Dagblað

Tölublað

Dagblað - 21.07.1925, Blaðsíða 3

Dagblað - 21.07.1925, Blaðsíða 3
DAGBLAÐ 3 Drekkið Tutti-Frutti frá Sanitas QagBlaéiá endnr ókeypis til mán- aðamóta. Athugið það! =a ist mikið við afgreiðslu á peim, vegna brimssúgs við sandana. Skip- ið tekur hér fisk til útflutnings. Fríkirkjnprestsstaðan á Eskifirði er laus og veitist frá 15. nóvember. Umsóknarfrestur er til 39. septem- ber. Peningari Sterl. pd.... Danskar kr. Norskar kr. Sænskar kr, Dollar kr.., Fr. frankar Gullmörk ., 26,25 113.64 97,16 145,45 5.411/* 25,68 128.64 Lagrarfoss kom hingað i gær. Sjö farpegar voru með skipinu. Pað hafði lítinn farm annað en tómar tunnur, sem eiga að fara til Hafn- arfjarðar. Að gefnu tilefni. Par eð komið hefir fyrir, að sumir viðskiftavinir vorir hafa trygt annarsstaðar, vegna þess að þeim heíir skilist, að félag vort væri hætt að starfa hér á landi, lýsum vér því hérmeð yfir, að slíkt er alger misskiln- ingur. — Nordisk Brandforsikring mun starfa hér á landi framvegis eins og að undanförnu, og væntum vér þess fastlega, að háttvirtir viðskiftavinir vorir haldi áfram tryggingum sínum hjá oss, og íhugi, að með því tryg-g-ja þeir eignir sínar hjá vel- þektu, ábyggilegu og fjársterku fé- lagi, en ekki hjá prívatmanni! A.V. Gætið þess vandlega. þegar trygging fellur, að endurnýja einungis hjá Nordisk Brandforsikring. Virðingarfylst. Nordisk Brandforsikring A.s. Aðalumboðsmaður á Islandi. Magnús Joehumsson. Vesturgötu 7. — Sími 569. Sonnr jArnbrantaki'mgslna, — Petta er satt, herra minn. Eg vil deyja og---------- — Já, já, þú vilt drepa þig. — Eg bið guð minn á hverjum degi um það, að einhver vondur maður 'ráðist á yður svo að ég gæti látið lífið fyrir yður. Eg vildi feginn fórna blóði mínu fyrir yður, láta það streyma, streyma, streyma — — — — Hann var orðinn æstur og baöaði út öllum öngum. — Láttu þér ekki blæða til ólífis, mælti Kirk. — Eg vildi að ég yrði kvalinn svo að ég hljóðaði og æpti, til þess að þér sannfærðust um — — — — — — — Svona hættu nú! Eg þykist nú skilja þig. En þú færð ekki að láta lífið fyrir mig og þú færð heldur ekki leyfi til þess að láta þig dreyma, þú sefur alt of mikið. Auk þess er ekkert mark að draumum þínum. Hvaða gagn var t. d. að draumnum um hvalinn? — Pað er satt, herra minn, að fisknúmerið fekk ekki vinning, en vatns-númerið fékk vinning. — Pig dreymdi ekki vatn, þig dreymdi hval — lifandi hval. — Já, mér datt ekki sjórinn í hug, mælti Allan. En hvalurinn flaut þó á sjónum. — — Stærsti vinningurinn i happdrættinu var fimtán þúsund silfurdalir. Safnaðist múgur og marg- menni þangað, sem drátturinn átti að fara fram. Var það mjög mislitur hópur, eins og títt er í suðurrikjum Ameriku. — Svertingjar, Indiánar, Spánverjar, Panamar og norðurrikjamenn. Var salurinn alveg fullur og stór mannþröng á torginu úti fyrir. Kirk tókst að troðast inn í salinn, og vegna þess að hann var flestum mönnum, hærri sá hann vel yfir hópinn. Á palli nokkrum inst í salnum, stóðu nokkrir embættismenn umhverfis happdrættiskassann. Voru nú látnar tíu filabeins- kúlur, á stærð við knattborðskúlur, inn í kassann og svo var honum snúið með geisihraða. Lítil telpa var valin úr hópi áhorfenda og var hún látin velja eina kúluna af handahófi. Sá Kirk nú að kúlur þessar voru holar innan og mátti skrúfa þær sundur í tvo jafna helminga. Pá er embættismaðurinn hafði gert það, tók hann ofurlitinn pappírsmiða innan úr kúlunni og hrópaði: — Áttal en á svarta töflu á veggnum skrifaði annar tölustafinn 8. Siðan var miðinn aftur látinn inn í kúluna, hún skrúfuð saman og látin aftur ofan í kassan. Kirk gaf nánar gætur að því sem fram fór. Eigi kom honum þó til hugar að hann mundi vinna í happdrættinu. Um leið og telpan ætlaði

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.