Dagblað

Tölublað

Dagblað - 13.08.1925, Blaðsíða 2

Dagblað - 13.08.1925, Blaðsíða 2
2 DAGBLAÐ Tídsjá. L Aknreyri fjölgar bifreiðum óðum, ekki síður en hér í Reykjavík. Aðstaða til mikillar bifreiðanotkunar er þar samt ekki góð, því akfærir vegir liggja ekki um nærri alt héraðið þar umhverfis, og svo er simaleysi í héraðinu mjög bagalegt. Ey- firöingum er það mikið áhuga- mál, að gerðir séu vegir sem víðast um héraðið og að bætt verði úr símaleysinu sem allra fyrst. Þykjast þeir vera afskiftir móts við nágranna sína, Þingey- eyinga, um þessar nauðsynlegu samgöngubætur, og er öll þörf á, að úr því sé fætt sem fyrst. Bifreiðastöð Akureyrar hefir nú 6 bíla i förum, og mun fjölga þeim á næsta ári. Eigandi hennar, Kristján Kristjánsson frá Birningsstöðum, hefir keypt svo- nefnt »Gamla Bíó« á Akureyri ásamt meðfylgjandi lóð, og heíir í hyggju að koma þar upp myndarlegri bifreiðastöð. »Gamla Bíó« átti áður Jón Laxdal stór- kaupmaður hér í bænum. Akvegnr frá Reykjavik til Akureyrar og áfram austur um Þingeyjarsýslur segir Dagur að hljóti »að verða áherzlumál á næstu árum«. Lítið hefi það mál verið rætt, en til mikilla hagsbóta hlyti sá vegur að verða. Þessi vegargerð er stærsta samgöngubótin í vegamálum, af þeim sem nú eru ráðgerðar. Síldarhreistnr er nú orðið að verslunarvöru og henni verð- mætii. í fyrra sumar voru nokkrir Þjóðverjar á Siglufirði, söfnuðu þar síldarhreistri og sendu utan. Nú í sumar komu þeir þaugað aftur og höfðu út- búnað með sér, til að geta með- höndlað hreistrið eins og með þarf. Safna þeir öllu sildarhreistri sem hægt er að ná í, hreinsa það með efnablöndun og leysa silfurgljáan af því. Síðan skilja þeir öll óhreinindi frá honum, safna honum í ker, sem geymd eru vandlega og síðar send út. Við þessa hreinsun verður hreistiið gagnsætt og er því síöan fleygt. Af allri síld, sem veiðist á Siglufirði, fást ekki nema fáein- ar tunnur hreisturs, og ekki nema nokkur handfylli af gljáa úr hverri hreisturtunnu. Hlýtur síldargljáinn því að vera mjög verðmætur, eins miklu og er þarna kostað til að afla hans. Öllum vinnuaðferðum halda Þjóðverjar stranglega leyndum, og gefa heldur ekki upp til hvers gljáinn er notaður. Borgin. Sjávarföll. Ardegisháflæður kl. 11,20 í dag. — Síðdegisháflæður kl. 12 í nótt. 17. vika sumars hefst í dag. Nastnrlækiúr i nótt er Ólafur Þor- steinsson, Skóiabrú 2. Sími 181. Næturvörðnr í Reykjavíkur Apó- teki. Tíðarfar. Vestlæg átt var víðast i morgun en úrkomulaust. Heitast var í Hornafirði, 12 st. Akureyri og Seyðisfirði 11 st. og jafn lieitt í Fær- eyjura. Annarstaðar var 8—9 st. hiti. í Kaupmannahöfn voru 18 st. og í Angmagsalik 7 st. í gærkvöldi. Loft- vægishæð 766 fyrir sunnan land. Búist er við þurviðri og hægri vest- lægri átt. Peningar: , Sterl. pd.............. 26,25 Danskar kr............. 123,94 Norskar kr............. 100,39 Sænskar kr............. 145,38 Dollar kr.............. 5,42 Fr. frankar ............ 25,59 Gullmörk............... 128,71 Jnrðarför Hjartar Snorrasonar fór fram í gær. Séra Kristinn Daníels- son flutti ræðu í kirkjunni en séra Friðrik Hallgrímsson talaði við gröfina. Samþingismenn hans báru hann í kirkju og úr. íþróttavellinum nýja miðar óðum áfram. Er langt komið meðaðjafna leikflötinn, en ekki er enn farið að grafa fyrir girðingunni umhverfis hann né viða að henni. — Völl- urinn mun ekki verða fullbúinn til afnota fyr en seint í haust. Farartálmi töluverður er að því, að ekki er lokið við aðgerð Klapp- arstígs þar sem Njálsgata byrjar. Verður ekki séð eftir hverju er beðið með að ganga endanlega frá þessum kafla, sem ekki er nema nokkrir faðmar ummáls. En hann ^DagGlaé. Bæjarmálablað. Fréttablað. Ritstjóri: G. Kr. Guðmundsson, Lækjartorg 2. Símar 744 og 445. Viðtalstími kl. 5—7 síðd. Afgreiðsla: Lækjarforg2. Simi 744. Opin alla virka daga kl. 9—7. Blaðverð 10 au. eint. Áskriftar- gjald kr. 1,50 á mánuði. Prentsmiðjan Gutenberg, h.f. ItBkarastofa Einars J. Jónssonar er á Laugaveg 20 B Inngangur frá Klapparstíg. er samt nógu stór til þess að gera alla umferð þar ógreiða. Dimt er nú orðið á götunum á kvöldin því ekki er enn farið að kvfeikja á götuljósunum. Ef þetta á að vera sparnaðarráöstöfun þá mætti benda á, að heppilegri sparnaður væri að láta götuijósin ekki loga um hádaginn eins og verið hefir stundum undanfarið. Mun líka til þess ætlast að þau séu fremur not- uð um kvöld og nætur, en að deg- inum. Tjörnin er til lítillar bæjarprýði eins og hún er nú, a. m. k. ef nærri henni er komið. Er hún öll vaxin slýji, sem liggur í skán á yfirborð- inu og er eðlilegt að slíkur gróður þrifist vel í annari eins safnþró og Tjörnin er. — Koyndin kom inn í morgun að fá sér kol og is. Er hún nú á ís- fisksveiðum. Lyra fer héðan kl. 6 í kvöld til Bergen um Vestmannaeyjar. Meöal farþcga til útlanda veröa: Guðm. Hannesson prófessor, Sig. Manúss. læknir og frú, Helgi Pétursson kaup- félagsstjóri í Borgarnesi og frú. Sig. Porsteinsson liafnargjaldkeri, Jón Guðmundsson endurskoðandi. Prof. Wedepolil, ungfr. Bay og ungfrú Griesebach. — Fjöldi fólks fer með skipiuu til Vestmannaeyja. Flokkur fþróttnmanna fer héðan með Lyru í kvöld til Vestm.eyja undir forustu Kristjáns L. Gests- sonar. Ætla þeir að taka þátt í iþróttamóti, sem Vestmanneyingar halda 15. og 16. þ. m., og verða þeir gestir bæjarbúa meðan þeir dvelja þar. Ben. G. Waage fer einnig með flokknum f. h. í. S. í. og verður dómari. Jlverflggötn er nú farið að rifa upp aftur, þar sem hún er ný-mal- bikuð, til að ganga frá hreinsunar- brunnunum. Virðist ekki ol'mælt sem Dagblaðið liefir sagt áður, að

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.