Dagblað - 01.08.1925, Blaðsíða 1
Laugardag
1. ágúst
1925.
I. árgangur.
150.
tölublað.
ÍDagBlaé
If'INZT hefir verið á þaö hér
yj i blaðinu, að íslendingar
mundi geta framleitt eins
mikið af kartöflum og þeir
þurfa til matar. Síðan hafa
blaðinu borist umsagnir ýmsra
manna um þetta mál, og eru
flestir á því, að kartöflurækt
sé of dýr, sérstaklega hér í
Reykjavík, og mundi alls eigi
borga sig, ef kaupa þyrfti vinnu
við garðyrkjuna.
Þetta mun að nokkru leyti
vera rétt, en það er vegna þess
fyrirkomulags — ólags mætti
kalla það — sem hér er á.
Lóðagjöld eru hér t. d. svo há,
að þau eru þungur skattur á
hverri garðholu. Er það hart,
að menn skuli þurfa að greiða
sama lóðargjald af kartödugarði
eins og af byggingarlóð, og sfzt
er það fallið til þess að auka
áhuga manna fyrir garðrækt.
Lóðaverð er og komið svo langt
fram úr öllu hófi hér, að menn
hafa ekki efni á því að hafa
meira svigrúm i kringum hús
sin, en minst veröur komist af
með. Kálgörðum í bænum fækk-
ar því með hverju árinu sem
líður, en hús og kofar rísa upp
i þyrpingum, þar sem blómlegir
garðar voru áður.
Engum getur dulist það, að
kartöflurækt hefir mikla þýð-
ingu fyrir þennan bæ. En eins
og nú stefnir, er varla annað
sýnna, en að hún muni leggjast
niður með öllu. Hið óbeina
tjón, sem bærinn mundi biða
við það, verður ekki með töl-
um talið. Afleiðingin mundi og
verða sú, að áhugaleysi fyrir
garðrækt mundi útbreiðast héð-
an, og er það ekkert tilhlökk-
unarefni.
Menn munu nú spyrja, hvort
nokkur ráð sé til þess að rétta
við garðrækt hér og auka kart-
öfluframleiðslu. Jú, það eru ef-
laust mörg ráð til þess, og er
það talsvert undir bæjarstjórn
kornið, hvort það tekst. Ef hún
vildi viðurkenna, að garðrækt
sé til heilla fyrir bæjarfélagið,
þá hefði hún ýms ráð til að
auka áhuga manna fyrir henni.
Rað mundi t. d. vera stór hvöt
fyrir menn, sem óbygðar lóðir
eiga, að kom þeim i garðrækt,
ef ekkert lóðagjald væri af kál-
görðum.
Með þvf að fella niður slík
lóðagjöld, mundi bærinn að
vísu missa dálitlar tekjur, en á
hinn bóginn mundi hann þó
stórgræða á því, vegna þess, að
það er enginn efi á þvi, að
menn mundu rækta hvern rækt-
anlegan blett, ef þeir væri und-
anþegnir lóðagjaldi.
Ég vona að bæjarstjórn taki
mál þetta til yfirvegunar, og ég
vona líka, að félagið »Land-
nám« láti það til sin taka, og
ennfremur »FasteignaféIagið«.
Trúi ég þeim félögum báðum
vel til þess, að koma málinu
áleiðis, og ég get tæplega skilið,
að nokkur bæjarbúi þurfi að
vera þessari hugmynd mót-
fallinn.
Kæmist þetta í framkvæmd,
að kálgarðar sé undanþegnir
lóðagjaldi, mundi það og hafa
þau áhrif, að ekki yrði bygt
hér jafn þétt og nú er gert.
Væri það mikil framför, því að
satt að segja er þéttbýlið hér til
vandræða, þar sem hvert húsið
skyggir á annað, og í mörgum
sér aldrei sólargeisla. Spyrjið
læknana, hvort það væri ekki
framför, ef það skipulag kæm-
ist á hér, að garðar væri um-
hverfis hvert hús og sólrik her-
bergi í hverju húsi. Og spyrjið
hagfræðingana, hvort það sé
ekki búhnykkur fyrir bæinn, ef
borgarar hans notuðu fristundir
sinar til þess að rækta lóðir
sinar i stað þess að láta þær
vera ónotaðar. Og spyrjið upp-
eldisfræðingana að þvi, hvort
það mundi eigi hollara fyrir
börnin hér, að láta þau kepp-
ast um að gera sinn »garð«
frægan, heldur en að flækjast í
greinarleysi á götunum.
ÓK AJ
A N O S
Auðæfaskipið.
„8á á fnnd sem flnnur“.
Hér i blaðinu hefir áður verið
sagt frá auðæfaskipinu Merida,
sem nokkrir íþróttamenn í
Bandarikjunum hafa fundið á
mararbotni og eru nú að bjarga
auðæfum þeim, sem í skipinu
eru.
Merida fórst árið 1911. Kom
skipið þá frá Mexiko og með
þvi fjöldi auðmanna þaðan, sem
flýðu land vegna stjórnbyltingar.
Hafði Francisko Madero þá ný-
lega verið myrtur, en fylgismenn
hans flýðu land og höfðu með
sér dýrgripi sína og er talið að
miljón dollara virði af dýrgrip-
um hafi verið í Merida. Voru
þeir læstir inni í tveimur eld-
tryggum skápum og vanst ekki
timi til þess að opna þá eftir að
skipið hafði rekist á Admiral
Forragut. Var það rétt með
naumindum að hið síðarnefnda
skip gat bjargaö þeim, sem á
Merida voru. Allir ættingjar
Maderos forseta voru um borð
i Merida og áttu þeir mikið af
dýrgripum þeim er týndust, þar
á meðal gimsteina úr kórónu
Maximilians keisara og meðal
þeirra eru fallegustu rúbinar í
heimi. Auk þess voru um borð
margir dýrmætir ættargripir
Madero-ættarinnar. Auk þess
áttu 45 auðugir Mexiko-búar
dýrgripi sína geymda i þessum
eldtraustu skápum skipsins, þar
á meðal biskupinn yfir Yucatan,
leðurkógurinn Charles Zettina,
og fjórir bankastjórar. Eignar-
rétt sinn á þessum dýrgripum
hafa þeir allir mist fyrir löngu,
og á sá fund sem finnur. Er
talið líklegt að ættingjar muni
kosta kapps um að fá keypta
dýrgripina, ef mönnum tekst að
bjarga þeim.
Auk þessara dýrgripa hafði
skipið meðferðis 22 smálestir af