Dagblað

Tölublað

Dagblað - 12.08.1925, Blaðsíða 2

Dagblað - 12.08.1925, Blaðsíða 2
2 DAGB LAÐ hlaupalengdin 300 metrar, og lágmarkstimi til 1. verðlauna 24 sek. — 13 stökkhestar voru reyndir, og náði enginn 1. verðlaunum. Fjótastur varð brúnskjóttur hestur, svonefnd- ur »Dala-Skjóni«, 25 sek., en næstur honum, og nærri jafn- fljótur Inga-Skjóni, sem margir Reykvíkingar kannast við, er hann nú eign Björns á Gullberastöð- um. Þriöji í röðinni varð Brúnn frá Deildartungu, sem fyrstur varð í fyrra. Hestarnir voru allir sérstak- lega fallegir, og knapar ágætir. — Ekki náðu þeir eins góðum hraða og vænta mátti eftir tilþrifum þeirra. Virðist graslendi, þótt hart sé, ekki vera eins góður hlaupvöllur og melar eða moldargötur, því grasrótin gefur ekki eins góða viðspyrnu. Símfréttir. ísafirði i gær. Reitingsveiði hefir verið und- anfarna daga í reknet og hafa sumir bátarnir dágóðan afla. Héðan ganga um 20 bátar, þar af tveir frá Vestmannaeyjum: Enok og Aldan. Botnvörpuskip- in okkar hafa undanfarnar vikur legið inni til aðgerðar. Er Hávarður ísfirðingur farinn út á veiðar fyrir nokkrum dögum, en Hafsteinn fer í dag. Kyrt veður, en votviðrasamt með köflum og allkalt þegar ekki sér til sólar. — Frá Siglufirði ganga um 15 bátar héðan og eru sumir þeirra með þeim hæztu, svo sem Gissur hvíti og Eir. Borgin. Sjávarföll. Háfiæður er kl. 12,20 í nótt. Sólnrnpprás kl. 4,10. Sólarlag kl 8,53. Tíæturlæknlr í nótt er Daníel Fjeldsted, Laugaveg 38. Sími 1561. Nætnrvörður í Reykjavíkur Apó- teki. Tíðnrfar. Suðlægátt var víðast í morgun en úrkomulaust nema á ísafirði. Heitast var í Hornafirði 14 stig, á Akureyri og Hólsfjöllum 12 st., en ekki nema 7 stig á Raufar- höfn. Alstaðar annars staðar var 10—11 stiga hiti. í Kaupmannahöfn 16 st., Angmagsalik 13 og á Jayen Mayen 5 st. — Loftvægislægð er fyr- ir vestan land og búist við suðlægri átt allhvassri á Vesturlandi með úr- komu á Suður og Vesturlandi. 21 árs afmæli á prentsmiðjan Gutenberg í dag. Botnvörpungarnir. Arinbjörn hers- ir, Tryggvi gamli og Ása fóru út á veiðar í gær. ”— Karlsefni kom inn í nótt með 88 tn. lifrar. Hljómleiknr peirra Heinz Scmidt- Reinecke og Kurt Haeser fór fram í gærkvöldi í Nýja Bíó. Var aðsókn minni en við mátti búast, par sem hér fór saman leikur tveggja snill- inga, svo afburða góður, að ekki mátti í milli sjá, enda var þeim klappað óspart lof í lófa, og kallað- ir fram mörgum sinnum. Hér verður ekki farið út i ein- stök atriöi á skemtiskránni, en að eins geta pess, að Heinz Scmidt- Reinecke er einn af peim alfremstu og leiknustu víolinmeisturum, sem hér hafa látið til sín heyra. Kurt Haeser lék undir af fágætri snild, er Reinecke kunni auðsjáanlega að meta, og flygelsóló hans var með afbrigðum góð. Snðurlnnd kom frá Borgarnesi i gærkv. Margir Borgfirðingar komu með pví, til að vera hérvið jarðar- för Hjartar Snorrasonar í dag. Nýbyggingar eru nú með mesta móti hér í bæ. Nörg hús eru í smið- um og sum nærri