Dagblað

Tölublað

Dagblað - 18.07.1925, Blaðsíða 2

Dagblað - 18.07.1925, Blaðsíða 2
2 DAGBLAÐ franskir þegnar yrði brytjaðir niður, eigi aðeins í Marokko, heldur og í Algier. í*ess vegna yrði að láta til skarar skriða og senda svo mikið herlið þangað suðureftir að það gæti lækkað rostann í Ab-del Krim. Gerðu margir þingmenn góðan róm að máli hans og voru köll og hróp um allan þingsalinn: »Niður með svikarana! Skjótið þá!« Var þessu beint að kommúnist- um og sátu þeir þöglir undir slíku. Að lokum beindi Painleve máli sínu til jafnaðarmanna og skoraði á þá að styðja stjórnina í þessu máli, því að menning og heiður Frakka væri í veði. Auðæíi fundin sl mararbotni. Árið 1911 rákust tvö skip á fram undan Karlshöfða í Virgina í Ameriku. Hét annað þeirra »United Fruiterer« en hitt »Me- rida«. Hið síðarnefnda skip sökk þar niður með öllum farmi, þar á meðal 800.000 sterlings- punda virði í gulli, silfri og gimsteinum. Fjórar tilraunir voru gerðar til þess að finna skipið og reyna að ná auðæfum þeim, sem í því eru. Þeir, sem fyrstir reyndu, íundu skipið, en treystust eigi að kafa eftir auðæfunum vegna þess hve djúpt var þar. Þeir settu þar niður dufl og ætluðu síðar að reyna björgun, en dufl- in fýndust og staðurinn þar sem skipið liggur. Svo voru gerðar þrjár leitir að því, en þær mistókust allar. í tyrra stofnuðu 20 ameríkskir iþróttamenn félag með sér til þess að leita að skipinu. Gerðu þeir það að eins að gamni sinu. Lögðu þeir á stað að leita hinn 8. júní s. 1., og slæddu í háJfan mánuð fram og aftur á þeim slóðum, þar sem talið var að skipið mundi liggja. Tókst þeim að lokum að finna það. Var nú bezti kafari Bandaríkjanna send- ur niður á sjávarbotn til að skoða skipið. Er þar 213 feta dýpi. Skipið er lítið skaddað og stendur nærri því á réttum kili. Samkvæmt alþjóðalögum eiga iþróttamennirnir allan farm »Merida« ef þeim tekst að bjarga honum, eða alt það, sem þeir geta bjargað. Þeir hjuggust við því að hálfan mánuð þyrfti til björgunarinnar, og þar sem þetta er á þeim slóðum þar sem mest er um smyglaraskip, og sum þeirra eru vopnuð, þorðu þeir ekki annað en hafa 35 vopnaða menn með sér á björguuarskip- inu. Var það ætlun þeirra að draga auðæfin upp í stórum körfum, eina smálest í hverri, en alls eru auðæfin 30 smálest- ir. Verðmæti þeirra er um 21 miljón króna í vorum peningum og er því ekki til lítils að vinna. Borgin. Sjávarföll. Síðdegisháflæður kl. 4,2. Árdegisháflæður kl. 4,29 í nótt. Næturlæknir i nótt er Daníel Fjeldsted, Laugaveg 38. Simi 1561. Nætnrvörður í Reykjavíkur Apó- teki. Peningar í Sterl. pd.............. 26,25 Danskar kr............ 112,28 Norskar kr............. 96,33 Sænskar kr............ 145,23 Dollar kr.............. 5.41* 1/* Tíðarfar. Ekki stóð þurkurinn lengi hér syðra. Varð norðanáttin að lúta í lægra haldi í nótt. Breyti- leg átt var í morgun og 6—13 stiga hiti. í Kaupmannahöfn var 19 stiga hiti og 9 st. í Færeyjum. Loftvog fallandi á Akureyri, en annarsstað- ar stöðug. Veðurspá: Vestlæg og suðvestlæg átt á Vesturlandi, breyti- leg vindstaða á Austurlandi. Óstöð- ugt veður. Mr. T. Howse umboðsm. Cooks- ferðamannaskrifstofunnar i London. hefir verið á ferð hér um Árnes- og Rangárvallasýslur. Leizt honum mjög vel á sig og má vera að koma hans verði til þess að auka hingað ferðamannastraum á næstu árum. Ferðamannaskrifstofa Cooks gerir út leiðangra víðsvegar um heim og leiðbeinir ferðamönnum. Mr. Howse fór héðan með Lyra í fyrrakvöld. . Esja fór héðan í gærkvöldi i hringferð. Meðal farþega voru: Frú Bríet Bjarnhjeðinsdóttir, til Reyð- fjarður, Stefán Jakobsson og frú á Eskifirði, Pálína Waage, Pórhailur Daníelsson kaupm. Hornaíirði, Bogi Brynjólfsson sýslumaður, Árni Sig- urðsson fríkirkjuprestur, séra Björn ÍDagSlað. {Arni Óla. G. Kr. Guðmundsson, Afgreiösla | Lækjartorg 2. skrif'stofa ) Simi /44. Ritstjórn til viðtals kl. 1—3 síðd. Prentsmiðjan Gutenberg hf. Auglýsingaverð: Kr. 1.50 pr. cm. Blaðverð: 10 aura eint. Áskriftargjald kr. 1,50 á mánuði. Porláksson Dvergasteini, Egill Gutt- ormsson verslunarmaður, Konráð Stefánsson umboðssaii, Pétur Thor- oddsen læknir í Norðíirði o. fl. Þór fór héðan i gær norður til Siglufjarðar. Á hann að hafa þar landhelgisgæslu i sumar. Ræktnnarsjóðnrinn. Forstjóri hans hefir verið valinn Pétur Magnús- son hæsfaréttarmálaflutningsmaður. Á sjóðurinn að taka til starfa hinn 1. október. Verslnnarmannadagurinn. Eins og; kunnugt er, er 2. ágúst hátíðardag- ur verslunarmanna. Hefir verið venja undanfarin ár, að fara þá eitthvað út úr bænum til þess aö skemta sér, en að þessu sinni verða hátíðahöldin á túninu á Sunnuhvoli hér í bæ. Gnllfoss á að fara héðan á mánu- daginn kl. 4 síðdegis til útlanda. Kemur við í Vestmannaeyjum. Skemtiför ætla nokkrir drengir úr K. F. U. M. að fara upp í Vatna- skóg hinn 23. þ. mán. Þingvallaferðir. Pað getur varla heitið að þær séu byrjaðar enn, og er veöráttan völd að því. En nú munu margir ætla þangað í kvöld og á mo.-gun, ef veður breytist þá eigi til hins verra. Haiidaviimukensla. Bæjarstjórnin hefir samþykt að kaupa smíðaáhöld handa barnaskólanum, fyrir nær 1500 krónur. Er ætlast til þess aö hægt sé að kenna 30—40 drengjum smiðar f senn. Er það vel farið, að lögð sé meiri rækt við þá náms- grein heldur en gert hefir verið, og yfirleitt mætti vera fjölbreyttari handavinnukensla í skólanum held- ur gn verið hefir. l Þrestir, söngfélag Hafnfirðinga, fór i morgun skemtiför austur i Fljótshlíð. Hilmir kom af veiðum í morgun með 79 tunnur. Sagði gott veður vestra, en hafís færast nær landinu.

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.