Dagblað

Tölublað

Dagblað - 21.07.1925, Blaðsíða 1

Dagblað - 21.07.1925, Blaðsíða 1
Priðjudag 21. fúlí 1925. WagBíað I. árgangur. 141. tölublað. FISKVEIÐAR eru nú stundað- ar af talsverðu kappi fyrir vestan Grænland, og segir svo í skeyli frá danska blaða- manninum Kai R. Dahl, sem er á færeysku fiskiskipi, að í Da- vissundi úi og grúi af skút- um, botnvörpuskipum, línubát- um, fiskgeymsluskipum og salt- geymsluskipum. Segir hann, að skipin veiði geisimikið, sérstak- lega þó handfæraskipin, og kalla blöðin hér það mokafla, að færaskip hefir fengið þar 400 þorska á einum degi, og annað 500 þorska á fjórum dögum. Slíkt mundu íslenzkir sjómenn ekki kalla mokaíla, en þetta er eitt sýnishorn þess, hvað mikið er gert úr liskveiðunuin vestra, sjálfsagt mikiu meira en vert er. Ef þetta er bezti veiðiskap- urinn, þá er ekki mikið varið i það að fara vestur til Græn- lands, og munu íslenzkir út- gerðarmenn eflaust hugsa sig um tvisvar, áður en þeir senda skip sín þangað. Menn vissu það nú raunar áður en fískiskip fóru að stunda veiðar þarna fyrir alvöru, að stundum var mikill þorskur við Grænlandsstrendur. En þorsk- göngurnar eru þar mjög óreglu- legar, vegna þess, að fiskur hrygnir þar eigi, og stundum bregðast þær alveg. Stundum mun og varasamt að stunda þar veiðar vegna íss, eða jafn- vel ekki hægt. Sennilega mundi það heppilegast, ef menn hugs- uðu til fiskiveiða við Grænland, að gera út línuskip á lúðuveið- ar. Þar er víða ákaflega mikið af lúðu. Einnig mætti sjálfsagt stunda þar hákarlaveiðar njeð góðum árangri, tf leyfi fengist tii þess að hafa lýsisbræðslu- stöð og hákarlsgeymslu í landi. I*ví að bæði vegna þess, að skamt er á hákarlsmið, en iang- ur flutningur afurða á markað, væri sjálfsagt að hirða alt af hákarlinum, lifur, kjöt og skráp. Kn líklcga á það langt í land, að hægt sé að koma því við. — íslenzku fiskimiðin eru enn og verða vonandi um langt skeið einhver hin fiskauðugustu og beztu í heimi. Og það eru jafn- án hægust heimatökin. Veit ég því varla hvað þeim mönnum gengur tii, er ólmir vilja að Is- lendingar sæki veiðiskap vestur fyrir I Grænland og noti til þess botnvörpunga. Hitt lægi okkur miklu nær, að leita uppi ný fiskimið hér við Iand, því að þau eru ellaust til ileiri en vér vitum um. »Halinn« er nýtt fiskimið, og vita allir hvílik björg hefir verið dregin þaðan f þjóðarbúið siðan í haust. Norður af Langanesi og alla leið að Kolbeinsey eru grynn- ingar, og er ekkert liklegra en að þar mætti stunda þorskveið- ar á sumrin. En það helir ekki verið reynt, að minsta kosti eigi til hlitar. Og svo má víðar vera, ef vel er að gáð. Pyrfti helzt að gera út fiskleitarskip, er færi víða yfir vor, sumar og haust. Gæti slik útgerð eflaust margborgað sig óbeinlínis fyrir íslenzka útgerð, og kostnaður við slikt skip yrði aldrei geisi- mikill, því að altaf mundi það fiska eitthvað, þótt eigi yrði sá alli jafn mikill og hjá öðrum skipum, sem nytu góðs af leit- arstarfsemi þess. ^VídsjA. Minningarsjóðnr. Skagíirðingar hafa heima i héraði haiið fjársöfnun til minn- ingarsjóðs, sem á að bera nafn Ólafs Briems frá Álfgcirsvöllum. Enn er að visu eigi ákveðið hvernig sá sjóður á að starfa, en hann á að verða til almeuns gagns fyrir Skagafjarðarsýslu. Er búist við því, að Skagfirð- ingar þeir, sem búsetlir éru hér í bæ, muni einnig vilja heiðra minningu Ólafs Briems með því að leggja sinn skerf i sjóð þenna, og hefir Eggert Claessen banka- stjóri tekið að sér að veita fénu móttöku. Búist er við því að sjóðurinn, verði stofnaður á 75 ára afmæli Ólafs Briems hinn 28. janúar á vetri komanda. Barnaskóli Eyrarbakka. Aðalsteinn Sigmundssom skóla- stjóri hefir sent út áskorun til Eyrbekkinga, bæði heima í hér- aði og utanhéraðs, að styrkja skólann. Lýsing hans á skólan- um er þessi: Skólinn á við mjög þröngvan kost að búa. Yfirvöld þau, er fjárráð hans hafa með höndum, spara við hann allan kostnað. Útlit skólahúss og leik- vallar getur naumast talist þorp- inu hneisulaust; svo hafa verið sparaðar viðgerðir á skcradum og sliti. Baðtæki skólans hafa legið aðgerðarlaus í lamasessi árum saman og fæst ekki gert við þau, af því það verður ekki gert kostnaðarlaustl Viðeyjarkirkja. Hún hefir verið ein af þeim kirkjum landsins, sem ekki hefir átt orgel, en nú hefir starfsfólk Hf. Kári, sem hefir fiskverkunar- stöð á Sundbakkanum þar, skot- ið saman fé og geíið kirkunni snoturt orgel með áletruðum silfurskildi. Var orgelið afhent kirkjunni og vígt við messu á sunnudaginn. — Eigi er þó hægt að geyma orgelið í kirkj- unni, þvi að henni má aldrei loka, hvorki vetur né sumar, því að það er trú manna að þá muni einhver farast á Viðeyjar- sundi. Þykir reynslan hafa sannað þessa trú og slys hafi orðið ef kirkjan hefir óvart lokast. Tvo nýja yita á að reisa í sumar, annan á Stafnnesi en hinn í Vestmanna- eyjum. Á Stafnnesi var sérstak-

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.