Dagblað

Tölublað

Dagblað - 04.08.1925, Blaðsíða 1

Dagblað - 04.08.1925, Blaðsíða 1
Priðjudag 4. ágúst 1925. IÞagðfað I. árgangur. 151. tölublað. ÍMSAR álögur og skattar hafa aukist svo á siðustu árum, að í ógöngur stefuir, ef svo er haldið áfram. Reykvíkingar hafa sízt farið varhluta af þess- um auknu útgjöldum, því óvíða munu álögurnar hafa vaxið eins gífurlega og hár i bæ. En um leið hefir sjálfbjargarviðleitni manna verið settar ýmsar skorð- m- og athafnasvið einstaklings- ins takmarkað. Málefni þetta er þess eðlis, og svo nátengt afkomu almennings, að öll nauðsyn er á að gefa þvi meiri gaum en verið hefir. Hér er gerð tilraun til þess að vekja menn til umhugsunar 0g athafna viðvíkjandi málinu. Einstakir útgjaldaliðir verða ekki teknir til sérstakrar athug- unar i þetta sinn. Má fyrst og fremst skoða þetta sem upphaf að umræðum og einskonar inn- gang að nákvæmari greinargerð. Hin sívaxandi útgjöld væru fremur viðunandi, ef samfara þeim fengist meiri þægindi og betri lifsskilyrði. En það er eitt- hvað annað en svo sé. Hér er ekkert, sem ekki kostar peninga, jafnvel sjálfsögðustu gjaldleysis- athafnir eru skattlagðar. Ekki er því að neita, að ýms- ar framkvæmdir hafa verið gerðar hér á síðustu árum, sem kostað hafa mikið fé og miða til meiri lifsþæginda og hags- bóta fyrir almenning. En afnot þeirra eru fullu verði seld, svo þau ættu með þeim einum að geta borið kostnað af rekstri sínum og upphaflegri gerð, enda mun til þess ætlast. Það sem gerir þessi auknu gjöld óvinsælust, er einmitt það, hvað þau gefa lítið í aðra hönd. Þau eru útgjöld án tekna. Hér «r þörf á stefnubreytingu, sem miðar til þess að koma þessum málum til betra viðhorfs. Ann- aðhvort þurfa útgjöldin að lækka að mun, eða menn beri meira úr býtum fyrir framlög sín en aú er. Á þeim grundvelH þarf að ræða gjaldamál bæjarins, með" það takmark fyrir augum, að finna leið fram hjá þeim ógöng- um, sem nú er stefnt til. -m. -n. Ræða 2. ágúst 19S5. Schopenhauer, hinn frægi heimspekingur, hefir meðal annars ritað þrjár samstæðar smáritgerðir: eina um það sem maður er, aðra um það sem maður á og þriðju um það sem maður sýnist eða er i annara augum. Pessi sjónarmið eru afar- gáfuleg, svo einföld sem þau eru, og ef vér gáum nánar að, þá er auðsætt, að tvö síðari at- riðin fara eftir hinu fyrsta, þeg- ar til lengdar lælur. Sá, sem er eitthvað mikið og gott, getur oftast að lokum eignast það sem hann vantar, og jafnframt áður en langt um líður bygt upp fagra og trausta mynd af sér í hugum annara. En sá, sem sjálfur er auðvirðilegur, er lfk- legur til að missa það sem hann á, hversu mikið sem það er, og þó að aðrir hafi um skeið háar hugmyndir um hann, þá hrynja þær von bráðar, þegar hin sanna stærð hans kemur í Ijós, því að háár hugmyndir um oss eru sem pappírsseðlar eða ávísanir. Ef vér getum ekki greitt þær í gulli manngjörfisins, þá verðum vér gjaldþrota fyr eða síðar, lífs eða liðnir, »þvi dómstóll ræður um ragna hvel, sem reynir hvern svikahnút«, og undan þeim dómi kemst enginn. Að vera mikill í raun og sannleika er hið fyrsta. Sé það fengið, veitist alt annað með tímanum. En hver maður á það, sem hann er, fyrst og fremst ætt sinni að þakka eða um að kenna. Ætternið er grundvöllur- inn, sem alt annað hvílir á, það er fræið, sem hitt alt sprettur af. Hæfileikar vorir og eðlis- hvatir, hvort heldur eru til góðs eða ills, eru meðfædd, eru arfur frá forfeðrum vorum, arfur, sem vér getum notið rentnanna af, ef svo má að orði kveða, en ekki aukið. Enginn getur, hve feginn sem hann vildi, aukið alin við áskapaða hæð sina, enginn getur fyrir hve mikið fé sem væri keypt þær gáfur, sem náttúran hefir neitað honum um, þegar hann var getinn i móður- lifi. Það felst í sjálfu orðinu gáfur, að vér fáum hæfileikana gefins, og getum ekki fengið þá með öðrum hætti. En einstak- lingurinn er ekki allur þar sem hann er scður. Maður af vel gefinni ætt getur alla æli virzt miðlungsmaður, og þó átt af- komendur, er skara langt fram úr honum. Hið góða ættareðli getur þannig virzt liggja niðri einn eða fleiri ættliði, en það er ekki glatað fyrir þvi. I'elta vissu forfeður vorir vel. Þess vegna spurðu þeir fyrst og fremst um ættina. Peir skildu, að »seint kemur dúfan úr hrafnsegginu«. Mesta hnoss vor íslendinga er gott ætterni. Góðu ætterni eigum vér fremur öllu öðru að þakka það sem vér höfum áork- að á umliðnum öldum, og á því verðum vér að byggja allar von- ir vorar um fagra framtið. Vér stöndum að þvi leyti betur að vigi en aliar aðrar þjóðir, að vér vitum margfalt meira um ættir vorar en þær og getum sannað, að vér erum vel ættaðir. Enginn hefir nokkru sinni borið brigður á, að hinn upprunalegi ættstofn vor, íslenzku landnáms- mennirnir, voru úrvalsmenn. Eg hef reynt að færa nokkrar sönn- ur á það, að kynstofninn hafi fremur batnað en versnað þau þúsund ár sem hann hefir dval- ið í landinu, og nýlega hefír

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.