Dagblað

Tölublað

Dagblað - 20.06.1925, Blaðsíða 1

Dagblað - 20.06.1925, Blaðsíða 1
Laugardag 20 funi 1925. íDagðlað I. árgangur. 115 tölublað. OÐUM líður að þeim merkis- atburði í sögu vorri, að haldið verði þúsund ára afmæli Alþingis — elzta lög- gjafarþingsins á þessari jörð. Þetta er svo einstæður atburð- ur að telja má vist, að honum verði veitt athygli um allan heim og veltur því á niiklu, að þau hátíðahöld sem hér munu verða 1930 fari þann veg fram, að okkur verði til fylsta sóma og álitsauka. Eins og þessi atburður er sér- stæður í heimssögunni, svo eiga hátíðahöldin til minningar um hann að vera einstæð og sér- kennileg og því lengi í minnum höfð. Minningarathöfnin verður að vera svo vegleg að hún hafi ekki átt sinn lika áður, né geti átt á næstu áraröðum. Verður til alls að vera sem bezt vandað og öll framkvæmd i fullkomn- asta lagi. Til þess að þetta geti orðið þarf fyrst og fremst mik- inn og margvislegann undirbún- ing. Þarf þar að mörgu að. hyggja og mun ekki veita af, þótt strax sé hafist handa um undirbúning nauðsynlegustu framkvæmdanna og þeirra sem mestan tíma þarf til að koma í viðunandi horf. Búast má við slórílóði erlendra ferðamanna í sambandi við þús- und ára hátiðina og mun þar verða margt tignra gesta. Er því mikilsvirði, að þau kynni sem þeir fái af landi og þjóð verði til þess að afla okkur athyglis og nokkurrar frægðar í umheim- iniun, og er okkur á hvoru- tveggia full þörf. Árið 1930 verður að vera auðsýnilegur nokkur árarjgur hinnar 1000 ára löngu löggjaf- arstarfsemi, og enn lengri menn- ingarsögu. Útlendingar og aðrir þurfa að fá þann heildarsvip af þjóðmenningu vorri, er okkur sé fremur til sóma en van- sæmdar. Aðalstöðvar fólksmergð- arinnar verður auðvitað Reykja- vik og Pingvellir. Á hinum 1000 ára gamla og viðfræga sögustað fara auðvitað aðalhátiðahöldin fram, en allur fólkstraumurinn hlýtur að fara um Reykjavík. — Ein 5 ár eru nú þangað til hin mikla þjóðhátið á að verða, og er því ekki langur tími til stefnu um allan undir- búning, eins mörgu og þörf er að koma áður i viðunandi horf. Svo er nú, að ekkert full- komið gistihús er til í höfuð- borg landsins. Er það ilt til af- spurnar, sérstaklega meðal út- lendinga, og mun þó verða enn verra með hinum vaxandi ferða- mannastraum, sem óhjákvæmi- lega hlýtur að stefna hingað á næstu árum. 1930 er þetta alveg ófært,'því svo margt stórmenna ! mun þá verða hér saman kom- ið, að ekki er vansalaust að geta ekki tekið sæmilega á móti að m. k. nokkrum hluta þeirra. Aðrar þjóðir gera mikið til að laða að sér ferðamenn, og er þar ekki horft í neinn kostn- að. Hér er ekkert gert í þá átt, og mun Dagblaðið siðar vikja að einstökum atriðum þess máls. — Mjög æskilegt er, að 1930 verði búið að hreinsa svo til á Þingvöllum, að þeir yrði sem likastir því, sem þeir munu hafa verið fyrir 1000 árum. Reyndar mun það erfitt verk, að bæta úr öllum þeiin skemdarverkum, sem þar hafa verið framin, bæði með húsabyggingum og vegagerð, en miklu mætti samt koma þar i líkingu við hið upp- haflega útlit, ef vel væri að ver- ið. Þarf því strax að byrja á því verki, og fara þar eftir ráð- um og tillögnm þeirra manna, sem telja má færasta til að ráða þar fram úr. Væntanlega verður Skipulagsnefnd Reykjavíkur ekki æðsti ráðgjafi þar um, eftir þeim forsmekk, sem menn hafa feng- ið af framkvæmdum hennar viðvíkjandi skipulagi Reykja- vlkur. — Eins og áður er vikið að, þarf strax að fara að hyggja að undirbúningi hinna nauðsynleg- ustu framkvæmda fyrir þúsund ára hátiðina. Þyrfti sérstök nefnd með framkvæmdarvaldi að hafa þar forgönguna, og ætti sem fyrst að skipa hana, svo hún geti tekið til starfa áður en langt um liður. Einhverjar »PingvaIIanefndir« munu nú vera til, en um verk- svið þeirra eða starfsemi er fæstum kunnugt, og þarf þar ný og önnur betri átök, ef duga skal. -m. -n. Idnsýningf JÆosfellssveitar. Iðnsýning að Brúarlandi við Varmá er liklega einhver merki- legarta sýningin, sem haldin hefir verið hér sunnanlands. Þegar þess er gætt, að litill undirbúningur var fyrir sýning- una og svo að segja gripið það sem hendi var næst, er það al- veg aðdáanlegt að völ skuli hafa verið á jafnfjölbreyttum og vel gerðum heimilisiðnaði og þar er sýndur. Enginn »kaupstaðabrag- ur« er þar á handavinnunni, og er það jafnvel merkilegasta atriðið, að í næsta nágrenni Reykjavfkur skuli vera unninn jafn fjölbreyttur og vel gerður heimilisiðnaður og nú er sýndur þar upp frá. Þsss er einnig að gæta að sýningamunirnir eru frá tiltölulega fáum heimilum og er fjölbreytnin því virðingar- verðari og merkilegri. — Siðasti dagur sýningarinnar er á morgun og ættu Reykvík- ingar að nota tækifærið og bregða sjer upp að Brúarlandi, og full- yrðir Dagblaðið að þeim tima og peningum, sem til þess fer, sje vel varið.

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.