Dagblað

Tölublað

Dagblað - 04.06.1925, Blaðsíða 3

Dagblað - 04.06.1925, Blaðsíða 3
DAGBLAÐ 3 Fólksfjölgun. íbúum Bandaríkjanna fjölgar stórkostlega ár frá ári. Árið sem leið nam fjölgunin 1.627.000, en þar af voru þó ekki nema 315.000 innflytjendur. Hitt var mismunurinn á dauðsföllum og fæðingum, samtals 1.312.000. Er það ekki kyn þótt sum önnur ríki líti hornauga til þessarar miklu folksfjölgunar og útlit er um að fjölgunin verði enn örari er á líður, því að dauðsföllum fækkar stöðugt í samanburði við fæðingar. Þrátt fyrir þessa miklu fjölgun, var þó meðalfjölgun síð- ustu 5 ára á undan 100.000 meiri og stafaði það af innflutn- ingi fólks. — Brezkur þingmað- ur hefir spáð því, að eftir 100 ár verði eins margir íbúar í Ástralíu, eins og nú eru í Banda- ríkjunum. Nú er fólksfjöldi þar líkur og var í Bandaríkjum í upphafi 19. aldar. Á seinustu öld hefir íbútala Bandaríkja tí- faldast, en íbúatala Ástralíu þúsundfaldast. Linoleum margar tegundir nýkomnar, Verðið mjög lágt. A. Einarsson & Funk. Póstlmsstræti 9. 1 SKAFTFELLIIDR hleður til Eyrarbakka, Vestmannaeyia og Víkur á morgun (föstudaginn 5. þ. m.) ef nægilegur flutningur fæst. \ Nic. Bjarnason. Sonnr járubrantakóngsins. XII. Nótt i Taboga. . í*rátt fyrir það þótt Kirk þætti gaman að vera með frú Cortlandt, gerðist hann nú óþreyjufullur af því að bíða eftir atvinnunni. Lau voru að vísu ágætir vinir, en samt sem áður langaði hann til að komast burtu, þótt hann gæti ekki gert sér grein fyrir af hvaða ástæðu það var. Hann afréð því að takast ferð á hendur, og fara gangandi eitthvað lengra inn í landið til þess að skoða sig um. En kvöldið áður en hann ætlaði að leggja á staö, fekk hann bréf frá frú Cortlandt og var það svo: — Kæri Kirk! Stephan hefir áhveðið að við skulum öll fara skemtiferð og ég vænti því að þér verðið tilbúin í fyrramálið. Lér fáið ekki að vita hvert við ætlum, fyr en við komum að sækja yður og verður það um kl.’ átta. Yðar einlæg og dularfull Edith Cortlandt. Kirk kastaði bréfinu gremjulega þá er hann hafði lesið það. Honum sárnaði, að fyrirætlanir sínar skyldi þannig gerðar að engu. En svo sætti hann sig við þetta smám saman og næsta morgun leit hann svo á, að hann mundi eigi fá betri skemtun en vera með þeim Cortlandts- hjónum í þessari ferð. Klukkan átta kom Edith ein. — Hvar er Cortlandt? spurði Kirk. — Það komu einhverjir menn frá Bocas del Toro í gærkvöldi og sögðust þurfa að tala við hann í dag um áríðandi málefni. — Kemur hann þá seinna? — Ekki býst ég við því. Mér þótti ákaflega leiðilegt að verða að hætta við ferðina og þess vegna sagði hann að við skyldum bara fara þótt hann gæti ekki verið með. — Ég veit ekki hvað ég á að segja, mælti Kirk. Mér þykir afarleiðinlegt að hann skuli ekki geta verið með, en mér þykir ákaflega vænt um að þér skylduð koma. Jæja, hvert er svo förinni heitið? — Við förum til Taboga, mælti hún. Þangað hafið þér aldrei komið, en þar er himneskt að vera. Gerið þér nú svo vel að ná í vagn undir eins, þvf að bátur bíður okkar. Kirk gerði það samstundis. Meðan þau óku eftir götunum mælti frúin: — Mikið þykir mér gaman að komast burtu frá gistihúsinu, þótt ekki sé nema einn dag. Þér getið eigi gert yður í hugarlund hve þreyt- andi það er að verða dag eftir dag að tala við

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.