Dagblað

Útgáva

Dagblað - 03.07.1925, Síða 1

Dagblað - 03.07.1925, Síða 1
Föstudag 3. fúlí 1925. I. árgangur. 126. tölublað. TJÖRNIN er að allra dómi einhver mesta bæjarprýði Reykjavíkur, eða ætti að vera það að minsta kosti. Og hún er líka eitt af þeim gæðum, sem náttúran heflr skamtað höfuðstað landsins, því að þar er tekinn allur sá ís, sem bær- inn þarf að nota. Er slíkt ekki lítið hagræði, og mun bezt koma í Ijós, ef Tjörnin skyldi þorna upp, hve mikils bærinn hefir þá mist. En nú er svo, eins og allir vita, að Tjörnin grynkar með ári hverju og fær- ist saman. Er þetta að nokkru leyti bæjarbúum að kenna, en að sumu leyti óviðráðanlegt, sökum þess að mikið berst í Tjörnina af moldfoki því, sem hér er altaf, og eins berst í hana leir sunnan úr mýri. Er nú komið svo langt, að tæplega verður öllu lengur hjá því kom- ist að dýpka Tjörnina. Og því fyr sem það er gert, því betra. Að vísu er enn nokkurt dýpi í henni sums staðar, en víðast er svo grunt, að ekki er hægt að taka þar ís, vegna óhreininda sem í honum eru. En í mild- um vetrum þarf að fara yfir stórt svæði á Tjörninni, til þess að hægt sé að ná eins miklum ís og þörf er á. þetta er nú önnur hlið þessa máls. Hin hliðin er bæjarprýði sú, sem er að Tjörninni. Um það má segja hið sama og áð- ur, að sú prýði er horfin, þegar Tjörnin er orðin að einni forar- leðju. En við skulum gera ráð fyrir því, að þannig fari aldrei, og að Tjörnin verði um aldur og æfi mesta bæjarprýði. Gera mætti hana þó enn skemtilegri en hún nú er, ef vilji er með. Eins og menn muna, þá eru ekki ýkjamörg ár síðan að tæp- lega sást fugl hér á Tjörninni. Nú er þetta orðið á alt annan veg. Nú er þar fuglallf mikið, bæöi af tömdum fuglum og ó- tömdum, og er það óneitanlega til mikillar ánægju. Draga mætti þó meira að af viltijm fuglum með því að gera annan stærri hólma í Tjörninni, eða nokkra smáhólma. Ætti það sízt að vaxa mönnum í augum. Hólmi sá, sem nú er í Tjörninni, er ekki ger af náttúrunnar hendi, og eigi hefir bæjarstjórn heldur látið gera hann. I*að var ein- stakur maður, sem tók það upp hjá sjálfum sér, að búa til hólm- ann og gerði það án neins end- urgjalds. Er það og ekki fé- leysi, heldur hugsunarleysi bæj- arstjórnar að kenna, að hólm- inn hefir ekki verið stækkaður eða nýir hólmar gerðir. Íslandsglíman. Það mátti sjá í gærkvöldi á áttunda tímanum að eitthvað ó- venjulegt átti að ske, því að fótur og fit var uppi um allan bæ og streymdi fólk úr öllum áttum til Barnaskólans. Þar í portinu ætluðu Noregs- fararnir að glíma og þar átti Íslandsglíman að fara fram. Kom þangað skjótt svo mikill mannsöfnuður að vart mundi fleira rúmast lil þess að eigi skygði hver á annan og veittist þó fullerfitt að halda þeirri reglu á, að allir gæti séð hvað fram fór. — Noregsfararnir koma fram, 7 alls, en tvo vantar. Annar liggur veikur í Ósló, hinn er farinn heim til sín austur í sveitir. Fremstur gengur Sigurður Greips- son með íslenzka fánann á stöng. Jón Þorsteinsson, fararstjóri flokksins og glimustjóri, skýrir frá því, að á glímusýningum í Noregi, hafi þeir félagar jafnan byrjað á því að sýna helztu brögð og varnir gegn þeim, en siðan hafi verið glimt i röð, einn við alla og allir við einn og hver glima staðið í 1 mínútu. Hér þurfi ekki að sýna brögð né varnir og því verði glímt eins og í Noregi og jafnframt kept um verðlaun fyrir fegurð- arglfmu. Hófst nú sú glíma og tókst ágætlega. Einn af glímumönn- um, Viggo Nathanaelsson, sem glímir manna bezt, gat eigi farið nema í eina bröndótta, vegna þess að hann var veikur í fæti. Um hina má það segja, að þeir glimdu allir ágætlega, en þó bar einn af öllum og glíma þeirra Forgeirs og Ágústs bar af öllum glímunum. Að lokinni glímunni bað Sig- urjón Pétursson áhorfendur að sýna Noregsförunum viðurkenn- ingu fyrir það, að þeir hefði borið hróður íslands vitt um Noreg, með því að hrópa ís- lendingahúrra, og var það gert af guðmóði. Átti nú íslandsgliman að hefj- ast og mun mörgum hafa brugð- ið í brún, þá er flokkurinn kom, að þetta voru alt sömu glímu- mennirnir (að Viggo undantekn- um) — og enginn maður annar. Hvar er nú »Ármann«? spurðu menn. Pví sendir hann ekki marga af sinum mönnum? Eða eru þeir hræddir við að falla kapparnir, sem heima sátu? Svo hófst gliman og var henni skjótt lokið. En nú sázt ljósast hverju kappið veldur, því að svo var hún ólík fyrri glím- unni, að fæstum ókunnugum mundi hafa komið til hugar að vera mundi hin sama íþrótt. Leikar fóru þannig: Sigurður Greipsson sigraði 5, Ágúst Jónsson — 4, Þorgeir Jónsson — 3, Jóhann Porláksson — 2, Porsteinn Kristjánsson — 1, Pétur Bergsson — eng- an, en glimdi þeirra léttilegast. Á eftir var úthlutað verðlaun- um, og bar Sigurði Greipssyni íslandsbeltið, en dómnefnd hafði úrskurðað, að Ágúst Jónsson fengi Stefnuhornið fyrir fegurð-

x

Dagblað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.