Dagblað

Tölublað

Dagblað - 04.06.1925, Blaðsíða 2

Dagblað - 04.06.1925, Blaðsíða 2
2 D A G B L A' Ð ■vissa tíma hvers dags, stjórnað gerðum hennar og orðum og sem segir sig vera Friðrik huldu- læknia. Frú Guðrún hafði fengið mænuhimnubólgu fyrir 10 ár- um og verið síðan sem næst máttlaus öðru megin. Sérstak- lega var vinstri fóturinn alveg máttlaus og orðinn mjög visinn. Hafði hún leitað til 8 lækna og flestar hugsanlegar lækningatil- raunir reyndar, en allar án nokk- urs verulegs árangurs. Lítið eða ekkert mun frú Guðrún hafa lesið af spíritiskum ritum né haft nein náin kynni af því máli. Og norður hafði hún skrifað án þess að búast við nokkrum verulegum árangri. Fyrstu áhrifin sem frú Guð- rún varð fyrir voru þau, að hún misti skyndilega stjórn á öllum hreyfingum sínum »og tók að gera ýmsar kynlegar og henni algerlega ókunnar likamsæfingar. Hófust þær að nóttu til og þannig að eiginmaður hennar vaknaði við að titringur fór um allan líkama hennar. Reis hún því næst upp og fór ofan á gólf og framdi þar ýmsar arm- bol- og útlima-æfingar.----Gat hún að engu leyti ráðið við hreyfing- ar þessar, en virtist eins og ein- hver ósýnileg vera — sem þó varð ekki skynjuð á venjulegan hátt — stjórnaði sér«. Fyrst í stað komu »áhrifin« • á ýmsum tímum en svo varð sú breyting á »að hún féll und- ir vald þeirra vissa tíma á dag (kl. 6 e. h. virka daga, en kl. 8 f. h. á sunnudögum). Vöruðu þau í hvert sinn rétta klukku- stund«. Hefir frú Gruðrún fengið mikla bót meina sinna og er nú farin í sumardvöl til skyldfólks síns á landi. Telur hún að samband þeirra Friðriks muni haldast áfram og hefir orð hans fyrir því. Nokkru eftir. að lækningatil- raunirnar byrjuðu og hún komst í samband það sem að framan getur, fór hún sjálf að taka á móti sjúklingum sem einskonar milligönumaður milli hins dul- arfulla læknis og sjúklinga þeirra sem vildu leita hans. Telja margir sig hafa fengið mjög undursamlega lækningu og fulla bót meina sinna hjá hin- um dularfulla Friðriki lækni, en fyrir milligöngu frú Guðrúnar. Pessu til sönnunar fylgja skýrsluni mörg vottorð frá hlut- aðeingandi mönnum og virðist, a. m. k. í fljótu bragði, vera erf- itt að efast um sanngildi þeirra. Skýrsla Hallgríms kennara Jónassonar ásamt öllum vott- orðunum sem henni fylgja, kemur í næsta hefti »Morguns« og mun mörgum leika forvitni á að lesa hana alla. — — Borg á sjávarbotni. Arabi nokkur, sem var að fiskveiðum skamt frá eynni Jerba, sem er fram undan Tunis, fann nýlega borgarrústir þar á sjávar- botni. Frakkar sendu undireins fornleifafræðinga þangað og staðfestu þeir sögu Arabans. Segja þeir að þarna sé rústir af stórri borg og megi enn glögt greina þar gatnaskipan. Á nú að rannsaka þetta betur, með því að láta kafara fara þar niður og jafnvel er búist við því að úr flugvélum megi sjá hve stór borgin hefir verið og hvernig hún hefir verið bygð. Menn vita enn eigi hvaða borg þetta getur verið,. en í gömlum arabiskum þjóðsögnum er getið um neðansjávarborg fram undan Tunis og á hún að vera bygð forynjum og yfirnátt- úrlegum verum. Er hún nefnd Domdaniel og er hennar getið í »Arabiskum nóttum« (»Contin- nation of the Arabian Nights« 1788—93). Borgin. Sjávarföll. Síðdegisháflæöur kl. 3,32. Árdegisháflæður kl. 3,55 í nótt. 7. vika sumnrs hefst í dag. Far- dagar byrja. Nætnrlæknír. Halldór Hansen, Miðstræti 10. Sími 256. Næturvörðnr í Reykjavíkur-Apo- teki, Sírai 60. ^agöíaö. {Arni Óla. G. Kr. Guðmundsson. Afgreiðsla | Lækjartorg 2. skrifstofa j sími 744. Ritstjórn til viðtals kl. 1—3 síðd. Prentsmiðjan Gutenberg hf. Auglýsingaverð: Kr. 1.50 pr. cm. Blaðverð: 10 aura eint. Áskriftargjald kr. 1,50 á mánuði. Oðr* Rakarastofa Einars J. Jónssonar er á Laugaveg 20 B Inngangur frá Klapparstíg. I. fl. BIFKEIÐ iil leigu. Sími 341. tÆálningarvörur: Blýhvíta, Zinkhvíta, Fernisolía, Þurkefni, Japanlakk. Löguð málning. Ódýrar en góðar vörur. Yfir 120 tegundir a£ veggfóðri, frá 45 aurum rúllan af enskum stærðum. Hí. Hiti <& Ljós. Sýning danskra listaverka verður opnuð i Barnaskólanum á laugar- daginn kemur af Knúti Danaprins. Aðalfnndnr íslandsbanka verður haldinn 1 júli. Hluthafar sem ætla að sækja pann fund, verða að hafa náð sér í aðgöngumiða fyrir 9. þ. m. Kvlkmyndnhúsin. Nýja Bio sýnir »Sværmere« sem gerð er eftir sögu Knud Hamsuns. Gamla Bio sýnir gamanmynd, þar sem þeir leika »sá stóri og sá litli«. Mcrcur fer héðan í kvöld. Meðal farþega til útlanda er Einar skáld Benediktsson og frú Ellingsen. Willemoos kom hingað í gær meö steinolíufarm frá Englandi. Bntnvörpnngnrinn ísland kom í gærkvöld frá Austfjörðum. Hefir hann lagt þar upp afla sinn undan- farið. Colnmbia fer héðan i dag með fisk til Spánar. Niels fer einnig héðan i dag til Englands með blautan fisk.

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.