Dagblað

Tölublað

Dagblað - 04.07.1925, Blaðsíða 1

Dagblað - 04.07.1925, Blaðsíða 1
DAÐ hefir áður verið minst á heigidagalöggjöfina hér i blaðinu og hvað hún væri að litlu metin og yfirleitt óþörf. En skoðanir eru skiftar um þetta mál, eins og sjá má á því sem gerðist á aðalfundi þjóð- kirkjusafnaðarins síðast. Dagblaðið skilur vel hugsunar- hátt þeirra manna, sem berjast fyrir því að fá nýja helgidaga- löggjöf, en því dylzt þó eigi, að það hlýtur að verða dauður bókstafur. »Burt með nætur- vinnu og helgidagavinnu«, segja verkamenn, en á hinn bóginn semja þeir við vinnuveitendur um það, hver skuli vera kaup- taxti fyrir helgidagavinnu og næturvinnu. Þar er tekið aftur i einu orðinu það sem sagt er í hinu. Sé þeim það áhugamál, að vinna eigi á helgidögun^, þá geta þeir vel látið það vera og þá á ekki að minnast á helgi- dagavinnu í samningum við vinnuveitendur. En allur þorri manna sér, og viðurkennir með sjálfum sér, að oft og tíðum stendur svo á, að ekki er hægt að komast hjá helgidagavinnu. Og eg býst fastlega við því, að þótt það yrði nu ofan á, að ný helgidagalögf yrði sett, þá mundi samt standa ákvæði um það í samningum verkamanna og vinnuveitenda, hver skuli gild- andi kauptaxti fyrir helgidaga- vinnu. Pað sem fyrir verka- mönnum vakir, er eflaust, að reynt sé að forðast sem mest helgidagavinnu, og er það ekki nema sjálfsagt. Og að því miðar líka hitt að hafa kaup helmingi hærra þá daga en endranær, því að vinnuveitendur munu sjá sinn hag í því að greiða eigi tvöfalt kaup. Þessi er afstaða verkamanna — þeir vilja fá að njóta hvíldar líkt og aðrir menn. En svo eru aftur aðrir sem vilja fá nýja helgidagalöggjöf vegna trúar sinnar. Nú, við því er ekkert að segja annað en það, að einmitt vegna trúarinnar er ekki hægt að setja helgidaga- löggjöf. Hún mundi koma í bág við stjórnarskrána. Að sjálf- sögðu munu menn ætlast til þess, að sunnudagur sé helgi- dagur, en nú er svo, að hér í landi er trúfrelsi, en eins og allir vita, hafa ekki allir trú- flokkar sama hvíldardag. Hér er t. d. fjölmennur söfnuður Ad- ventista, en þeir halda laugar- daginn helgan. Frá þeirra sjón- armiði er ekkert á móti því, að vinna á sunnudögum, enda vinna þeir þá, eins og hvern annan virkan dag. Með helgi- dagalöggjöf er ekki hægt að þvinga þá til þess að halda sunnudaginn helgan, því að það mundi koma í bág við trú- bragðafrelsið. Vinnuveitendur mundu því að ósekju geta látið Adventista vinna hjá sér á sunnudögum, ef þeir væri svo margir meðal verkamanna að um munaði. Svo að þessu leyti yrði helgidagalöggjöf ekki annað en »humbug«. Á hinn bóginn er varla hægt að búast við því að menn vilji fara að raska reglum kristinnar kirkju með því að afnema sunnudag en gera laugardag að helgidegi. Nú eru og hér í landi nokkrir menn, sem ekki telja sig neinnar trúarskoðunar. Þeim eru að líkindum allir dagar jafnir og mega þeir ráða því sjálfir hvort þeir taka sér nokkurn hvíldar- dag eður eigi. Eða er hægt að neyða þá til þess að viður- kenna sunnudag sem helgidag? Reglu^erð um sðlu áfengis til lyf ja.. Enn er komin út ný reglugerð um þetta efni. Er hún sett með ráði landlæknis og staðfest af Stjórnarráðinu. Meðal ákvæða er þetta: Læknar sem lyfsölurétt hafa skuln fá löggiltar áfengistegund- ir gegn sundurliðaðri kaupbeiðni. Smáskamtalæknar geta og fengið 3 lítra af spiritus á ári. Lyfsalar og læknar mega ekki selja spiritus, hvorki blandaðan öðrum efnum né óblandaðan til neins annars en lækninga, sjúk- dómsrannsóknaog annaralæknis- visinda, svo og til iðnþarfa. Er læknum stranglega bannað að afhenda eða ávisa áfengi i þeim tilgangi að það verði öðruvísi notað. Ekkert áfengi má láta út úr lyfjabúð nema eftir lyfseðli eða löglegri beiðni. Nú verður það uppvíst að einhver önnur áfeng lyf en koniak, spiritus eða vín, eru höfð til neyzlu og má þá ákveða að sama regla skuli um þau gilda og taka fram hve miklu megi ávisa í senn. I lyfjabúðum skulu vera tvær bækur: Vinnustofubók, er sýnir öll þau lyf sem gerð eru og áfengi er í og hversu mikið fer í þau af spiritus; og Eyðslubók þar sem mánaðarlega er í ritað hve mikið hefir selst af vínum og öðru áfengi. Fylgja henni allir áfengislyfseðlar. Læknar út um land þurfa ekki að hafa annað en eyðslubók. Áfengislyfseðlar skulu út gefn- ir á sérstök eyðublöð og má aldrei ávísa meiru í einu en 210 gr. af spiritus, x/2 fl. af koníakki eða 1 fl. af víni, og eigi sama viðtakanda aftur fyr en eftir 3 nætur. Heimilt er þó að ávísa meiru handa skipum, eða ef sjúk- lingur er langt að og læknir þekkir hann að því að hann muni ekki nota áfengið til nautnar. Heilbrigðisstjórnin ákveður ár- lega hve mikið áfengi af hverri tegund hver lyfjabúð geti fengið mest og hvað læknar út um land geti fengið mest á ári.

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.