fullgerð. Eru sum þeirra stórhýsi á okkar mælikvarða og er Edinborg peirra mest og veg- legust. Prátt fyrir pessa miklu húsa- gerð rætist lítið úr húsnæðisvand- ræðunum og er búist við mikilli húsnæðiseklu í haust. Fólksfjölgun- in innanbæar er orðin svo mikil og sívaxandi aðstreymi til bæjarins, að nýbyggingar fullnægja hvergi nærri hinni sívaxandi eftirspurn. Nætnrblástur skipanna er af mörg- um illa liðinn og pví fremur sem hann er alveg óþarfur. Fyrst er nú pað, að engin nauðsyn virðist vera. á pví, að láta milliferðaskip, sem sigla eftir föstum áætlunum fara úr höfn á miðnætti. Er sjaldan eða aldrei unnið við afgreiðslu peirra fram að peim tima, og gætu þvi alveg eins vel farið svo sem 2 tim- um fyr, eða beðið morguns að öðr- um kosti. — Svo er hitt ef endilega þarf að bíða miðnættis með burt- för skips, ætti að mega spara öskr- ið, því pað er í raun og veru alt af óparft eins og burtfarardagur og TDacjBlaé. Bæjarmálablað. Fréttnblað. Ritstjóri: G. Kr. Guðmundsson Lækjartorg 2. Símar 744 og 445. Viðtalstími kl. 5—7 síðd. Afgreiðsla: Lækjarlorg2. Sími 744. Opin alla virka daga kl. 9—7. Blaðverð 10 au. eint. Áskriftar- gjald kr. 1,50 á mánuöi. Prentsmiðjan Gutenberg, h.f. Útspruugnar rósir. Blómaverslunin Sóley. Rakarastofa Einars J. Jónssonar er á Laugaveg 20 B Inngangur frá Klapparstíg. stund flestra skipa er nú rækilega auglýst. Sem betur fer fara fæst skipin á þessum óheppilega tíma, en paö ætti engu að líðast. Dagblaðiö hefir áður vítt pessa ráðstöfun og í gær víkur einhver Svefnstyggur að pví í Vísi. Upp við Vatnsgeyinir er sérstak- lega fagurt útsýni, einkum vestur og norður yfir bæinn. Ganga marg- ir þangað á kvöldin pegar vel viðr- ar, til að njóta sólarlagsins og víð- sýnisins. — Á prjá vegu umhverfis Vatnsgeymirinn hefir verið hlaðinn hár og vandaður grjótgarður og mun ætlast til að þarna komi skemti- garður (Park) í framtiðinni. Stað- urinn er vel til pess fallinn en bet- ur hefði farið ef garðurinn hefði náð jafnlángt út frá geymirnum á alla vegu. Aldamótagnrðnrinn er ekki eins vel hirtur og æskilegt væri. Veldur pað nokkru um, að girðingin um- hverfis hann er orðin úr sér geng- inn, og varla stórgripaheld og pvi síður fjárheld. Stjórn garðsins hef- ir farið pess á leit við bæjarstjórn, að fá lán til að gera fjárhelda girð- ingu umhverfis garðinn og hefir verið samþykt að veita 2500 kr. lán úr bæjarsjóði til að koma þessu i framkvæmd. Lánið er veitt gegn veði í garðinum og 4°/» ársvöxtum, og er afborgunarlaust fyrst um sinn. Jafnframt pví að girðingin er end- urbætt parf að lagfæra ýmislegt innangarðs og pó einkum gangrim- ana um garðinn. Gæti pá orðið par miklu fallegra útlits. Kappreiðnr verða ekki háðar hér oftar í sumar. Hestamannafélagið Eákur hefir ekki séð sér fært að beitast fyrir pví, vegna fólksfæðar í bænum og að margir eru með hesta sína í ferðalögum. — Pað er líka álitamál hvort heppilegt sé að

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.