Dagblað

Tölublað

Dagblað - 29.05.1925, Blaðsíða 1

Dagblað - 29.05.1925, Blaðsíða 1
Fösludag 29 maí 1925. ÍDagðfað I. árgangur. 97. tölublað. ÞAÐ, sem einkennir mest stjórn þessa bæjar, er sein- læti og skriffinska, og keyr- ir. hvort tveggja langt úr hófi fram. Mætti telja til þess mý- raörg dæmi, en út i það skal €kki farið að sinni, heldur drepa á tvent aðeins: Ég man nú ekki hvenær það var ákveðið, að gefa mönnum kost á að reisa nýbýli í Sogun- ura, en líklega hefir það verið í hittifyrra. Þá var féiag stofn- að hér í bænum, sem netnisl »Landnám«, og er tilgangur þess, að stuðla að þvi að upp komist nýbýli (grasbýli) hér í grend við bæinn. Félagið fór fram á það í fyrra, að fá land- spildur handa nokkrum mönn- um í Sogunum. En haldið þið að íélagið sé farið að fá svar «nnþá? Óneil Málið hefir legið hjá bæjarstjórn og bæjarlaga- nefnd allan þennan tíma, og kom nú loks fyrir á síðasta bæjarstjórnarfundi, á laugardag- inn var, frumvarp bæjarlaga- nefndar um reglur og skilyrði fyrir úthlutun lands þessa. En hvenær hægt verður að útbýta grasbýlalóðum þarna, er enn á huldu. Gamall málsháttur segir, að fátt sé of vandlega hugað, og það er ekki nema gott, að bæj- arstjórn athugi vel í byrjun alla nýbreytni, en furða er það, að þetta mál skuli hafa þurft svo langan meðgöngutíma. Einhvern tíma hefir verið unnið ósleiti- lega að því! Og nú eru liðin hjá tvö sumur, sem nota hefði tnátt til þess að ræsa, girða og tækta landið og koma þar upp húsum. Slikt tómlæti sem þetta «r óverjandi og óhafandi. Þá má og minnast á bygg- ingarmálin. Það er venjulega að *ninsta kosti hálfs árs verk, eða 'neira, fyrir mann að fá lóð bjá bænum og byggingarleyfi. ^endir þvt margt hér í undan- ^rætti og hamlar þetta stór- ^ostlega þvf, að bygt sé eins og þörf krefur. — Ætla má nú, að eitthvað fari þó að rakna úr þessu, þegar farið er að taka ákvarðanir um skipulag gatna og húsa, en ef ég þekki bygg- ingarnefnd og bæjarstjórn rétt, þá mun það þó geta vafist nokkuð fyrir þeim að veita byggingarleyfi, og ekki heldur loku fyrir það skotið, að gerðar verði einhverjar breytingar frá ákveðnu skipulagi svona smám saman. Margt hefir ólíklegra skeð. Annars er fyrirkomulagið á stjórn bæjarmálefna altof þung- lamalegt og stirr í vöfunum. Er það ekki lítill hreinsunareldur, sem byggingarmál verða að ganga i gegnum: byggingarfull- ( trúa, skipulagsnefnd, byggingar- ncfnd, fasteignanefnd og bæjar- stjórn. Og þó er bæjarbúum það nauðsynlegt, að geta fengið skjót svör í þeim málum, eins og auðvitað mörgum fleiri málum. "r Úr ýmsum áttum. LæknishéraöaYeitingar. Ólafur Óskar Lárusson hefir verið skipaður læknir i Vest- manneyjum frá 1. júlí þ. á„ en cand. med. Bjarni Guðmunds- son hefir verið settur læknir i Fljótsdalshéraði frá sama tíma. Karl Magnússon hefir verið skipaður læknir i Hólmavíkur- héraði frá 1. júni n. k. Sigurmnndur Sigurðsson á Breiðumýri hefir verið skipaður læknir í Grímsneshéraði frá 1. júní n. k., en cand. med. Har- aldur Jónsson hefir verið settur til að þjóna Reykdælahéraði frá sama tima. Helgi Jónasson hefir verið skipaður læknir í Rangárhéraði frá 1. júni n. k. Sturdee látinn. Doventon Sturdee flotaforingi er nýlega látinn. Margir munu kannast við nafn hans siðan á stríðsár- unum, því að það var hann, sem vann sigur á Kyrrahafsfiota Þjóðverja hjá Falklandseyjum hinn 8. desember 1914. Flota- foringi Þjóðverja var von Spee, og hafði hann þessi skip til umráða: Scharnhorst, Gneisenau, Leipzig, Núrnberg og Dresden, en Sturdee hafði orustuskipin Inflexible, Invicible og Canopus, auk nokkurra beitiskipa. Kom hann Þjóðverjum að óvörum og vann á þeim fullnaðarsigur. Var það hinn eini fullnaðarsigur, sem unninn var í sjóorustu i striðinu. Jarðskjálftar hafa verið ó- venjumiklir bæði í Evrópu og Ameríku nú að undanförnu, og ' hafa sumir kippirnir verið snarp- ir, sérstaklega í Frakklandi, og komið með litlu millibili dög- um saman. Óeirðirnar í Marokko. Márar eiga nú eigi aðeins í höggi við Spánverja i Marocco, heldur einnig Frakka, sem eiga hags- muna að gæta i nokkrum hluta landsins. Snemma i þessum mán- uðí gátu Márar einangrað fransk- an herflokk nokkurn og bjugg- , ust við að hafa ráð hans i hendi sér, því að Frakka skorti bæði vistir og vatn. En Márar vör- uðu sig ekki á þvi, að það eru til fleiri samgönguleiðir én á landi. Franska herstjórnin sendi þeim, er í herkvínni voru, bæði vistir og vatn með flugvélum. Vélarnar gátu þó ekki lent, held- ur urðu þær aö varpa öllu út- byrðis á flugi og þess vegna ilutlu þær vatnið frosið, þ. e. í stóruni ísslykkjum. Varð þetta hinum umkringdu mönnum til

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.