Dagblað

Tölublað

Dagblað - 23.06.1925, Blaðsíða 3

Dagblað - 23.06.1925, Blaðsíða 3
DAGBLAÐ 3 þá tafarlaust fara fram tilnefn- ing og skipun nýs sáttasemjara, með þeim hætti, er að framan greinir, fyrir þann hluta, sem eftir er af kjörtíma þess, sem frá fór. 2. gr. Sáttasemjara er skylt að kynna sjer nákvæmlega horf- ur og ástand atvinnulífsins og einkum öll vinnukjör vinnu- sala, þ. e. lengd vinnutima, launakjör, yfirvinnu, aðbúnað við vinnu og annað þess hátt- ar. Sérhvert félag vinnusala eða vinnuþega, er samning gerir við annað félag eða einstakan mann um vinnu- kjör, skal skylt að senda sáttasemjara tafarlaust afrit af samningnum. Sáttasemjari skal senda at- vinnumálaráðuneytinu á miss- iri hverju skýrslu um starf- semi sína. 3. gr. Nú ris deila um vinnukjör milli félags vinnu- sala annarsvegar og hinsvegar félags vinnuþega eða einstakra vinnuþega, og stöðvast vinna af þeim sökum eða ástæða er til að óttast að svo fari, og skal sáttasemjari þá kveðja hlutað- eigendur til samninga, enda megi ætla, að deilan hafi ó- heppileg áhrif á atvinnulífið, og samningaumleitunum aðilja sjálfra slitið, hafi þær átt sér stað. Hvor aðili um sig velur fulltrúa til samninga, og skulu þeir annaðhvort vera í fjelagi, er hlut á að máli, eða í að- alstjórn allsherjarfélags vinnu- sala eða vinnuþega. Það er skylda aðilja að hlýða kvaðn- ing sáttasemjara. 4. gr. Þá er sáttasemjari hefir kvatt til samninga, er honum skylt að reyna að koma á friðsamlegri úrlausn deilunnar, og er honum heim- ilt að benda aðiljum á miðl- unaratriði, er draga mætti til sátta. Svo getur hann og borið fram miðlunartillögu, en ekki má án hans samþykkis gera hana heyrinkunna, meðan ekki er komið svar beggja aðilja. Áður en sáttasemjari ber fram miðlunartillögu, ber honum að ráðgast um það við tvo full- trúa hvors aðilja. 5. gr. Nú hefir sáttasemjari kvatt til samninga i vinnudeilu og nauðsynlegt þykir, vegna úrslita málsins, að fá réttan úrskurð um, hversu högum var háttað um atvinnureksturinn, og hefir sáttasemjari þá rétt til að krefja aðilja skýrslu um það. Verði aðiljar eigi við þeirri kröfu, séu skýrslur þeirra eigi fullnægjandi, eða að öðru leyti nauðsynlegt málinu til upp- lýsingar, skal sáttasemjari krefj- ast um það vitnaleiðslu hjá dómara. Hefir hann rétt til að vera viðstaddur vitnaleiðslurn- ar og láta bera upp fyrir vitn- unum þær spurningar, sem hann telur líklegar til að skýra málið. 6. gr. Þá er miðlunartillaga er borin undir atkvæði í félagi vinnusala eða vinnuþega, skal hún borin fram eins og sátta- semjari hefir gengið frá henni, og ber við atvæðagreiðslu að svara miðlunartillögunni ját- andi eða neitandi. Þá er at- kvæði hafa verið talin, er fé- laginu þegar skylt að tilkynna sáttasemjara, hversu mörg hafa orðið já og nei, og jafnframt hversu margir félagsmenn eru atkvæðisbærir. Þá er atkvæða- greiðsla á að fara fram, er fé- lagi skylt, eftir því, sem við verður komið, að sjá svo um, að sérhver atkvæðisbær félags- maður fái að kynnast miðlun- artillögunni í heild. 