameiningu unnið að því, að framleiða sýnishorn af öllu því markverða, sem finst i brezkum löndum. En þarna sér maður ekki eingöngu hve framleiðsla á ýmsum vörum er komin á hátt stig, heldur getur hér að lita sýnishorn af öllu því innan Bretaveldis, sem hefir menningarlega þýðingu, Miljónir manna hafa flykst að Wembley og miljónir munu fara þangað í sumar. Hafa fáir hér tök á þvf, en sú bót er í máli, að hin stórfróðlega og vel tekna kvikmynd Pathé-félagsins góðkunna veitir mönnum tækifæri á að sjá hið marga og merkilega, sem sýnt er í Wembley. Myndin hefir hvarvetna hlotið mikið lof og vakið geysi eftirtekt, og mun hið sama verða upp á teningnum hér. Sýnd í kvölð kl. 9. Aðgöngumiða má panta í síma frá kl. 1 í dag. Borgin. Sjávarföll. Síðdegisháflæður er kl. 7,45 í dag. Árdegisháflæður kl. 8,5 í fyrramálið. Næturlæknir. Jón Kristjánsson Miðstræti 3 A. Sími 686. Næturyörður í Laugavegs Apóteki. Tíðarfar. Hiti um alt land í morg- un 5—9 stig, br’eytileg átt, vlðast hægviðri nema austanrok í Vest- mannaeyjum. Björgunarskipið I’ór fór héðan í gærdag. Bátaflski er nú talsvert hér i fló- anum. Bátur reri af Kjalarnesi fyrir helgina og fékk 50 fiska i hlut »á bert« skamt undan landi. Austri kom af veiðum til Viðeyjar í fyrradag með 101 tn. lifrar. Kári Sölmundarson kom pangað í gær með 82 tn. Laudhelgismál. Haustið 1923 kærði varðbáturinn Trausti botuvörpung- inn Kára Sölmundarson fyrir að hafa verið að veiðum innau land- helgi á Hafnaleir. Heflr petta mál staðið í pjarki síðan og var fram- burður varðbátsmanna á ýmsa vegu. Hins vegar gat skipstjórinn á Kára Söimundarsyni sannað að hann hefði verið á alt öðrum stað en Hafna- leir um pað leyti. Dómur er nýlega uppkveðinn í málinu og var skip- stjórinn á Kára Sölmundarsyni ai- gerlega sýknaður. Vélskipið Marian á nú að selja til lúkningar sektar skipstjórans að upphæð 1000 kr. Siðasta uppboðið á að fara fram 20 júní. Botnvörpangarnir. Pessi skip hafa komið af veiðum nú um helgina: Jón forseti 64 tn., Menja 74 tn., Gulltoppur 113 tn., Glaður 75 tn. og Draupnir með 85 tn. lifrar. Royndin hafði aflað 140 tonn fiskj- ar í síðustu veiðiför sinni en ekki 120 tonn eins og áður var sagt. Næst áður hafði skipið 115 tonn. títflutningnr islenzkra afurða nam í april kr. 3.523.895, en fyrstu fjóra mánuði ársins heflr hann numið samtals kr. 18.350.000. Heðal farpega með íslandi síðast voru auk peirra sem áður voru taldir Sig. Eggerz og frú, Jón A. Egilson bókari, frú Póra Behrens með börn, til sumardvalar í Dan- mörku. Jarðarför Katrinar Jóhannesdóttur fer fram í dag. Kem, aukaskip Bergenskafélagsins kom hingaö í gær.

x

Dagblað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.