Dagblað

Tölublað

Dagblað - 19.06.1925, Blaðsíða 2

Dagblað - 19.06.1925, Blaðsíða 2
DAGB LAÐ 2 ' félagið« glímumönnunum sam- sæti á »Frognersæteren«, skemti- stað fyrir utan borgina. Næst áttu þeir boð til miðdegisverðar að direktör Berdal (líftrygg.fél. »Andvaka«.) Og fleiri boð og samsæti munu vera í vændum. t Tveir höfðing'jar látnir. Jón Jacobson fyrverandi yfirbókavörður Lands- bókasafnsins, andaðist að heim- ili sínu hér í bænum í gærdag. Hafði hann átt við langvarandi vanheilsu að striða. Er þar fall- inn í valinn einn af merkustu mentamönnum þessarar þjóðar á þessari öld — maður, sem landið á mikið að þakka. Magnús Sigurðsson óðalsbóndi og kaupmaður á Grund í Eyjafirði lézt í gær. Um hann má það segja með sanni, að hann var einhver hinn merk- asti maður Norðanlands og þótt viðar væri leitað og ber margt til þess, þótt hér verði ekki talið, því að það yrði altof langt mál fyrir lítið blað að rekja æfiferil hans. Samsæri um að nema á brott kvik myndaleikara. Lögreglan í Los Angeles hefir nýlega handtekið 3 menn, sem voru forsprakkar að samsæri um að nema á brott ýmsa fræga kvikmyndaleikendur, til þess að heimta hátt lausnar- gjald fyrir þá. Meðal þeirra, sem átti að ræna þannig, var Mary Pickford, Pola Negri, Buster Keaton, Jackie Coogan o. fl. Fyrir Mary Pickford ætluðu þorpararnir að krefjast 40 þús. dollara lausnargjalds, en 200 þús. dollara fyrir Jackie Coogan. Borgin. Sjávnrfölí. Síðdegisháflæður kl. 4,22. Árdegisháflæður kl. 4,40 í nótt. Næturlæknír. Halldór Hansen, Miðstræti 10. Simi 256. Næturvörður í Reykjavikur Apó- teki. Tíðarfar. Breytileg átt var í morg- un, en alls staðar hægt veður. Hiti í Vestmannaeyjum 8 st., en annars staðar 10—15, heitast á Akureyri. í Seyðisfirði var heiðskírt veður, logn og 14 st. hiti. í Khöfn 10 st., Tynemouth 12, Utsire og Leirvik 8, Jan Mayen 0, Angmagsalik í gær 8. — Loftvægislægð er enn fyrir norðan land. Sama veðurlag er í vændum. Peningar. Sterl. pd............... 26,25 Danskar kr............... 102,54 Norskar kr.............. 91,31 Sænskar kr............... 144,53 Dollar kr............... 5,41'/i Bæjarstjórnarfundur var haldinn í gærkvöld. Stóð hann í tæpa tvo tíma og gerðist fátt sögulegt, enda engin stórmál á dagskrá nema hvaö sampykt var, að krefjast gjaldprota- skifta hjá peim, er ógreidd eiga bæjargjöld og árangurslaust hefir reynzt að taka lögtaki hjá — nema samningar náíst nú pegar við pá. Knactspyrnumótið. Kappleikurinn í gærkvöldi milli Fram og Víkings fór svo, að »hvorugur lét sinn hlut«. Var ekki skorað neitt mark, en pó var leikurinn hinn skemtilegasti og ólíkur fyrsta leiknum. Næsti kapp- leikur verður annað kvöld. Kvibmyndasýningnr. Á fundi í gær hafði bæjarlaganefnd tekið fyrir er- indi Kjartans Sveinssonar, um leyfi til að reka kvikmyndahús og sams- konar erindi frá Fr. Hákanson. Eft- ir langar umræður ákvað nefndin að leggja svohljóðandi tillögu fyrir bæjarstjón: »Með pvi að rætt hefir verið um, að bærinn tæki kvikmyndasýning- ar í sínar hendur að einhverju leyti en ekki pykir tímabært að taka á- kvórðun til pess máls, meðal ann- ars vegna væntanlegrar pjóðleik- húsbyggingar, vill bæjarstjórn ekki að svo stöddu veita hin umbeðnu leyfi. Ennfremur leggur nefndin til, að kvikmyndasýningar verði ekki leyfðar framvegis í timburhúsum*. Bæjarstjórnin sampykti pessa til- lögu í gærkvöldi, með 7 atkvæðum gegn 1. Lyra fór héðan í gærkvöldi. Með- al farpega voru Pedersen lyfsali á lÖagBlað. I Arni Óla. Ritstjórn: j G Kr Guðmundsson. Afgreiðsla J Lækjartorg 2. skrifstofa j Sími 744. Ritstjórn til viðtals kl. 1—3 siðd. Prentsmiðjan Gutenberg hf. Auglýsingaverð: Kr. 1.50 pr. cm. Blaðverð: 10 aura eint. Áskriftargjald kr. 1,50 á mánuði. SJÖF" Baharastofa Eiuars J. Jónssonar er á Laugaveg 20 B Inngangur frá Klapparstíg. I. fl. BIFREIÐ til Itigu. Sími 341. Eyrarbakka, Reidar Sörensen full- trúi, ungfrú Guðrún Porkelsdóttir, Almar Norman lýsismatsmaður og frú, ísak Karlsson stud. med., frú Forberg o. fl. Gestir f bænum. Hannes Jónsson dýralæknir, Stykkishólmi, Gunnar Schram stöðvarstjóri, Akureyri, Benedikt BjarnarsoD, skólastjóri, Húsavik. Nýbýlamálið. Stjórn fél. »Land- nám« hefir lagt til, og bæjarstjórn sampykt, að veita pessum mönnum nýbýlaland: Land nr. 1, ca. 2.6 ha. Bergi Jóns- syni á Sunnuhvoli. Land nr. 2, ca. 2.4 ha. Guðmundi Sæmundssyni, Laufásvegi 45. Land nr. 3, ca. 3 ha. Bjarna Sig- mundssyni, Laugaveg 104. Land nr. 4, ca. 3.6 ha. Páli Ó. Lár- ussyni, Spitalastíg 6. Land nr. 5, ca. 4 ha. Sigurði Sig- urðssyni, Lækjargötu 14. Land nr. 6, ca. 3 ha. Ágúst Pálma- syni, Bergpórug. 20. Land nr. 7, ca. 3.2 ha. Karli Pór- hallssyni, Njálsgötu 62. Jafnframt var ákveðið, að láta púfnabanann tæta öll pessi lönd. Hnrinn. Síðasta uppboð á hinu nafntogaða skipi Marian fer fram á morgun. Iiókmentnfélagið. Aðalfundur pess var haldinn í fyrrakvöld. 62 nýir félagar höfðu bæzt í hópinn petta ár. Heiðursfélagar voru kosnir skáldin Einar H. Kvaran og Einar Benediktsson. Ákveðið var að halda áfram útgáfu fornbréfasafnsins og sér dr. Páll E. Ólason um útgáfuna. Fimtugsafmæli á Emil Rokstad á Bjarmalandi í dag. Hann er einn af peim útlendingum sem íslandi hefir verið mest happ i að hér hafa sezt að.

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.