Dagblað

Tölublað

Dagblað - 31.07.1925, Blaðsíða 1

Dagblað - 31.07.1925, Blaðsíða 1
Föstudag 31. júlí 1925. agSíað I. árgangur. 149. tölublað. MAT á íslenzkum útflutnings- vörum hefir borið mikinn og góðan árangur, siðan það komst á. Hefir það stuðlað til vöruvöndunar af hálfu fram- leiðenda og um leið orðið til þess, að mikið hærra verð hefir fengist fyrir þessar vörur er- lendis en áður. Og þótt ýmsum framleiðendum hafi staðið stugg- ur af því fyrst í staö, að þurfa að greiða kostnað við mat, mun enginn þeirra telja það eftir nú, því að þeir sjá, hve mikið þeir sjálfir hafa grsett á þessu. Pað er að vísu hart, að þurfa að skylda menn með lögum til þess að vanda vörur sinar, því að hver maður ætti í raun og veru að telja það skyldu sína. En það var nú einhvern veginn svo, að sú hefð var komin á, að »svikja kóng og kaupmann- inn« — rugla saman kviðull og hryggreifi, væta ullina, láta sand í hana, væta gærur, láta »sól- steiktancc fisk saman við annan fisk o. s. frv. En þessu er nú lokið, sem betur fer, og það er að þakka matslögunum. Þar sem matslögin hafa nú reynst svo vel og íslenzkar vör- ur hafa þeirra vegna unnið sér álit erlendis, er ástæða til þess að fyrirskipa mat á fleiri út- fluttum vörum, en þeim, sem nú eru matskyldar. Má þar meðal annars nefna gærur, rjúpur, þorskakinnar, gellur, gotu (hrogn), sem nú er mikið seld til útlanda, sundmaga, dún og mör. Um sumar þessar vörur má það segja, að þær eru ekki eins vandaðar og skyldi, og á það þá helzt við mör, gærur, rjúpur og hrogn. Mörinn er lát- inn í tunnur, stundum volgur og oft óhreinn. Gærur eru venju- lega svo óhreinar að furðu gegn- ir, og virðast þess vegna ekki útgengileg vara, og oft mun söltun þeirra vera allmjög ábóta- vant. Rjúpur eru oft skemdar, þegar þær eru sendar út, miðl- ungi vel saltaðar, og oft ekki vel um þær búið. Afleiðingin er sú, að þeim er fleygt unnvörp- um, er þær koma á útlend- an markað, og er það íslenzk- um útflytjendum til tjóns og álitshnekkis. Um hrogn er það að segja, að þeir, sem flytja þau til útlanda, hafa eitthvert bráðabirgðamat á þeim, en eigi er það jafngilt eins og opin- bert mat. Þótt mönnum kunni að virð- ast, að hér sé um litilfjörlegt efni að ræða og umstangið borgi ekki kostnað, þá er það ekki rétt. Mun það sjást, þá er opin- bert mat er komið á þessar vörur, þá mun verð á þeim hækka meir en matskostnaði nemur og jafnframt komast það óorð af íslendingum, að þeir svíki vörur sínar eftir mætti og láti frá sér fara útflutningsvörur svo útlitandi, að ekki sé neinum hvítum manni samboðnar. Sumum kann nú að virðast, að útflutningur á flestum þess- um vörutegundum sé svo lítill, að ekki sé fyrirhafnarvert að hafa mat á þeim. En svo er eigi. Er það þá fyrst, að ekki þarf mikla vanrækslu og kæru- leysi í einhverri grein til þess að kom óorði á íslenzka fram- leiðendur yfirleitt, og ein vara, illa vönduð, getur spilt fyrir áliti annarar, sem vel er vönd- uð. Svo er og á það að líta, að útflutningur á hrognum fer sí- vaxandi, og smám saman bæt- ast við fleiri tegundir sjávar- afurða. Það hlýtur sem sé að reka að því, fyr eða síðar, að sú himinhrópandi rányrkja, sem nú er stunduð, taki enda — það hlýtur að koma að því, að meira verði hirt af sjávarafla heldur en aðeins þorskbúkurinn. Ein- hvern tima kemur að þvi, að það verður talin ófyrirgefanleg heimska, að fleygja fyrir borð upsa, karfa (sem nóg er af), öllum hausum, slógi og öðrum verðmætum fiskafurðum. Framtíðarkrafan hlýtur að verða sú, að alt sé hagnýtt se.m hönd festir á, og þá verður mik- ill útflutningur héðan frá íslandi á ýmsum vörum, sem nú er litill eða enginn gaumur géfinn. Merk uppgötvun. Enskur læknir, dr. William Ewart Gye, hefir nýlega fundið krabbameinsbakteríuna og hon- um hefir tekist að ná mynd af henni. Er þetta talin ein hin merkasta uppgötvun á sviði læknisvisindanna. Að vísu eru eigi jafnhliða fundin ráð til þess að lækna krabbamein, en talið er að þess verði ekki langt að bíða, úr því að gerillinn hefir fundist. Dr. Gye er af bláfátæku for- eldri kominn. Faðir hans var járnbrautarþjónn og hafði engin efni á því að setja son sinn til menta. Gerðist Gye brautarvörð- ur, þá er hann bafði þroska til og gengdi því starfi í nokkur ár. En svo kom honum óvænt hjálp og tók hann þá að stunda nám af kappi, en varð þó jafn- framt að vinna fyrir sér. Árið 1912 útskrifaðist hann úr lækna- deild háskólans í Edinborg og tók hann þá þegar að gefa sig við rannsóknum krabbameins. Svo kom stríðið og hann var sendur til vígstöðvanna. Var hann bæði á herstöðvunum í Frakklandi og ltalíu þangað til stríðinu lauk. En síðan hefir hann unnið að rannsóknum sln- um. Arið 1918 bauð hann sig fram til þings í South Derby- shire og studdi frjálslyndi flokk- urinn hann, en eigi náði hann þó kosningu. Nú er nafn hans á allra vör- um og hefir hann unnið sér ódauðlega frægð með uppgötv- un sinni í þágu visindanna og mannkynsins.

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.