Dagblað

Issue

Dagblað - 14.07.1925, Page 2

Dagblað - 14.07.1925, Page 2
2 DAGBLAÐ hægt sé að segja að hún hafi brugðist. Það væri æskilegt, að veður- spáin næði yfir sólarhring, eða helst hálfan annan sólarhring, en meðan engin veðurskeyti fást af svæðinu fyrir vestan ísland, nema einu sinni á dag veður- skeyti frá Angmagsalík, verða slíkar veðurpsár svo óábyggilegar oft og einatt, að mér hefir ekki þótt tiltækilegt að byrja á þeim ennþá, en í haust, þegar farið verður að senda reglulega veður- skeyti frá 4 stöðvum á Græn- landi, verður það að sjálfsögðu athugað, hvort eigi sje hægt að láta veðurspárnar ná lengra fram í tímann en nú á sér stað. Porkell Porkelsson. Borgin. SjáTarföll. Síðdegisháflæður kl. 12,37 í dag og kl. 1,15 í nótt. Nætnrlæknir Ólafur Porsteinsson Skólabrú 2. Simi 181. Nætnrrörðnr í Reykjavikur Apó- teki. Peningar í Sterl. pd............... 26,25 Danskar kr............. 110,67 Norskar kr.............. 94,81 Sænskar kr............... 145,15 Dollar kr............... 5,41'/« Tíðarfar. Suðlæg átt allsstaðar nema í ísafirði (Na 6). Hvassast í Raufarhöfn og á Hólsfjöllum (7). Hiti mestur á Akureyri 16 st., minst- ur i Vestmannaeyjum 9 st. Rigning sunnan- og austanlands, en þurkur fyrir norðan. Úrkoma hér síðasta sólarhring 6,4 mm. Suðlæg átt verð- ur í dag um alt land og úrkoma víða. Dönskn stúdentarnir sungu i Hafn- arfirði í gærkvöidi. ÍI»róttamót Borgfirðinga, sem hafa átti hjá Ferjukoti, á sunnudaginn, fórst fyrir vegna illviðris. Tryggvi Pórhallsson alþingismað- ur kom heim i fyrrinótt úr þing- málafunda ferðalagi um Stranda- sýslu. Kofa nokknrn, likastan hænsa- húsi, er nú búið að reisa á Lækj- artorgi. Er það sjálfsagt gert tii þess að setja fallegri svip á torgið en áður var, enda mun þetta verða talin mesta bæjarprýði. Var það vel gert að reka Söluturninn burtu af torginu og setja þar niður annað eins hús og þetta. Þjóðminningardagur Frakka er í dag. Hefir franski ræðismaðurinn boð inni fyrir stjórn Alliance Fran- caise og fleiri. Bsja fór frá Norðfirði i gærmorg- un, og mun hafa náð til Fáskrúðs- fjarðar í gærkvöldi. Jarðarför séra Brynjólfs Jónsson- ar fór fram í gær. Var hann jarð- settur í grafreit ættarinnar við hlið föður sins. Ný bók, um meðferð og tamningu hesta o. fl. kemur á markaðinn bráðlega. Eru höfundar hennar Daníel Daníelsson og Einar E. Sæmundsen. Er þar margs konar fróðleikur og leiðbeiningar, sem hverjum hestamanni eru nauðsyn- legar. í bókinni eru margar mynd- ir, efninu til skýringar. Má búast við þvi, að bók þessi fljúgi út, enda á hún það skilið. Helgidagavinna. Bærinn hefir nú leigt slægjurnar í Fossvogi og mátti sjá menn þar við slátt á sunnudag- inn, þrátt fyrir helgina og illviðrið. Snðurland fór til Borgarness í gær, áætlunarferð, og kemur aftur í dag. Lyra kom hingað í nótt. Með henni komu nokkrir útlendingar. Goðafoss kom norðan um land I gær og fer í dag sömu leið til baka til útlanda. Farþegar verða dönsku stúdentasöngvararnir, Sigfús Blön- dahl konsúll og frú, Davíð Sch. Thorsteinsson læknir og frú, séra Kristinn Daníelsson, Morten Otte- sen útgerðarmaður, Árni Sighvats- son verslunarmaður, Ólafur G. Eyj- ólfsson umboðssali og mesti fjöldi fólks, sem fer í síldarvinnu. Gnðspekifélagið ætlaði skemtiför til Pingvalla s. 1. sunnudag, en það fórst fyrir vegna illviðris. Ef gott verður veður á sunnudaginn kem- ur, er í ráði að fara þessa skemti- för. Ný gosdrykkjaverksmiðja, sem heitir »Gosdrykkja og aldinsafagerð- in Hekla« er komin á fót hér í bænum og eru eigendur hennar Gils Sigurðsson og Porsteinn Por- steinsson. Verksmiðjan er í Templ- arasundi og framleiðir allar teg- undir gosdrykkja og einnig »Polo«, sem auglýst hefir verið hér í blaðinu. Dóra og Haraldur Signrðsson komu hingað með Lyra. Ætlar frúin að skemta bæjarbúum með söng ann- að kvöld og leikur Haraldur undir á piano. Á föstudaginn ætlar Har- aldur að hafa hljómleika. ÍDaaðíaÓ. I Arni Óla. Ritstjórn: | q. Kr. Guömundsson. Afgreiðslaj Lækjartorg z skrifstofa J Sími 744. Ritstjórn til viðtals kl. 1—3 síðd. Prentsmiðjan Gutenberg hf. Auglýsingaverð: Kr. 1.50 pr. cm, Blaðverð: 10 aura eint. Áskriftargjald kr. 1,50 á mánuði. R»bara8tofa Einars J. Jónssonar er á Laugaveg 20 B Inngangur frá Klapparstíg. Uppreist á Samos. Tveir bræður taka eyna. Á grísku eynni Samos, sem er skamt frá ströndum Litlu- Asíu, geröu tveir bræður upp- reist fyrir skemstu og tóku eyna herskildi. Höfðu þeir ekki nema nokkra menn með sér, en bæltu við sig liði með því að hleypa út öllum þeim, sem í varðhaldi voru. Tóku þeir nú allar opin- berar byggingar og drógu þar upp ítalska fánann og lýstu yfir því, að eyjan tæri sjálfstæð. ítalir vissu þó ekkert um þetta. Þá náðu þeir og í alla sjóði á eynni og opinbert fé. Grikkir sendu þegar herskip til eyjarinnar og varð þá lítið um vörn af hálfu uppreistar- manna. Voru þeir allir teknir höndum. Pað er ætlun manna, að þeir bræður muni aðeins hafa ætlað sér að ná í hið opinbera fé á eynni og hverfa svo burtu. Þeir heita Yaya og hafa oft áður átt i höggi við hið opinbera og oft verið dæmdir til dauða, en altaf sloppið þangað til nú. Hafa þeir hafst við á »Eyjunum tolf« eða Dodecanese, en þær eyjar hafa verið undir eftirliti Itala, Tyrkja og Grikkja um mörg ár. Saga þessi minnir óneitanlega á sögu Jörundar hundadaga- kóngs hér á landi og hafa þeir bræður í mörgu farið svipað að og hann. Á eynni Samos eru 50 þús. íbúar.

x

Dagblað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.