Dagblað

Tölublað

Dagblað - 16.07.1925, Blaðsíða 1

Dagblað - 16.07.1925, Blaðsíða 1
Fimtudag 16. fúlt 1925. ZOagðhð I. árgangur. 137. tölublað. 'IITENN finna^það bezt hve 11 mikið er undir tíðarfarinu koniið þegar svo bregðast þurviðri sem nú hefir orðið hér á Suðurlandi í sumar. Megin- hluti vertíðaraflans liggur enn óverkaður í stöflum og sumt af fiskinum liggur undir skemdum. Pað tjón, sem útgerðin bíður við þetta verður ekki með töl- um talið, en það er gifurlegt. Og eigi bitnar það aðeins á út- gerðarmönnum, heldur á allri þjóðinni. Slík sumur sem þetta, vekja menn til alvarlegrar um- hugsunar um það, hve valt er að treysta á hina islenzku nátt- úru og að það er háskalegt að þurfa að eiga alt sitt undir dutlungum hennar. Sama gildir hér um landbúnaðinn. Gras- spretta er nú í frægasta lagi og er langt siðan annað eins gras- ár hefir komið. En hvað ga^gn- ar það, þegar búskaparlagið er þannig, að alt er undir tíðarfar- inu komið? Það er mælt, að sumir bænda fyrir austan fjall, þeir er fyrstir byrjuðu slátt, hafi hætt aftur vegna þess að þýð- ingarlaust er að slá niður, þeg- ar ekki er hægt að þurka töð- una, og í þeim hitum, sem verið hafa þolir hrá taða enga geymslu, heldur verður hún ónýt á skömmum tima. Það er hörmung að vita til þess, að hver og einn bóndi skuli ekki eiga súrheysgryfjur til að láta hey í þegar þannig árar. Ef súrheysgryfjur væri á hverjum bæ mætti bjarga miklu heyi í garð, enda þótt látlausar rigningar sé. Vera má, að súr- hey sé eigi einhlitt, en það er þó munur að eiga nokkur hundruð hesta af súrheyi, held- ur en af hröktu og illa verkuðu heyi. Og aldrei fer hjá því að eitthvað náist inn af þurkuðu heyi einhverntima á sumrinu. Það sýnir annars furðu mikið áhugaleysi og hugsunarleysi að heyskapur. — eina bjargræði sveitabænda — skuli enn i dag rekinn á svipaðan hátt víðast hvar og var fyrir þúsund árum. Og þeim mun einkennilegra er þetta þegar þess er gætt, að á hverju einasta sumri eru vand- ræði með heyþurk í einhverjum landsfjórðungi, og á hverjum einasta vetri er heyskortur ein- hverstaðar á landinu. Bættar heyskaparaðferðir eru sveita- bændum fyrir öllu, og undir þeim er komin framtíð land- búnaðarins. í þeim sveitum, þar sem bændur hafa tekið upp vot- heysgerð, standa þeir stórum betur að vígi heldur en bændur þeir, er engan gaum gefa að slíku. En þótt votheysgerð,'eins og hun er nú, sé að mörgu leyti góð, þá er þó eigi loku fyrir það skotið, að fá megi aðra betri heyverkunaraðferð, er nota megi hvernig sem tíðarfari er háttað. Eða hvernig er t. d. um heyverkunaraðferð Erasmusar Gislasonar? Hefir henni verið gefinn sá gaumur, er hún á skilið? Og mundi eigi hægt að finna fleiri aðferðir til þess að verka hey, svo að islenzki land- búnaðurinn þurfi eigi að eiga alt sitt »undir sól og regni«? Svo er það og með fiskinn. Eru menn vissir um, að það sé eina rétta verkunaraðferðin, sem nú er höfð og hefir verið höfð lengi? Húsþurkunaraðferðin dug- ir ekki nema á vissum tíma árs og sá fiskur, sem verkaður er þannig, nær aldrei verði á móts við sólþurkaðan fisk. Hvernig væri því að kynna sér hina nýju fiskverkunaraðferð, sem getið hefir verið hér í blað- inu áður, að mala fiskinn. Mun eigi sumar þetta sýna mönnum það átakanlega, að það þarf að leita einhverra""nýrra úrræða? Ég held að íslendingar sé yfirleitt hugvitsmenn, ef þeir nentu eða hefði nokkra rænu á að taka á því. f»á vantar að vísu þá hvöt, sem erlendir hug- vitsmenn hafa, sem sé þá, að geta grætt stórfé á uppgötvun- um sinum. En ef menn hefðu það hugfast, að þeir gera þjóð sinni ómetanlegt gagn og af- komendum sinum með hverri þeirri nýbreytni er miðar til bóta, þá ætti það að vera þeim nóg hvöt. liolam&lið í Englandi. Fregnir hafa borist um það í skeytum hingað, að til vandræða horfi um samkomulag milli verkamanna í kolanámum og námueigenda. En þar sem flest- um mun ókunnugt hvernig á þessu stendur, þykir rétt að skýra hér frá tildrögum málsins. I fyrra voru samþykt iög um það í brezka þinginu, að vinnu- tími í kolanámum skyldi vera 7 stundir á dag. Seint i júní- mánuði tilkyntu námueigend- ur sambandsstjórn kolunámu- manna, að þeir mundu segja upp samning þeim er þá gilti, með eins mánaða fyrirvara frá 30. júní og að þeir mundu krefj- ast þess, að vinnutiminn yrði lengdur um eina stund á dag. Áttu þá stjórnir beggja, verka- manna og vinnuveitenda fund með sér, og lýstu námaeigendur yfir því, að framleiðslukostnað- ur væri svo mikill að rekstur námanna gæti ekki borið sig og væri það aðallega því að kenna hvað vinnutíminn væri stuttur. Kváðust þeir mundu fara fram á það við stjórnina að lögunum um 7 slunda vinnudag yrði breytt. Stjórn verkamanna hélt því á hinn bóginn fram, að hún mundi aldrei fallast á það að lengja vinnutímann og frá sinu sjón- armiði hefði það heldur engin áhrif á reksturskostnað nám- anna, og yrði eigi til þess að leysa vandræði þau, sem að námurekstrinum steðjuðu. —

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.