7. gr. Bannað er að gefa út vottorð eða leiða vitni um það, hvað hvor aðili hefir borið fram eða lagt til meðan á samningum stendur undir for- ystu sáttasemjara, nema því að eins, að samþykki beggja aðlilja komi til. 8. gr. Laun sáttasemjara og annar kostnaður við fram- kvæmd laga þessara greiðist úr ríkissjóði. Atvinnumálaráð- herra fær sáttasemjara erindis- bréf og setur þar nánari ákvæði um starfsemi hans. 9. gr. Atvinnumálaráðherra ákveður þóknun sáttasemjara, og skal hún greidd úr ríkissjóði. 10. gr. Lög þessi öðlast þeg- ar gildi. Ákvœði um stundarsakir Á: meðan allsherjarfélag vinnu- þega er eigi stofnað, skal Fé- lag íslenzkra botnvörpuskipa- eigenda í Reykjavík í þess stað skipa í nefnd þá, sem um ræðir i 1. málsgrein 1. gr. Þegar er lögin hafa öðlast gildi, skal í fyrsta sinni skipa sáttasemjara til ársloka 1928. Ákveður ráðherra, hvenær til- laga um skipun sáttasemjara skuli fram koma í siðasta lagi. Að öðru leyti fer við þessa fyrstu skipun sem segir i 1. málsgr. 1. gr. Leiðnrvísir: Alþýðubókasafnið Skólav.st. opið virka d. kl. 10—10, sunnud. 4—10. Baðhúsið opið kl. 8—8 virka daga. Borgarstj.skrifst. Tjarnargötu 12. Skrifstofut. kl. 10—12 og 1—3. Laugardögum kl. 10—12. Borgarstj. til viðtals kl. 2—3. Brunamálaskrifst. Tjarnargötu 12. Skrifst.t. kl. 10—12 og l‘/»—3»/». Byggingarfulltrúi Tjarnargötu 12. Til viðtals kl. 11—12. Bæjarfóg.skrifst. Suðurg. 4, opin kl. 1-5. Bæjargjaldkeraskrifst. Tjarnarg. 12 Skrifstofutími kl. 10—12 og 1—5. Laugardögum kl. 10—12. Bæjarverkfræðingur Tjarnarg. 12 til viðtals kl. 11—12. Frakkneski spítalinn heimsóknar- timi kl. 1—3. Geðveikrahælið heimsóknart. kl. 10—6. HagstofanLandsbankahúsinu opin kl. 9—4. fslandsbanki afgreiðslut. kl. 10—12 og 1—4, á laugard. 10—1. Bankastj. til viðtals kl. 10—12. Landakotsspítali, heimsóknart. kl. 3—5. Landsbanki íslands, afgreiöslut. kl. 10—3, á laugard. kl. 10—1. Landsbókasafn, opið kl. 1—7. Bókaútlán kl. 1—3. Listasafn Einars Jónssonar opið miðvikud. og sunnud. kl. 1—3. Lögreglustjóraskrifstofa Lækjarg. 10 B opin kl. 10—12 og 1—4. Varðstöð opin allan sólarhr. Náttúrugripasafnið opiö sunnud.kl. I1/*—3. Priðjud. og fimtud 2J/»—3. Pósthúsið opið virka daga kl. 10 —6, helgidaga kl. 10—11. Bögglapóstsofan opin virka daga kl. 10—3 og 5—6. Rikisféhirðir, Landsbankahúsinu, skrifstofutími kl. 10—2 og 4—5. Laugardögum kl. 10—1. Samtrygging ísl. botnvöruskipa, skrifstofut. kl. 10—12 og 1—4. Skattstofan, skrifstofut. kl. 1—4. Stjórnarráð íslands, skrifstofut. kl 10-12 og 1—4. Verslunarráð íslands, hús Eim- skipafél., skrifstofut. kl. 10—12 og 1—4. Vífilstaöahælið, heimsóknartími virka d. kl. 12—1*/», sunnudaga kl. 1-3.

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.