Dagblað

Tölublað

Dagblað - 17.06.1925, Blaðsíða 2

Dagblað - 17.06.1925, Blaðsíða 2
2 DAGBLAÐ U. m. F. Afturclcllntf. iðnsYning fyrir Lágafellssóka verður haldin að Brúarlandi við Varmá frá 17. til 21. þ. m., að báðum dögum meðtöldum. t* *ar verða mjög skraut- legir og vel unnir munir og vönduð tóvinna. — Aðgangur 1 kr. fyrir fuilorðna, 50 a. fyrir börn. — Kalfi og mjólk fæst á staðnum. MTefndln. ekki séð þá grein, þegar eg átti tal við ritstjórann. Eg fæ ekki skilið hvernig á því stendur, að það þykir svo miklum tíðindum sæta að eg vil ekki kaupa Dagblaðið. Mér var sent það óbeðið. En af vin- semd við hr. ritstjóra Guðm. Kr. Guðmundsson greiddi eg blaðið þegar þess var óskað, og mundi jafnvel hafa orðið áskrif- andi að því framvegis, ef mér hefði líkað sæmilega við rithátt þess og efnisval. Reykjavík 16. júní 1925. Sigurbjörn Porkelsson. §var: Mér þótti svo miklum tíðind- um sæta, er einn af elztu vinum mínum tilkynnir mér í sima há- tiðlega, en hvatlega, að hann vilji ekki kaupa Dagblaðið fram- vegis, en nefnir Tímann um leið, að eg hlaut að álykta, að hin hlutlausa grein um aðalfund Sambandsins, sem birtist sam- dægurs ætti sinn þátt í því, en ekki hinar fræðandi greinar og þarflegu hugvekjur um bæjar- mál og önnur nauðsynjamál, sem Dagblaðið hefir hlotið marg- faldar þakkir fyrir, og því fleiri kaupendur, en nokkurt annað íslenzkt blað á jafn skömmum tíma. Sigurbirni líkar ekki ritháttur blaðsins og stefna. Vill heldur lesa Tímann. Verði þér að góðu vinur minn. G. Kr. G. Minsta skipið, sem fer reglu- bundnar ferðir yfir Atlanzhaf heitir »The Harmony« og er að- eins 223 smál. Skipstjórinn heit- ir J. C. Jackson og á heima í London. Á hverju sumri fer hann eina ferð með vörur til hinnar afskektu Moravia, tru- boðsstöðvar á strönd Labrador nyrst. Hann -er nú á leiðinni þangað vestur í 24. sinn. Borgin. Sjávarföll. Siðdegisháflæður kl. 3,3. Árdegisháflæður kl. 3,25 i nótt. Sólarnpprás kl. 2,2. Sólsetur kl. 10,55. Nætnrlæknir Konráð R. Konráðs- son, Þingholtsstræti 21, sími 575. Nætnrrörðnr í Reykjavikur Apó- teki. lyra, hið nýja skip Bergenska félagsins, kom hingað i gærkvöldi. Skipiö er rúmlega 1600 smál. Var pað keypt í Pýzkalandi alveg ný- lega og hét áður Eitel Friedrich. Skipið er í alla staði mjög álitlegt og farþegarúm mikið og gott. Eru þar margskonar þægindi, sem ekki eru á öðrum skipum. Kalla má, að ekki sé nema eitt farrými; að visu er til 3. farrými, en það er bæðí mjóg lítið og fremur óhentugt, en þvi verður sennilega breytt, áður en langt um líður. Nokkrir farþegar voru með skip- inu hingað, þar á meðel R. Tingvold umboðssali, Poul Smith heildsali, Barði Guðmundsson stúd. o. fl. í gærmáttilengisjáhnappmanna á Lækjartorgi og voru þeir að horfaþar á myndtökumann, sem tók myndir og framkallaði þær á svip- stundu. Gat þar hver er vildi feng- ið póstkort með mynd af sjálfum sér fyrir kr. 1,25. Skipstjórnskifti verða á skipum Kárafélagsins er þau koma inn næst. Lætur Aðalsteinn Pálsson af skip- stjórn á Kára Sölmundarsyni, sem hann hefir haft á hendi síðan skip- ið var keypt, en við tekur Guð- mundur Guðmundsson, skipstjóri á Austra. Við skipstjórn á Austra tek- ur stýrimaðurinn, Jón B. Elíasson. Esjn var á ísafirði í gær og mun hafa farið þaðan um kl. 6 síðdegis. Eins og getið var um í Dagblaðinu áður, var eins margt af fólki með skipinu og framast gat rúmast þar. Átti þetta að verða hraðferð, en nú tekur skipið margar aukahafnir og eru margir farþegar því gramir, sem von er. ÍÞagSlað. Arni Óla. Ritstjórn: g. Kr. Guðmundsson. Afgmðsla Lækjartorg 2. skrifstofa Sími 744. Ritstjórn til viðtals kl. 1—3 síðd. Prentsmiðjan Gutenberg hf. Auglýsingaverð: Kr. 1.50 pr. cm. Blaðverð: 10 aura eint. Áskriftargjald kr. 1,50 á mánuði. Stórhýsi mikið eru Adventistar nú að reisa á lóð sinni við Ingólfs- * stræti. Verður það bæði samkomu- hús og sjúkrahús. Samkomusalur- inn mun geta rúmað nokkur hundr- uð manns. Hátíðahöldin f dag. Eins og get- ið var í Dagblaöinu i gær, ferst í- þróttamótið fyrir að þessu sinni og var búist við því að íþróttafélögin mundu ekki gera sér neinn daga- mun. En þetta breyttist á síðustu stundu fyrir forgöngu Knattspyrnu- félaganna. Ákváðu þau að hefja »Knattspyrnumót íslands« í dag og um leið er efnt til meiri mannfagn- aðar. Kl. 31/> verður leikið á horn á Austurvelli. Stundu siðar er geng- ið þaðan fylktu liði suður að kirkju- garði, blómsveigur lagður á leiði Jóns Sigurðssonar, en síra Friðrik Hallgrimsson flytur ræðu. Pá verð- ur farið suður á íþróttavöll og hefst knattspyrnan kl. ð'/a- Keppa þá K. R. og Valur. í kvöld verður dansskemt- un í Iðnó, en karlakór syngur nokk- ur lög úti. Iðnsýning verður opnuð í dag að Brúarlandi i Mosfellssveit. Verður þar sýnd ýmisleg handavinna úr sveitinni og enn fremurÁlafossdúkar. Jónsinessuhátföin i Hafnarf. verð- ur nú haldin í dag og hefst kl. 2l/i Kirkjngarðinnm lokað. Kirkju- garðsyörður hefir beðið Dagblaðið að geta þess, að kirkjugarðinum verði lokað í dag meðan íólkstraum- urinn fer þar fram hjá, til þess að menn ryðjist ekki þangað inn i stór- hópum og traðki á leiðum. Edinhorg. Hið nýja stórhýsi versl- unarinnar við Hafnarstræti er nú svo langt komið, að hún fer bráð- um að flytja þangað. Bæjarstjórnnrfnndnr á að verða annað kvöld. Skyldi nokkur bæjar- fulltrúanna áræða að minnast £ byggingarhneykslið mikla — eða £ það að ganga fram óátalið af öll' um nema Dagblaðinu?

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.