Dagblað

Tölublað

Dagblað - 14.08.1925, Blaðsíða 3

Dagblað - 14.08.1925, Blaðsíða 3
DAGB LAÐ 3 höfum tekist á hendur; en lít- um vér á landið i heild, eru framfarirnar svo auðsénar, að vér sem sjáum gang raálsins innan að, verðum að efast um frásagnir þeirra, sem engan raunveruleika hafa að styðjast við«. — -t- Baráttan gegn áfengis-auð- valdiau. í síðasta tölubl. »Revue Internationale contre l’alcool- isme« hefir dr. Adolf Merke, prófessor í Vín, ritað mjög at- hyglisverða grein um »Áfengis- málin, þjóðerni og alþjóðerni«. Bendir hann á, að áfengis- auðvaldið haíi alþjóðlegan fé- lagsskap með sér, og hann telur það smánarlegt, að hægt skuli vera að neyða noklsurt ríki til þess að veita viðtöku því áfengi, er það alls eigi vill hafa. Telur Merke nauðsyn að mynda samtök með ýmsum þjóðum til varnar gegn áfengis-auðvaldinu og rökræðir hann svo gagnsemi alþjóðasamninga i þessa átt. Telur hann æskilegt að þjóð- sambandið veitti lið smáþjóð- um þeim, sem iangt eru komn- ar áleiðis í baráttunni gegn áfengi. 744 er slmi Dagblaðsins. D. N. l'. »Det norske total- afholdsselskap« (D.N.T.), Iands- samband norskra bindindisfé- laga, hefir nj'skeð haldið 50 ára afmæli sitt. Eru í sambandi þessu alls 1685 félög, og af þeim 1108 fyrir fullorðna; hitt eru barna- og unglingafélög. Sam- baudið telur nú um 97,000 fé- lagsmenn! Ve.r sambandið sjálft um 350,000 króna áriega til bindindisstarfa, auk þess sem einstök félög og fylkissambönd- in leggja til starfsins. Slyrkur frá ríkinu mun vera um 16,000 krónur. í stjórn sambandsins eru m. a. Sveinn Aarestad amt- maður, formaður, og hefir hann gegnt því starfi í 38 ár sam- fleytt, og Bernt Stöylen, biskup, varaformaður. Pess ber að geta, að 4 af 7 biskupum Noregs eru starfandi bindindismenn. Er því eigi furða, þótt allur fjöldi norskra presta fylgi bindindismálum þjóðar sinnar af alhuga. Úr ýmsum áttum. Bannið í Araeríku. Atnerísk b!öð skýra frá, að síðustu 4 »sæluárin«, áður en bannið komst á, hafi látist sökum o/- drykkju U720 manns. Fjögur fyrstu bannárin (1919 —1922) lækkaði tala þessi niður í 6345. — Og líftryggingafélagið mikla »Metropolitan Life Insur- ance Compani« bætir við, að það hafi einnig fengið sannanir í þessa átt fyrir öll bannárin, fram til 1924. Félagið skýrir frá: — Meðan lát sökum of- drykkju árin 1912—’17 voru 4,8°/o af öllum mannalátum hefir hundraðatalan lækkað niður í 1,8% fyrstu 6 bannáriu, 1919 —1924. Mr. Haynes, sem er aðal- framkvæmdarstjóri við fram- kvæmd bannlaganna í Ameríku kemst þannig að orði ura hinar röngu fréttir i andbanningablöð- unum: »Sann!eikurinn er sá, að Amerika hefir aldrei staðið betur að vfgi en einmitt nú, til þess að vera bjartsýn um bannmálin. Auðvitað er þetta eitt hið mesta verkefni, er vér nokkru sinni Sonnr járnbrantakóiigsliiB. en Torres marghneygði sig, eins og hann væri ánægður með;þessa skýringu, — nei harðánægður. — Það hefir verið hr. Torres óblandin á- nægja að heyra, hve vel er af yður látið og dugnaði yðar á skrifstofunni. Þess vegna býður hann yður að heimsækja sig á fimtdagskvöldið. — Það er mjög ástúðlegt stamaði Anthony og tók andan á lofti, en hvers vegna er mér boðið? — Ja — a — a — á! söng i þeirn báðum í einu, túlknum og hr. Torres, og andlit þeirra ljómuðu. Það er sannarlega sjaldgæft að hitta mann fyrir sem er jafn hæverskur og nærgætinn. En ég get glatt yður með þvi að hr. Torres er kvonbæn yðar hugþekk. Auðvitað — hann greip fram í fyrir Kirk sem ætlaði að mótmæla þessu — er þetta enn ekki útkljáð mál. Hin unga stúlka er enn ekki búin að átta sig algerlega. En, bætti hann við, og leit örfandi augum á Kirk, þér eruð þegar orðinn vinur fjölskyldunnar og þess vegna megið þer ekki örvænta. Anthony hrópaði í örvæntingu; — Hættið þessul Látið mig gefa skýringu. Þetta er alt bygt á hræðilegum misskilningi. — Misskilningi? — sagði Herara og lýsti sér tortrygni í röddinni. — Já. Ég er ekki ásthrifinn af ungfrú Torres. Prófessor José Herara starði á Anthony, eins og honum hefði fatast skilningur á enskunni. Torres brosti og beið skýringar. En er túlkur- inn kom með hana, storknaði hunangsbrosið á andliti hans alt í einu, og hann starði agndofa á Kirk. Hann leit í kringum sig, eins og hann væri hræddur um að hafa vilst. — Þetta er bláber misskilningur, ég þekki ekki ungfrú Torres. — Nú-ú! þetta er auðskilið. Professorn- um varð hughægra. Það er einmitt af þeirri ástæðu, sem við eru hingað komnir. Bueno! Þér dáizt að henni í fjærlægð, er ekki svo? Fegurð stúlkunnar hefir töfrað yður. Hjarta yðar hefir orðið snortið. Þér eruð ó- hamingjusamur. Þér eruð að sálast af leiðindum. Yður skortir hug til að mæla. Það er virðingar- vert, hr. Anthony. Við skiljum yður mæta vel. Og ég sem er gagnkunnugur stúlkunni, get fullyrt, að hún er dygðum prýdd. — Nei, þér hafið misskilið mig. Ég efast ekki um að ungfrú Torrcs sé gullfalleg ung stúlka, en þessu er öðruvísi varið. Ég er alls ekki ást- hrifinn af henni. — En, hr. Anthony! Hafið þér ekki staðið fyrir neðan glugann hennar kvöld eftir kvöld? Hafið þér ekki setið um hana undanfarna daga? Eldur brann úr augum Herara, þegar hann

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.