Dagblað

Tölublað

Dagblað - 28.05.1925, Blaðsíða 2

Dagblað - 28.05.1925, Blaðsíða 2
2 DAGBLAÐ standa yfir frá 20. júní til 4; júlí. Verða þar eigi sýndir yngri folar en þrevetrir og hryssur eigi yngri en 4 vetra. Tilgangur- inn með sýningum þessum er sá, að finna beztu kynbótahross- in og samdi síðasta Búnaðar- þing reglur fyrir sýningar þessar. Nýtt tímatal. Nýr sólmánuður. Eitt af því, sem þjóðbanda- lagið befir tekið sér fyrir hend- ur, er að breyta almanakinu. Var skipuð alþjóðaalmanaks- nefnd til þess að athuga þetta mál, og hefir hún haft aðsetur sitt í Genf í Svisslandi. Helztu breytingarnar, sem nefndin legg- ur til að gerðar sé, eru þessar: Páska skal ætíð bera upp á annan sunnudag í apríl. Árinu skal skift eins og áður í 52 vikur, en dagur sá, sem er um- fram, skal nefnast »ársdagur« og fylgja síðustu viku og siðasta mánuði ársins. Skal það vera alþjóða-sabbatsdagur, og eins hlaupársdagur. — Hinum 52 vikum ársins skal skifta annað- hvort niður á ársfjórðunga, þannig að tveir þrítugnættir mánuðir og einn þrítugeinnættur verði í hverjum ársfjórðungi, eða þá að hafa 13 mánuði í árinu og hvern 4 vikur. Mynd- ast þá nýr mánuður af 2 siðari vikum júní og 2 fyrri vikum júlí og skal sá mánuður heita »Sol« (= sólmánuður). Með því að taka upp hina seinni reglu vinst það, að vikudagana ber altaf upp á sama mánaðar- dag og hefir það marga kosti í för með sér. Einkennilegir hliómleíkar. Á Istrian-ströndinni, skamt frá Trieste eru hellar miklir. Einn þeirra er nefndur »danzhellir«; er hann 160 feta langur, 90 feta breiður og 150 fet eru undir lofthvelfingu. Er þar ákaflega hljóðbært og kastast hvert hljóð mörgum sinnum fram og aftur milli veggja, lofts og gólfs. í sumar ætla frægustu hljóðfæra- leikarar ítala að slá sér saman og halda þar stórkostlega hljóm- leika. Verður þar leikið meðal annars »Rakarinn í Sevilla«, »Aida«, »Lohengrin«, kórinn í »Moses« eftir Rossini og inn- gangurinn að »Mefistofeles«. Inst í hellinum er nokkurs kon- ar afhellir eða útskot, sem myndast af dropsteinasúlum, og þar ætlar hljóðfæraflokkurinn að vera. Búast menn við að þetta verði hinir einkennilegustu og fegurstu hljómleikar sem nokkru sinni hafa verið haldnir. Borgin. Nætnrlæknir, Jón H. Sigurðsson, Laugaveg 40. Sími 179. Næturvörðnr í Laugavegs Apóteki. 6. vika sumars hefst í dag. Tfðarfar. Hiti í morgun 3—8 stig, heitast i Vestmannaeyjum. Vindátt mjög breytileg. í Færeyjum var 13 st. hiti, i Angmagsalik 5 st. Á Jan Mayen 3 st., Khöfn 15 st., Utsire 10 st., Tynemouth il st. — Útlit fyrir allhvassa norðaustanátt með úr- komu á Norður og Austurlandi. Wembley-syningin, hin stóra mynd sem Nýja Bio hefir sýnd undanfar- in kvöld, verður sýnt í kvöld, en eigi oftar, og vegna viðgerðar á leikhúsinu verður par engin sýning fyr en á annan í Hvítasunnu. Eappreiðarnnr. Annað kvöld verð- ur höfð æflng á Skeiðvellinum. Verða þá um leið skráðir allir þeir hestar, sem reyndir verða á annan í Hvitasunnu. Höfnin: Mons, kolaskip til Kveld- úlfs, kom hingað í gær. — Skaft- fellingur kom úr austurferð í gær. — í morgun komu afveiðum: Pór- ólfur, Skúli fógeti og Karlsefni, allir með góðan afla. Landkeigisbrot Pór kom hingað i gær með þýzkan botnvörpung, Hanseat frá Bremerhafen, er hann hafði tekið að veiðum i landhelgi skamt frá Eldey. Skipstjóri meðgekk þegar, en kvaðst eigi hafa haft hug- mynd um að hann væri innan land- helgi. Haun var dæmdur i morgun í 15000 isl. króna sekt; afli og veið- arfæri upptækt. IDagBlaé. Arni Óla. Ritstjórn: g. Kr. Guðmundsson. Afg£ðsla Lækjartorg 2. skrifstofa Sími 744. Ritstjórn til viðtals kl. 1—3 síðd. Prentsmiðjan Gutenberg hf. Auglýsingaverð: Kr. 1.50 pr. cm. Blaðverð: 10 aura eint. Áskriftargjald kr. 1,50 á mánuöi. Kolum breytt í oliu. Að undanförnu hafa tilraunir verið gerðar um það samtímis, bæði í Englandi og Pýzkalandi, að fá steinkolum breytt í stein- olíu, og hefir báðum hepnast það. Að minsta kosti þykjast Pjóðverjar svo vissir í sinni sök, að þeir ætla að reisa stór- eflis verksmiðju í þessu skyni hjá Mannheim. Bretum hefir tekist að ná um 40 °/o af olíu- vökva úr kolunum, og þj'kir það gefa góðar vonir um hver árangur muni verða. Olía er miklu hagkvæmara eldsneyti heldur en kol, sérstak- lega í skipum, eins og sézt á því, að öll nýjustu herskip brenna olíu. Hún tekur minna rúm en kolin, er mikið þrifa- legri, auðveldara að koma henni um borð, og auk þess fara þau skip mílu hraðara, er brenna olíu, heldur en þau brendi kol- um. Ef það kemur nú í Ijós, að olía, unnín úr kolum, yrði ódýrari heldur en sú olía, sem flutt er langar leiðir að, þá er hér um sýnilegan hagnað að ræða. En þó telja Bretar hagn- aðinn enn meiri. Peir segjast þá munu geta starfrækt kola- námur, sem nú borgar sig ekki að starfrækja, og margir af þeim 150 þús. kolamanna, sem nú eru atvinnulausir, geti þá fengið atvinnu. Taka þeir svo djúpt í árinni, að þeir segja, að ef þessi uppgötvun reynist rétt, þá muni hún valda eigi minni breytingu í heiminum, heldur en þá er mönnum tókst að handsama gufuaflið.

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.