Dagblað

Tölublað

Dagblað - 09.07.1925, Blaðsíða 2

Dagblað - 09.07.1925, Blaðsíða 2
2 DAGBLAÐ færa fyrir jafn alvarlegum saka- giftum. Ekki sagðist Kolka vita um neinn mann, sem að nokkrum mun hefði batnað við þessar lækningar og skýtur það nokkuð skökku við fullyrðingar margra mætra manna, sem telja áreið- anlegt, að þeir hafi fengið bót meina sinna fyrir aðgerðir hins dularfulla Friðriks læknis. Er ekki hægt að ganga fram hjá þeirri sannfærÍDgu fjöldans, að þessi fyrirbrigði eigi sér stað. Kolka lagði til að einskonar læknarannsókn færi fram á kon- unni og helzt hér í Reykjavík, svo að gengið yrði úr skugga um hvort hún gæti læknað, eins og talið er að hún geri. Búast má við að sú rannsókn yrði nokkurt vandaverk, því að hér virðast þau öfl vera starfandi sem erfitt er að rannsaka og komast að niðurstöðu um með venjulegri »læknarannsókn«. t’ví virðist enginn fengur að fá kon- una hingað til Reykjavíkur til rannsóknar. Kolka kallaði þetta hið mesta vandamál bæði fyrir læknastétt- ina og þjóðina í heild sinni. Gaf hann í skyn að mikil hætta gæti stafað af þessum lækningum einkum vegna þeirrar oftrúar sem fólkið hefði á þeim. — En hvað er hér að óttast? Ef þeir sem þjást og ekki geta fengið bót meina sinna með venjulegum læknisráðum, geta orðið heilbrigðir vegna trúar sinnar eða aðgerða óþektra afla, þá ætti þeim sízt að vera það ofgott. Konan sem hefir verið milli- liður huldulæknisins í Vest- mannaeyjum gerir það af löng- un til að bjálpa þeim sem líða. Ef til vill hefir hún farið ógæti- lega að sumu leyti, en þsir eru ekki á hverri þúfu sem leggja á sig mikið erfiði til að hjálpa þeim sem bágt eiga. Ættu þeir ekkiskiliðóþökk einstakramanna og þó sfzt þeirra, sem telja sig starfa í sama tilgangi. -m. Skaftfellingrur fer héðan á morg- un til Ingólfshöfða, Hvalsíkis og Skaftáróss með vörur. Er þetta sein- asta ferðin sem hann fer á þessu sumri til Ingólfshöfða og Skaftáróss. Marokkómálið. Painleve fær transtsyfirlýsingn. Eins og getið hefir verið í hér blaðinu varð styrjöldin milli Mára og Spánverja í Marokkó til þess, að Márar réðust líka á Frakka, sem hafa þar landskika út af fyrir sig. Urðu Frakkar að senda liðstyrk þangað suður, en margir voru þó æfir út af þessu, einkum jafnaðarmenn og kröfðust þess að friður væri saminn við Mára þegar í stað. Painleve stjórnarforseti brá sér þá í flugvél suður til Mar- okkó til skrafs og ráðagerða við yfirforingja Frakka þar og er hann kom heim aftur, gaf hann skýrslu í þinginu um á- standið og horfurnar þar syðra. Sagði hann að Frakkar hefðu tilkynt Abdel-Krim foringja Mára, að þeir æskti einkis fremur en að friður gæti haldist, en þeir gæti þó ekki sætt sig við að búa undir árásum frá þeirra hálfu. En Abdel-Krim hefði nú boðað heilagt stríð og ef Frakk- ar léti nokkuð undan, mundi það ekki leiða til friðar. Út af máli þessu urðu miklar æsingar í þinginu. Veittust kom- múnistar og jafnaðarmenn að stjórninni, en svo lauk þó, þeirri sennu, að stjórnin fékk sam- þykta traustsyfirlýsingu með 570 atkvæðum gegn 30, en 30 jafn- aðarmenn greiddu ekki atkvæði. Eftir þetta gengu jafnaðar- menn á ráðstefnu til þess að ákveða hvernig þeir ætti að snú- ast við stjórninni framvegis. — Komu fram þrjár tillögur og var ein um það að slíta öllu sam- bandi við stjórnina algerlega, og var hún samþykt. Á nú Painleve-stjórnin erfið- ari aðstöðu en áöur, er húnhefir mist fylgi jafnaðarmanna. Skýrsla Landsbankans um starfs- árið 1924 er nýkomin út. Segir þar svo um afkomu bankans: »Tekjur bankans sfðstl. ár hafa alls numið kr. 3.169.453,96 (að frádregnum kr. 40.376,25 er fluttar voru frá fyrra ári), en árið áður námu þær kr. 2.493.- HÞacjBlað. . I Arni Óla. Ritstjórn: | G Kr Guömundsson. 1 Lækjartorg 2. skrit'stofa j Sími 744. Ritsljórn til viötafs kl. 1—3 síðd. Prentsmiðjan Gutenberg hf. Auglýsingaverð: Kr. 1.50 pr. cm. Blaðverð: 10 aura eint. Áskriftargjald kr. 1,50 á mánuði. 998,23. Innborgaðir vextir hafa numið á árinu kr. 1.713.201,45 (1923: kr. 1.187.278,33) og for- vextir af víxlum og ávísunum kr. 1.144.273,12 (1923: kr. 971.- 181,10). Ágóði af rekstri útbú- anna nam kr. 79.683,81 (1923r kr. 45.086,19) og ýmsar tekjur námu kr. 216.511,00 (1923: kr. 137.416,84). Þegar dregið er frá tekjunum greiddir vextir (þar með taldir vextir af seðlum í umferð samkvæmt lögum írá 1922) og kostnaður við rekstur bankans, alls kr. 2.513.878,09, verður afgangs af tekjunum kr. 695.952,12. Verðbrjef hafa verið lækkuð í verði um kr. 104.032,- 62. Afskrifað tap bankans sjálfs á vixlum og lánum kr. 188.147,- 47 og útbúsins á Eskifirði kr. 644.638.91. Gengistap hefir orð- ið kr. 123.032,76 og lögákveðin gjöld nema kr. 15.000,00. Alis nema gjöldin kr. 3.588.729,85 og rýrist því varasjóður um kr. 378.899,64«. Borgin. Sjávnrföll. Síðdegisháffæður kl. 8,2. Árdegisháílæður kl. 8,25 i fyrramálið. Næturlæknir Magnús Pétursson, Grundarstig 10. Sími 1185. Næturvörður i Laugavegs Apóteki. 12. vika sumars hefst. Peningar t Sterl. pd................ 26,25 Danskar kr............... 111,61 Norskar kr............... 97,88 Sænskar kr............... 144,98 Dollar kr............... 5.411/* Botnrörpnngarnlr. Pórólfur kom af veiðum í gær, með 88 tn. lifrar og Geir, með 56 tn.

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.