Dagblað

Ataaseq assigiiaat ilaat

Dagblað - 03.07.1925, Qupperneq 3

Dagblað - 03.07.1925, Qupperneq 3
DAGBLAÐ 3 Fiat-bifreiðarnar nýju, eru nú mjög eftirsóttar. Fólk, sem ætlar í ferðalög og fær bifreið hjá B. S. R. spyr altaf fyrst og fremst um pað, hvort pað geti ekki fengið Fiat- bifreið. Pær eru lika afarpægilegar og skemtilegar. tyra fór héð'an í gærkvöldi. Með- ál farpega voru: Arngrimur Valagils söngvari, Ragnar Ásgeirsson, garð- yrkjuráðunautur, Steingrímur Jóns- son rafstöðvarstjóri og frú, ungfrú Sigríður Eiríkss. hjúkrunarkona, enskur verkfræðingur Breyman, sem um hrið hefir dvalið hér, til pess að rannsaka gullnámuna i Miðdal. Aðalfnndnr Islandsbanka var i fyrradag. Samkv. reikningi bankans var ágóði kr. 962,404.96. Par af voru teknar kr. 635.404.96, til pess að greiða með tap. Samp. var að greiða hluthöfum 5°/o arð af hlutafjáreign sinni. — Á fundinum var pví hreyft, að æskilegt væri að banna banka- stjórum að fást við stjórnmál, eða sitja á pingi. Með Gnllfossi kemur hingað söng- fiokkur danskra stúdenta og ætla peir að syngja hér nokkrum sinnum. Fólksskortur. Ekki parf að kvarta um atvinnuleysi hér í landi um pessar mundir, heldur mun miklu fremur komið svo, að verkafólk sé of fátt. Er nú hörgull á fólki í síld- arvinnu og jafnvel við aðrar fisk- veiðar, — að maður ekki tali um kaupafólk, sem aldrei er nóg af. Jarðarför Jóns Jacobson fyrv. yf- irbókavarður fór fram í gær með viðhöfn og var likfylgdin mjög fjöl- menn. Séra Friðrik Hallgrimsson flutti húskveðju. Starfsmenn Lands- bókasafnsins báru kistuna i kirkju og par flutti séra Bjarni Jónsson ræðu, en gamlir sampingsmenn Jóns báru kistuna úr kirkju. Bjarni Sæmundsson fiskifræðingur hefir að undanförnu verið með haf- rannsóknarskipinu skozka, »Explo- rer« við rannsóknir á líferni og tímgun fisktegundanna við strend- ur íslands. Bjarni er nýkominn heim úr pessu ferðalagi. Hlutavelta verður að Hofi á Kjal- arnesi á sunnudaginn. Er hún til ágóða fyrir húsbyggingarsjóð hreppsins. Fólk, sem vildi fara pangað, getur fengið far með vél- báti er fer frá steinbryggjunni kl. rúmlega eitt. Ræktunarsjóðurinn. Pessir menn sækja um forstjórastöðuna: Vigfús Einarsson fulltrúi, Pétur Magússon lögfræðingur, Páll Jónsson, Björn Pórðarson hæstaréttarritari, Por- steinn Jónsson bankaritari, Gunnar Viðar hagfræðingur og Hallgrímur Jónsson. Loikflmisflokkur stúlkna fer héðan austur að Pjórsártúni, til að sýna par listir sínar á héraðsmótinu. Hefir Steindór Björnsson leikfimis- kennari stjórn flokksins. Peningar. Sterl. pd............... 26,25 Danskar kr............. 106,71 Norskar kr.............. 94,71 Sænskar kr............. 144,91 Dollar kr................ 5,41 cJKálningarvörur: Blýhvíta, Zinkhvíta, Fernisolía, Þurkefni, Japanlakk. Lögnð málning. Ódýrar en góðar vörur. Yfir 120 tegundir af veggfóðri, frá 45 aurum rúllan af enskum stærðum. Hí. JHLiti & Ljós. Verði vanskil á útburði Dagblaðsins, eru kaup- endur beðnir að tilkynna það strax í síma 744. 744 er slmi DagMaöm Sonnr járnbrautakóngslnB. — Hvað heita helztu aðalsættirnar hér? spurði Kirk. — Þær eru margar: Martinez, Moras, Garavels — ég nenni ekki að romsa þær allar upp. Alþýðan ber líka mikla virðingu fyrir þeim. — Pekkið þér Chiquitana? Cortlandt brosti. — Það ber engin ætt það nafn. Hver hefir kent yður spönsku? »Chiquita« þýðir »mjög lilil« »hin litla«, »litla stúlkan« eða eitthvað þess háttar. Pað er gælunafn. Kirk mintist þess nú hvað unga stúlkan hafi verið kankvísleg er hún spurði hann um það hvort hann kynni spönsku. Þarna var henni lifandi lýst að leika á hann, og þó var það ekki ljótt að leyna nafni á þennan háttl — Hvernig stendur á því, að þér hélduð að þetta væri ættarnafn? — Það var — lítil stúlka sem sagði mér það. — Auðvitað. Öll börn eru »chiquitas« eða »chiquitos« — og yfirleitt alt, sem maður gerir sér gælur við. Hann horfði á Kirk með hæðnisbrosi, sem hinum geðjaðist alls eigi að. — En hinar ættirnar, sem þér nefnduð og þær ættir sem eru jafngöfgar — tengjast þær ekki oft ættum frá Bandaríkjunum ? — Nei, ekki beztu ættirnar. Það eru að vísu til undantekningar, en þær eru sárfáar. — Hvernig á maður að fara að því að koma sér í kynni við þær? — Það er engin leið til þess. Þótt maður ætti heima hér árum saman gæti farið svo að maður kæmist ekki inn á eitt einasta heimili. — Nú, það hljóta þó að vera danzleikar og veizlur! hrópaði Kirk. — Auðvitað, en Bandarikjamönnum er ekki boðið þangað. Pað er auðvelt að komast i kunningskap við karlmennina hérna, því að þeir eru vingjarnlegir og »gentlemanlike« en ég þori að fullyrða, að þér farið héðan án þess að hafa kynzt konum þeirra, systrum eða dætrum. En hvernig stendur á þessari forvilni yðar? Hefir einhver spönsk jungfrú heillað yður? Kirk reyndi að sýnast rólegur, en hann fann þó glögt að hann var mjög skömmustulegur. Coitlandt hafði gaman af að stríða honum og hélt því áfram: — Ég hygg, að aðalástæðan til þess að Bandaríkjamenn kvænast svo sjaldan stúlkum af Panamaættum, sé sú, að við viljum gjarna kynnast stúlku áður en við giftumst henni. En

x

Dagblað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.