Dagblað

Tölublað

Dagblað - 16.07.1925, Blaðsíða 2

Dagblað - 16.07.1925, Blaðsíða 2
2 DAGBLAÐ Síðustu 8 mánuðina hefir 361 kolanámu verið lokað í Bret- landi. Störfuðu í þeim 71000 manna. En 122 af þeim námum hafa verið opnaðar aftur og vinna þar 12000 menn, en eng- ar líkur eru til þess að hinar verði opnaðar aftur. Á þessum átta mánuðum hafa því 58 þús- undir kolanámumanna mist at- vinnu sína algerlega. — Önnur verkamannafélög í Bret- landi, svo sem félag járnbrauta- manna, styðja námuverkamenn í þessu máli og má búast við að eitthvað gerist sögulegt i því, áður en lýkur. En það verður þó varla fyr en um næstu mán- aðarmót. Nýjasta furðuYerkið. Loftskeytastöðin hjá Itugby. Skamt frá bænum Rugby í Warwickshire í Englandi, hafa Bretar nýlega reist stærstu loft- skeytastöð heimsins. Möstrin eru 12 og eru gerð úr þrístrendri stálgrind. Eru þau 820 fet á hæð hvert eða meira en helmingi hærri en turninn á St. Páls- kirkjunni (365 fet) en þó ekki eins há og Eiffelturninn (930 fet). Þegar stöð þessi er fullger, get- ur hún staðið í beinu loftskeyta- sambandi við stöðvar á Ind- landi, Ástraliu og öðrum fjar- lægum hlutum hins brezka rikis. Stöðin verður líka notuð til til- rauna með firðtal og gera menn sér vonir um, að áður en langt um líður geti forsætisráðherra Breta setið í stól sínum heima í Downing Street og átt tal við forsætisráðherrana í sambands- ríkjunum, þótt þeir sé heima hjá sér. Möstrin eru þannig gerð, að þau eru ekki á föstum grunni heldur á völtu og öll sveygjan- leg, og likust sefstrái. Er það gert til þess, að þau þoli betur vind-svigni, en broini ekki. Pað er hægt að fara uppeftir þeim í lyfti og er það 12 minútna ferð. Þegar upp kemur, er þar ofur- lítill pallur og er þangað kemur er því likast sem maður svífi í lausu lofti, því að hvergi sér á mastrið sjálft, en útsjón er það- an yfir 12 héruð í Mið-Eng- landi þegar bjart er veður. En stundum eru masturstopparnir skýjum vafðir, þótt þokulaust sé niður við jörð. Pykir óvönum það mesta glæfraför að fara upp í súlur þessar. Var það hér um daginn, að flugmaður neyddist til þess að lenda í Warwickshire. Hafði hann áður verið á háflugi, svo að vart mátti eygja flug- vélina. En þegar hann sá loft- skeytasúlurnar varð honum að orði: »Parna vildi eg ekki fara upp þótt eg ætti lífið að leysa«. Súlunum er ætlað að þola svo hvassan vind að þær láti ekki á sjá þótt átakið sé 60 pund á hvert ferfet þeirra, og loftnetið, sem þær bera, er 10 smálestir. Hver súla kostar 12—15000 £ en öll stöðin mun kosta 400 þús. £. Borgin. Sjávnrföll. Síðdegisháflæður kl. 2,40. Árdegisháflæöur kl. 3,5 í nótt. 13. vika sumars hefst. Nætnrlæknir Magnús Pétursson, Grundarstíg 10. Simi 1185. Nætnrvörðnr í Reykjavíkur Apó- teki. Tíðnrfar. Dálítil rigning var i Vestmannaeyjum og Grindavik í rnorgun, en annarsstaðar þurt veð- ur. Heitast var i Hornafirði, 12 stig. Á Akureyri og í Seyðisfirði 11 stig. Breytileg átt og hægviðri. Veður- spá: Kyrt á Vesturlandi, hæg norð- læg átt á Austurlandi. Úrkomulaust viðast hvar. Poka við Norðaustur- land. Myndin af dr. Jóni Porkelssyni rektor, sem 25 ára stúdentar gáfu Mentaskólanum, er til sýnis í skemmuglugga Haraldar. Myndina liefir Jón Stefánsson málað og er hún ágæta vel gerð. Sláturtíð er þegar byrjuð hér. Er farið að slátra dilkum, veturgömlu fé og sauðum. Pykir nú víst ekkert skorta á að búskaparlagið sé gott, þegar álika snemma byrjar sláttur og sláturttö! Af sérstakri hngnlsemi lét bæjar- stjórnin setja bekki á Lækjartorg til þess að menn gæti setið þar i næði og notið sólar og sumars og fyagBlað. {Arni Óla. G. Kr. Guðmundsson. Afgreiðsla 1 Lækjartorg 2. skrifstofa J Simi 744. Ritsljórn til viðtals kl. 1—3 síðd. Prenlsmiðjan Gutenberg hf. Auglýsingaverö: Kr. 1.50 pr. cm. Blaðverð: 10 aura eint. Áskriftargjald kr. 1,50 á mánuöi. náttúrufegurðar, alveg eins og i skemtigörðum eriendis. Pað er að- eins sá munurinn, að i stað trjáa eru hér benzínbrunnasúlur, í stað veitingahúsa »automat«-kassi og i stað minnismerkja og annars sl^rauts eru tómar og fullar benzín- tunnur í tugatali. Vegnr að Hekiu. Eftir þvi sem Morgunblaðið segir frá, hafa Rang- veilingar gert 200 metra langa grjót- mulningsgötu frá Hestvörðu og upp undir Heklu, og ennfremur rétt, sem tekur 20 hesta. Ætti nú að vera mikið auðveldara en áður, að ganga á Heklu. Vegamálastjóri stóð fyrir þessu verki. Samræmi. Á sama tima sem ver- ið er að byggja steinhús fram í götu I miðbænum, er rifið niður steinhús lengst uppi í bæ, vegna þess að það stóð of nærri götu- jaðri. Esja kom hingað í gær. Meðal farþega: Pétur Thoroddsen læknir, Norðfirði, Pórhallur Daníelsson kaupmaður, Hornafirði, Pórarinn Guðmundsson frá Seyðisfirði, Stefán Jakobsson og frú frá Fáskrúðsfirði. Skipafregnir. Ingunn, kolaskip, fór héðan í gær. — ísafold fór í nótt norður til síldveiða. — Siglu- nes er á förum noröur til síldveiða. — Lagarfoss fer frá Leith i dag á leiö hingað. — Clementina kom af veiðum til Pingeyrar i gær með 135 tunnur. — Gullfoss er væntanlegur hingað á morgun. — Annaho kom hingað í gær, til að sækja fisk. — Lyra fer héðan í kvöld. Manntal í Berlín. Nýlega fór fram manntal í Berlín og voru íbúar þá 3.902.738. Er það færra fólk, en menn bjuggust við að eiga mundi þar heima, því að talið var, að þar mundu vera nær 41/* miljón. Hefir íbúatala borgarinnar aukist mjög lítið síðustu árin. 1910 voru ibúar þar 3b/4 miljón, og 1919 3.800.000. — Við þetta síðasta manntal kom í ljós, að í borginni erú 237.000 fleiri konur en karlar.

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.