Dagblað

Tölublað

Dagblað - 31.07.1925, Blaðsíða 2

Dagblað - 31.07.1925, Blaðsíða 2
2 DAGBLAÐ Uppruni manns. Bóbstaístrú við sæmilega heilsn. í Tennessee i Bandaríkjunum er smáborg nokkur sem Dayton heitir. Þar er mentaskóli og einn af kennurum hans var ný- lega kærður fyrir það, að hann hefði sagt nemendum sínum, að það gæti vel verið að frain- þróunarkenning Darwins væri rétt. Var honum síðan stefnt fyrir villukenningu og sótti hann sjálfur W. J. Bryan, hinn alkunni stjórnmálamaður, enda var það honum og skyldast. Meðan hann var iunanríkisráð- herra Bandarikjanna, fekk hann nokkur ríki til þess að setja lög, er bönnuðu framþróunarkenn- inguna í skólum sínum, vegna þess að hún væri villukenning og færi í bág við kenningar biblíunnar. Pegar mál þetta átti að takast fyrir streymdi múgur og marg- menni til Dayton. Var þar hvert hús fult af gestum en þó komst ekki helmingurinn fyrir. Fjöldi manna lá i tjöldum og ótal járnbrautarvagnar voru leigðir til íbúðar meðan á málinu stóð. Fyrst var rætt um það að láta réttarhöldin fara fram í tjaldi, er rúmað gæti 20 þúsundir manna, en það þótti eigi sam- boðið virðingu þess dóms, sem hafði svo alvarlegt mál til með- ferðar. Fóru því réttarhöldin fram í dómhúsi borgarinnar, en víðvarpað var út um öll Banda- ríki hverju orði, sem þar var sagt. Fyrst þegar málið kom upp, fyltust Dayton-búar heilagri vandlætingu út af framferði kennarans, John T. Scopes, en smám saman fór þó af þeim mesti gállinn, er þeir sáu að al- menningsálitið dró þá ýmist sundur í háði eða áfeldi þá þunglega fyrir þröngsýni. Málinu er nú Iokið og fékk kennarinn litilfjörlega sekt, vegna þess að hann hafði brotið lög Tennessee-ríkis um það, hverja trú menn ætti að hafa á sköp- unarsögunni. Síldarfréttir. Siglufirði í gær. Björgvin hefir fengið alls 333 mál, Keflavík 137, Seagullll88, Hákon 588, Bifröst 525, Iho 1216, Svanur (G. Kr. G.) 495, Margrét 497, Forsetinn 479, Skjaldbreið 599, Svanur II. 629, Ingólfur 296, Björgvin 302, Alden 167. Sildarhorfur betri. Rán hefir fengið 645 mál og Guðrún (Ól. Dav.) 533 mál. Störkaup Rússa, Sovjet-stjórnin hefir nýlega pantað ýmsar vörur í Englandi fyrir 15 miljónir sterlingspunda. Þó gátu Rússar ekki fengið þar allar þær vörur, sem þeir þarfn- ast, vegna þess að Bretar vildu ekki selja þeim öðru visi en þeir borguðu vörurnar út i hönd. Sneru Rússar sér þá til ítala og hafa keypt af þeim ýmsar vörur fyrir 300 miljón lira virði. Eiga þeir að greiða 10°/° aí andvirð- inu í gulli við mótlöku, en hitt á tveimur árum. Italskir bankar hafa lánað verksmiðjum og kaup- mönnum þar í landi í'é til þess að verslun þessi gæti tekist. Sagt er að Signor Grandi aðstoðar-utanríkisráðherra ítala muni verða sendur af Mussolini seint í ágúst í einhverjum stjórn- arerindum til Rússlands. Borgin. Sjávarföll. Síðdegisháflæður kl. 2,8. Ardegisháflæður ki. 2.35 í nótt. Mætnrlæknir Magnús Pétursson, Grundarstíg 10. Sími 1185. Nætnrvörður í Reykjavíkur Apó- teki. Tíðarfar. Breytileg vindstaða var í morgun. Norðlæg á Akureyri og Pórshöfn i Færeyjum. Suðlæg i Grindavík, Stykkishólmi og á Hóls- fjöllum. Austanátt annarsstaðar. Heitast var i Stykkishólmi (13 stig), Akureyri 12, Reykjavík 10. ^DagBíaé. {Arni Óla. G. Kr. Guðmundsson. Afgreiðsla 1 Lækjartorg 2. skrii'stofa J Sími 744. Ritstjórn til viðtals kl. 1—3 síðd. Prentsmiöjan Gutenberg hf. Auglýsingaverð: Kr. 1.50 pr. cm. Blaðverð: 10 aura eint. Áskriltargjald kr. 1,50 á mánuði. Anglýslngum í Dag« tdaðið má skila i prentsmiðj- una Gutenberg eða á afgreiðsla blaðsins. Sími 744. Ð88F" Bakarastofa Einars J. Jónssonar er á Laugaveg 20 B Inngangur frá Klapparstíg. í Kaupmannahöfn var 16 stiga hiti, í Angmagsalik 11 st. og á Jan Mayen 5 stig. Loftvægislægð er fyr- ir suðvestan land og horfur á svip- uðu veðri. 2. ágústverður liátíðlegur haldinn eins og undanfarin ár og gangast verslunarmenn fyrir þvi. Að þessu sinni verða aðal hátíðahöldin á Sunnuhvolstúninu og verður þar margt til skemtunar og til þeirra vandað. Bcnedikt Svelnsson forseti og frú komu með íslandi í fyrri nótt úr ferð um Pingeyjarsýslur. Skipnferðlr. Lyra og ísland fóru héðan í gærkvöldi um 6 leytið. Margir farþegar voru með þeim. Skipulngsnefndiu. GeirZoegalands- verkfræðingur, Guðm. Hannesson prófessor og Guðjón Samúelsson húsameistari hafa dvalið norður á Akureyri undanfarið . og gert þar frumdrætti af framtíðarskipulagi bæjarins. — Guðm. Björnsson land- læknir heíir einnig dvalið þar nyrðra og verið í samvinnu við skipulagsnefndina um að ákveða stað fyrir væntanlegt heilsuhæli Norðurlands. Höfðu þeir viða farið um Eyjafjörð, og er álit þeirra, að Kristsnes sé heppilegasti staðurinn fyrir heilsuhælið, vegna jarðhita og góðrar aðstöðu með rafvirkjun. — Peir skipulagsnefndarmennirnir eru nýkomnir hingað aftur til bæjarins. Sundskálinn í Örfirisey verður ekki vígður um þessa helgi, eins og á- kveðið hafði verið. Verður því frestað til mánudagsins 9. ágúst. Brynleifur TobíasBon kennari kom hingað með íslandi síðast.

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.