Dagblað

Tölublað

Dagblað - 12.08.1925, Blaðsíða 3

Dagblað - 12.08.1925, Blaðsíða 3
DAGBLAÐ 3 hafa kappreiðar seinni hluta sum- ars pótt pátttakendur yrðu nógir. Botnfa fer héðan kl. 10 í kvöld. Meðal farpega til útlanda verða: Jensen-Bjerg kaupm., Kristinn Magn- ússon kaupm. og frú, Hjálmar Guð- mundsson kaupm. og frú, frú Mar- grét Leví, frú Storr og Halldóra Ólafs. Safnahúsið er nú alt af lokað fyr- ir almenningi, vegna viðgerðar á pví. Purfti mikið að gera við stig- ana og ýmislegt annað innanhúss. Pegar innri aðgerð er lokið verður gertj-við pað að utan og er heldur ekki vanpörf á pví. Bindindísmálið í Sviþjöð. i. Bindindis- og bannsamband Örebro-sýslu í Svíþjóð brá sér í skemtiför með bifreiðum á sunnudaginn var 9. þ. m. Var víða farið, fyrirlestrar haldnir og fé safnað. Við þetta tækifæri var orðsending þessari dreift út meðal almennings: »Hvað eftir annað hefir það komið í ijós hér í heimi, að leiðin að marki því sem til mestra þjóðar- heilla og framfara horfir, hefir bæði verið löng og ströng. Eog- um varanlegum hagsbótum verð- ur á komið, nema með dugnaði og þolgóðri starfsemi. Undanfarin ár hefir verið starfað á landi voru fyrir bind- indi sænsku þjóðarinnar með ágætum árangri. Mikið hefir á- unnist, en markinu: almennu þjóðarbindindi, er enn ekki náð. Engum skyldi til hugar koma, að öllu sé nú vel borgið. Ennþá fljóta áfengisstraumar um landið og eýðileggja mörg heimili meðal vor og spilla æskulýðnum. Áfengisnautnin á sér djúpar rætur hjá þjóð vorri. Með ýms- um stéttum, meðal æðri og lægri er félagslífið gagnsýrt af henni, og með áfengisbókunum er áfenginu dreift út meðal margra. Það er ógurlegt til þess að hugsa, að miklum hluta jarðargróðans, sem guð hefir gefið mönnum og dýrum tii næringar, skuli breytt í áfenga drykki, sem svifta menn viti, draga úr viljaþreki þeirra og gera þá óhæfa til æðri hugsjóna- starfa, og fjarlægja þá guðsriki. Áfengir drykkir eru eitraðir. (?------------- --- ------------ lesendur að láta auglýs- endur blaðsins sitja fyrir viðskiftum að öðru jöfnu. ■ —■ ■ ' Þeir eru ekki nauðsynlegir. Þeir hafa eyðilagt piiljónir meðbræðra vorra andlega, sálarlega og lfk- amlega. Er vér hugsum um þau spillingaröfl, sem ennþá ráða hjá þjóð vorri, getum vér ekki orða bundist, en verðum að hrópa fullum hálsi: Burt með áfengið! Vertu sjálfur bindindismaður. Aðeins með því geturðu orðið til fyrirmyndar fyrir þá, sem þú ert vanur að umgangast. Starfaðu fyrir bindindismálið og styð þau félög sem starfa að útrýmingu áfengra drykkja og almennu bindindi, og mundu eftir að markinu er ekki náð, fyr en vér fáum komið á í landi voru algerðu banni gegn inn- flutningi áfengra drykkja, sem borið sé uppi af meiri hluta sænsku þjóðarinnar«. Soimr júrnbrantakéngBlns. — íbenhnetur vaxa á trjám, herra, í Daríen- héraði. Anthony leit til hans reiðum augum. Af ættbálki Brunswicks-fólksins er víst enginn eins harður í haus og þú. Það er alveg dæma- laust! Ég sem tók það fram við þig, að Chiq- uita væri lílil og falleg og yndisleg og — — — en hvað þýðir að minnast á það. Þessi stúlka er hrikaleg og eins og hnakkur á litinn. — Æ, hún er sannarlega ekki of dökk, herra, andvarpaði Allan, ungfrú Torres til varnar. Sumt »fínasta« fólkið í Panama er dekkra en hún. Örfáir eru hvítir, — Getur verið, en hún er alhvít, og þú verð- ur að finna hana i dag, i dag, skilurðu það? Nú ríður þú í flughasti héðan og spyr hana uppi. Hann reiddi hnefan frman í Allan. Farirðu nú erindisleysu, skal ég mölva grjót- harðan skallan á þér. Drottin minn, ef ég bara kynni spönsku! Allan hélt af stað. þó nauðugur væri’ en Kirk fór heim hryggur í skapi. Svo leit út sem honum hefði orðið óglatt eftir þennan viðburð. Biturt bros lék um varir hans og andlitið vandræðalegt i ótal hrukkum. IJví lengur sem hann hugsaði um þessi mistök, því hlægilegra en um leið smánarlegra fanst honum alt þetta. Hann leið sárustu kvalir með köflum. Síðar um daginn var honum fært kort sem á var ritað með fallegri hönd: PRÖFESSOR JOSE HERARA. Herara verslunarskóli. Kirk reyndi að sætta sig við þá tilhugsun, að verða nú að sinna einhverjum leiðinlegum og forvitnum náunga, en tók þó nauðugur á móti honum. Prófessor Herara var ekki einsamall. í för með honum var feitur maður, lítill vexti og gljáði á dökkbrúnt hörundið eins og fallegan Havanna vindil. — Er þetta herra Anthony, sem veitir mér. heiðurinn? spurði prófessorinn og hneigði sig fyrir kurtej’sis sakir. — Já, svo heiti ég, — Ég hefi gerst svo djarfur að leita yður uppi, með því um alvarlegt erindi er að ræða. — Ég býst við að þér farið hurðarvilt, því ég vil ekki læra hraðritun. — Sussu nei, þetta er allsendis óviðkomandi skólastofnun minni. Leyfið mér að samkynna yður herra Louis Torres. Kirk snarsundlaði svo alt danzaði í kringum hann. — Hafið þér nafnspjald, herra minn, spurði prófessorinn.

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.