Dagblað

Tölublað

Dagblað - 12.08.1925, Blaðsíða 1

Dagblað - 12.08.1925, Blaðsíða 1
Miðvikudag 12. ágúst 1925. I. árgangur. m. tölublað. ENDA þótt þrifnaðar- og heil- brigðismálin hafi færzt i mun betra horf hér í höfuð- staðnum hin siðari árin, er það deginum ljósara, að ennþá ér mörgu ábótavant i þessum efn- um, svo sem drepið hefir verið á í Dagblaðinu áður. Skulu hér nú tekin nokkur atriði fram, þau er miklu um valda hvert stefnir. Frá hverju einstöku húsi í bænum er við og við ekið als- konar úrgangi ösku og rusli, sem safnast hefir frá heimilun- um. Hefir bæjarfélagið menn í þjónustu sinni sem annast verk þetta. Hverjum húseiganda er skylt að hafa safnþró eða lokað ílát við hús sitt, þar sem öllu úrkasti er safnað. Skarnkassar þessir eru ekki alls staðar í góðu lagi og standa víða opnir svo ódaun leggur um nágrennið, eða þeir eru of litlir, svo útúr flýtur áður en hreinsað er. Á þetta sér einkum stað þar sem margbýli er. Þessu er hægt að kippa í lag, þótt þeir sem hlut eiga að máli séu kærulausir í þessu efni, meö því að lögskipa vissa gerö og stærð af skarnkössum, sjá um að þeir fáist jafnan keyptir sanngjörnu verði, og ganga svo ríkt eftir að þeir verði notaðir á réttán hátt. Það má alls ekki hella í þá skólpi eða vatni, þvi af þessu leggur ódaun ef heitt er í veðri, og jafnframt skemm- ast kassarnir einkum að vetrin- um í fróstum. Æskilegast væri að skarnakst- ur færi fram að nóttu, eða snemma að morgni dags, en ekki um hádaginn, svo sem nú á sér stað, og að alls þrifnaðar sé vandlega gætt við hreinsnnina og aksturinn. Enn þá standa opnar saur- retvnur méð fram götum, og er mikil óhollusta aðþví, ekki sizt fyrir börnin, sem velta sér Óh óátahð í götunni. — Var mikil bót áð því er opna rennan við iílaþpárstlg var afnumin, um leið og gatan var endurbætt, þótt víðar blasi enn við sama sjónin, t. d. í Miðbænum, við Tjarnargötu, í Grjótaþoipinu og í Vesturbænum. Við Tjarnargötu eru sum hús- in svo fúin og hrörleg, að varla geta þau talist hæflr mannab'ú- staðir, og stingur það mjög í stúf við önnur vegleg hús sem við sömu götu eru, enda er og þrifnaðurinn þar eftir. Þar sem jafn margbýlt er og í »Pólunum«, þarf alls þrifnaðar að gæta, og er sárt til þess að vHa hvernig umgengnin er víða í þeim sambýlishúsum bæarins og þó einkum i kringum þau. Breitt svæði er á mörgum stöðum miili gatna og húsagarð- ur stór, við mörg hús. Er þar oft safnað alls kyns rusli, smáu og stóru, og mætti benda á það hér og þar, þótt ekki verði það gert að þessu sinni. Óþurkarnir í vor og sumar hafa verið til stórtjóns fyrir verkun framleiðslunnar, en einu hef eg þó veitt eftirtekt, og það er, að heilbrigði manna hcíir verið með bezta móti, og má það liklega þakka rigningunum að einhveju leyti, sem skolað hafa burt óhreinindum, er í hitatið mundu hafa eitrað loftið. En hitatið getur komið hér sem annarsstaðar, og þá er sjálfsagt að farið yrði sem fyrst eftir þeim bendingum sem getið er um hér að framan. íþróttáfréttir. Simdskálinn í Örflrisey er nú opinn til daglegra afnota fyrir bæjarbúa. Skálavörður hefir ver^ ið ráðinn, og er hann þar alla daga til eftirlits og aðstoðar. Sundsýningin á sunnud. ætti að hafa opnað augu margra fyrir listgildi sundiþróttarinnar, auk þess heilnæmis, sem herihi er samfara. Bæjarbúar, og þó eink- um unga fólkið, ætti ekki að telja sporin út i Ör&risey, og því siður að kveinka sér við, að fá sér sjóbað. Sund og sjávar- böð eru ein bezta heilsubót, og engum nauðsynlegri en borgar- búúm, sém hafa mikíar kyr- setur og innivinnu. Xlaí'osshlaupið fór fram á sunnudaginn, og tóku aðeins 2 menn þátt i þvi: Magnús Guð- björnsson og Ingimar Jónsson bakari. Magnús varð hlutskarp- ari, og rann hann leiðina á 1 klst. 11 min. og 42 sek., og er það aðeins skemri tími en í fyrra, en þá vann hann lika þetta hlaup. Ingimar var tæp- um 15 minútum lengur á leið- inni. — Fremur litlum íþrótta- áhuga lýsir það, að ekki skuli nema 2 menn taka þátt í jafn frækilegu hlaupi og Álafoss- hlaupið er. 1 fyrra voru þeir heldur ekki nema tveir, sem tóku þátt í hlaupinu, en þá var veður mjög slæmt og óhagstætt. Núna var veðrið eins og á varð kosið, svo ekki þurfti það að draga úr þátttökunni. íþróttamót Borgfirðinga var fjölment, en þó ekki eins og stundum áður. Venjulegar íþrótt- ir fóru þar fram, en kappsláttur var ekki háður að þessu sinni. — Kappglíma var þar háð, og tóku 7 menn þátt i henni. Hlut- skarpastur varð Hannes Ólafs- son á Hvítárvöllum, með 6 vinn- inga. Glíman var yfirleitt ljót, því engir glimdu vel, nema Hannes og Porsteinn Vilbjálms- son frá Efstabæ. 100 metra hlaup, 400 metra hlaup og víðavangshlaup voru þreytt, og varð Þorsteinn frá Efstabæ fljótastur í báðum lengri hlaupunum. Porsteinn er efni- legur iþróttámaður og liklégur tií meiri frámá. Eappreiðar voru haldnar i sambandi við iþróllamólið, var

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.