Dagblað

Tölublað

Dagblað - 25.07.1925, Blaðsíða 3

Dagblað - 25.07.1925, Blaðsíða 3
DAGBLAÐ 3 Drekkið Tutti-Frutti frá Sanitas Ör ýmsum áttum. Kisar. Eftir því sem »Times« segir hafa námamenn sem grafa gull og silfur úr jörö hjá Siso- quichie í Chihuahua í Mexiko, fundið beinagrindur af mönnum, sem hafa verið 10—12 fet á hæð. Hver veit nema það eigi eftir að koma í ljós, að sögur okkar um tröll og bergrisa séu sannar? Hjónasbilnaðarsök hefir það verið dæmt af héraðsrétti Al- bertafylkis í Kanada, að læknir hafði hauskápu af manni inni í svefnherbergi sínu og kon- unnar. Bólnsótt geisar í Englandi og færist í vöxt með ári hverju. Er það vegna þess, að þar er ekki bólusetningarskylda og fólk hrætt við að láta bólusetja sig. Fyrsta ársþriðjunginn 1922 veikt- ust 350 manns af bólulusótt, en á sama tíma í ár 2300 menn. Ef veikin ætti að færast þannig jafnt og þétt í vöxt mundu 9,600,000 menn taka hana þar í landi árið 1935. Kanpdeilur á Englandi. Eins og skýrt hefij veaið frá hér í blaðinu, styðja járnbrautarverka- menn námamenn í baráttu þeirra við námaeigendur. Er það og skiljanlegt þegar þess er gælt, að næst mundi röðin koma að járnbrautarmönnum ef náma- menn yrðu að láta undan, því að brautareigendur hafa boðað mikla niðurfærslu á kaupi innan skamms vegna þess að stórhalli sé á járnbrautarrekstri nú. Herbúnaður. í Bretlandi hefir alveg nýskeð verið smíðuð ný teguud hernaðarflugvéla. Eru þær ætlaðar til varnar gegn flugárásum og eru mjög léttar. Hefir aðalkappið verið Iagt á það, að þær sé fljótar að hefja sig til háflugs og hraðfleygar, enda er sagt að þær geti farið 200 enskar milur á klukku- stund. í flugvélum þessum er aðeins sæti fyrir einn mann, en í þeim er 800 hestafla Rolls- Royce hreyfivél og hefir engin eins manns flugvél áður haft jafnsterka hreyfivél. Brezbir blaðanienn, þar á meðal rilstjórar helstu stórblað- anna, fóru i kinnisför til Noregs í fyrra mánuði og ferðuðust víða um landið. Vaj- þeim tekið þar ágætlega vel. Bauð Hákon konungur þeim til sín, en bæj- arstjónirnar í Ósló, Bergen og Þrándheimi héldu þeim stór- veizlur. Blaðamönnunum þótti ákaflega mikið koma til verk- legra framkvæmda Norðmanna og þó helzt vatnsvirkjanna og járnbrautanna. Kirkjusameining. ! Kanada hefir nýlega verið gerð tilraun um að koma á fót ríkiskirkju. Hafa 8000 kirkjur Methodista, Presbyterana og Samkundu- manna sameinast í þvf skyni. Sonnr járnlirnntukóiig-sliia. inn í lestin kom, tók hann sér sæti forsælu- megin og sat þar makindalega eins og hann væri þaulvanur ferðalangur. Hann bruddi brjóst- sykur í ákafa og stráði vindilösku og appelsínu- berki út á gólfið eins og hann væri heima hjá sér. Hann spýtti mórauðu út um gluggana, veifaði hendi til kunningja sinna á járnbrautar- stöðinni, stöðvaði brautarþjónana og spurði þá spjörunum úr um ferðaáætlun lestarinnar og lét yfirleitt eins og hann ætti allan heiminn. En þegar hann sá Kirk, þá fór gorgeirinn úr honum. Þá hló hann út undir eyru og svo hátt að glumdi í vagninum. — Þykir þér gaman, spurði Kirk. — Jú, þetta er afbragð — afbragð. Kirk varð þess skjótt var, að fregnin um vinning hans hafði flogið eins og eldur í sinu um alt. Hinir og aðrir komu til þess að samgleðjast honum og Runnels sendi honum eitt »húrra« í símskeyti. Kirk þótti að sumu leiti gaman að þessu, því að hann fann að nú var hann orðinn maður með mönnum alt i einu. Kirk hafði eigi enn skilið það almennilega hvaða þýðingu það hafði fyrir hann að vera orðinn efnalega sjálfstæður. Fyrst hafði þeirri hugsun skotið upp hjá honum, að nú gæti hann greitt allar skuldir sínar og farið heim til New York aftur og hreinsað sig af þeim grun, er á honum hvíldi. Og eftir því sem hann hugsaði meira um þetta þvi ákafari varð hann í því að fara sem fyrst heim aftur. Pað var heldur ekkert smáræði fyrir járnbrautarþjón í Panama að eignast 7500 dollara f gulli svona alt í einu. Setjum nú svo að ég færi heim, hugsaði Kirk, og jafnaði mis- skilninginn við lögregluna. En hvað á ég þá að taka mér fyrir hendur? Ekkert, eins og vant er. Hér get ég þó unnið fyrir mér á heiðarlegan hátt. Og svo er enn eitt; ég get alls eigi farið frá Panama fyr en ég hefi fundið Chiquital Hann hafði aðeins séð hana einu sinni i svip í Panama, en það varð með svo skjótri svipan að honum féllust alveg hendur. Þetta var í rökkri um kvöld, rétt í því er sjöunda lest kom inn á járnbrautarstöðina í Panama. Var þar fult af fólki og var tæplega hægt að snúa hendi né fæti. Kirk hafði boðist til þess að hjálpa gamalli konu og kom út úr lestinni með fult fangið af böglum, sem hún átti. Og rétt í því bili, er hann var að hjálpa konunni upp í vagn, heyrði hann hófaslátt á götunni. Sneri hann sér við og sá þá skrautlegan vagn, með tveimur hestum fyrir, aka hratt í gegn um mannþröngina. Svertingi var ökumaður, en i

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.