Dagblað - 30.07.1925, Page 2
2
DAGBLAÐ
og vantar enn mikið á að það
hafi yfir svo miklu fé að ráða.
En myndin er komin og var af-
hjúpuð í húsi félagsins í gær.
Var listakonan sjálf viðstödd
þar, og enn fremur þeir Jón
Magnússon forsætisráðherra og
Jón Porláksson fjármálaráðherra
fyrir hönd ríkisstjórnarinnar.
Margir voru þar fleiri gestir.
Th. Krabbe talaði þar fyrir
hönd Listvinafélagsins og skýrði
frá tildrögum þess, að myndin
er hingað komin. Að lokum
þakkaði hann listakonunni fyrir
unnið starf hennar og óskaði
henni gæfu og gengis í framtíð-
inni.
Myndin verður til sýnis í húsi
Listvinafélagsins fyrst um sinn,
og enn hefir eigi verið ákveðið
hvar hún á að vera framvegis.
Getur hver, sem vill, fengið að
skoða hana gegn því að greiða
lítið gjald, og rennur það í
myndarkaupasjóðinn. Ennfrem-
ur verða seld póstkort af lista-
verkinu og rennur ágóðinn af
sölu þeirra í hinn sama sjóð.
Ungfrú Nina Sæmundsen hefir
dvalið erlendis síðustu sex árin,
en kom nú heim snöggva ferð.
Hún siglir aftur með íslandi í dag.
Þara-aska.
Sainkepni milll Skota ogFrakka
»Dagblaðið« hefir áður vakið
máls á því að íslenzkir kaup-
staðarbúar og fólk f sjávarsveit-
um ætli að gera sér það að at-
vinnugrein að brenna þara og
selja öskuna. Skal hér vísað til
þeirra greina, sem um það mál
hafa verið hér í blaðinu.
Eftirspurn að þaraösku fer sí-
felt vaxandi og verðið hækkar
að sama skapi. Eftir því sem
»Stavanger Aftenblad« segir, hefir
þarabrensla í Noregi aldrei verið
jafnmikil og í ár. Það eru aðal-
lega Skotar og Frakkar, sem
keppast um að kaupa öskuna
og hafa Skotar jafnaðarlega
boðið hærra verð, en nú eru
Norðmenn þó farnir að selja
ösku til Frakklands. Er það
einkum aska frá Jaöri, sem sózt
er eftir. Árið 1923 var verð á
henni 18—20 aura pr. kg., í
fyrra 25 aurar og núna 29 aur-
ar pr. lcg. Norðurlandsaska er
ekki í alveg eins háu verði.
Senda Norðmenn nú hvern skips-
farminn eftir annan til útlanda
og græða vel á þessari atvinnu-
grein.
Hvenær skyldi íslendingar
hafa rænu í sér til þess að fara
að dæmi þeirra? Fyrir nokkrum
árum var þarabrensla hér á
Alftanesi og þótti askan fyrir-
tak — meira af joðefni í henni
en annari ösku. íslendingar ætti
því að geta kept við Norðmenn
um gæði þaraösku og unnið sér
inn mikið fé í frístundum sínum.
Stórbruni.
45000 fbúa borg brennur
tll kaldra kola.
Snemma í júlímánuði brann
borgin Manizales í Columbia til
kaldra kola og er tjónið metið
80—90 miljónir króna. Skjala-
söfn ríkis og borgar brunnu og
ennfremur týndust allir sjóðir
og bankafé í eldinum. íbúarnir,
sem voru yfir 45 þúsund, urðu
allir húsnæðislausir og var sent
þangað herlið til þess að halda
uppi reglu og vaka yfir bruna-
rústunum.
Manizales er að norðanverðu
í Andesfjöllum í Columbia. Eru
þaðan um 100 mílur Bogota,
sem er höfuðborgin í því ríki.
Vegir eru slæmir þarna í fjöll-
unum og hafa menn enn eigi
treyst sér til þess að leggja þar
járnbrautir. Nota Manizalesbúar
því múldýr til þess að halda
uppi samgöngum við umheim-
inn. Á einum stað hefir þó verið
gerð loftbraut á kafla og léttir
hún talsvert fólks og farangurs
flutninga.
í Manizales var kauphöll og
þar var mikil verzlun með gull,
stórgripi, kaffi, kókó, brenni-
stein og ýmsar aðrar framleiðslu-
vörur.
'ÐagBlað.
I Arni Óla.
Ritsljórn: j G Kr Guömundsson.
Afgreiðsla 1 Lækjartorg 2,
skritstofa J 8ími 744.
Ritstjórn fil viðtals ki. 1—3 síðd,
Prentsmiðjan Gutenberg hf.
Auglýsingaverð: Kr, 1.50 pr. cm.
Blaðverð: 10 aura eint.
Áskriftargjald kr. 1,50 á mánuði.
mr Rakai'A8tofa Einars J.
Jónssonar er á Laugaveg 20 B
Inngangur frá Klapparstíg.
Borgin.
SjávarfölJ. Síðdegisháflæður kl.
12,57. Ardegisháftæður kl. 1.20 i nótt.
15. vika sumars hefst í dag.
Nætarlaikuir M. Júl. Magnús
Hveríisgötu 30. Sími 410.
*
Nætnrvörður i Reykjavíkur Apó-
teki.
Tíðarfar. Suðlæg og austlæg ált
um alt land. Austan hvassviðri (8) í
Vestmannaeyjum, en annars staðar
hægviðri. Hiti 9—14 stig (ísafirði).
Loftvog stöðug. Skýjað loft alls stað-
ar og rigning hór. Loftvægislægð
fyrir suðvestan land. Spáð er aust-
lægri átt, hægri á Norðvesturlandi;
úrkomu á Suður og Suðvesturlandi.
— Síðastliðinn sólarhring var úr-
koma hér 6,1 rnm.
Snudskálinn í Örfirisey er nú full-
ger og er i ráði að vígja hann á
laugardaginn, vegna pess að versl-
unarmannahátíð er á sunnudaginn
Kennaraskólinn. Annað kennara-
embætti við skólann er auglýst laust
og veitist frá 1. oktober næstkom-
andi. Byrjunarlaun eru kr. 3000, ens
hækka á priggja ára fresti um 300
kr. upp í 4200 kr. Kenslutími er frá
fyrsta vetrardegi til síðasta vetrar-
dags.
Síldveiðaskip. Auk peirra skipa,
sem talin voru i blaðinu í gær,
stunda pessi skip síldveiðar I sumar:
Guðrún (Ói. Davíðsson, Hf.), Borg-
lyn (SkúliJónsson o. fl.), Veiðibjall-
an (Jón Guðmundsson), Hrefna ex
Marian (M. Th. S. Blöndahl) og
Svanur II. (L. Loftsson). Guðrún hefir
fengið 800 tunnur.
Gcngisncfndin. í hana heflr nú
verið bætt tveimur mönnum sem
fulltrúum aðalatvinnuveganna. Er
pað gert samkvæmt lögum frá síð-