Dagblað

Tölublað

Dagblað - 14.08.1925, Blaðsíða 1

Dagblað - 14.08.1925, Blaðsíða 1
Föstudag 14. ágúst 1925. IÞagSlað I. árgangur. 160. tölublað. EITT af mörgu aðfihsluverðu í bókaútgáfu hér á landi, er smáritaútgáfan og sérprent- unin. A hverju ári koma út fleiri smárit og bæklingar en nokk- ur veit um. Útbreiðsla þeirra er ærið raisjöfn eins og innihaldið °g er þar meira komið undir dugnaði útgefanda en ritgildi bæklingsins. Smáritin eru ýmist Þýdd eða frumsamin og eru sum þeirra, vægast sagt, nauða ómerki- leg að efni. Þessi ofvöxtur smá- ntaútgáfunnar dregur eðlilega nokkuð úr útgáfu stæiri og betri boka, um leið og bókmat og lestrarsmekkur almennings spill- ist, vegna oflesturs lélegra rita. Oftast mun innihald ritling- anna vera einhvers virði, að áliti höfundar eða útgefanda, og emhverjum áhugamál, að þau dreifist út sem víðast. En reynslan mun hafa sýnt að þau berast ekki í eins margar hend- ar og ætla mætti.'og eru einnig Ver og lauslegar lesin, en ef þau bl""tusi í víðlesnum tímaritum, sena eru búin að afla sér álits °g eiga athygli fjöldans. Tímaritin hérlendu eru svo mörg. að ætla mætti að þau gætu rumað það bezta, sem ann- ars bir«st í sérstökum bækling- um« eö» bútað niður í illa lesin blöð. Og ritstjórar tímaritanna munu vera svo dómhæfir á mál °g efni, að dómi þeirra um rit- g'ldi mætti hlýta. Raunar slæð- ast stundum inn í tímaritin btilsverðar ritsmíðar, en gera verður ráð fyrir, að það sé vegna oflítils úrvals, þótt dæmi séu til um mistök á vali, þar sem úr n°gu var að moða. Auðvitað verður efni tímarit- anna að vera fjölbreytt og tak- mörkuð ritlengd, en góðir les- endur þola nokkra einhæfni í efnisvali heftis, ef um merkileg mál er rætt. Kjaftavaöli og þunnmeti and- lausra mælgismanna ættu tíma- ntin að hafna, undantekningar- Jaust, ef þau vilja fullnægja þeim kröfum sem gera má til andlegra forustumanna, en það eiga rit- stjórar tímaritanna fyrst og fremst að vera. Þegar tímaritin eru búin að ná því almenningsáliti, sem treystir dómbærni þeirri í efnis- vali, mega ritsmiðimir sem út- hýst hefir verið, gefa ritsmíðar sínar út eftir eigin vild og ætti það engum að verða til tjóns nema sjálfum þeim. Ritlinga-útgáfan er og vand- ræðamál fyrir bókamenn, sem vilja eiga allar bækur innbundnar og ásjálegar. Þeir komast oft í mestu vandræði með hvernig þeir' eiga að varðveita smáritin á annan hátt en geyma þau óbundin á afviknum stöðum. Pau bera ekki vandað band og yrði það einnig alt of dýrt mið- að við ritstærð, og svo eru þau svo misjöfn í broti og óskyld aö efni, að ekki er hægt að binda þau fleiri saman. Yfirleitt er brot á bókum hér mjög mismunandi og oft óheppi- legt. Þö er alverst þegar bækur eftir sama höfund eru gjörólík- ar í broti, eins og oft á sér stað. T. d. eru bækur Einars^Hjör- leifssonar í nærri eins mörgum brotstærðum og þær eru margar, og geta þvi ekki átt samstöðu i skáp. Þetta ósamræmi í bóka- brotinu er vítavert og lýsir of miklu smekkleysi um sæmileg útlit. Pá má minnast á þann ósið að skifta efnisföstum greinum niður í smábúta, séu þær ekk því lengri og rúmið takmarkað. Lesendur hafa þeirra minni not ef þær koma aðeins í glepsum með löngu millibili og þær verða einnig leiðinlegri aflestrar, og athyglin festist síður við þær svo hún vari til frambúðar. f ofmergð smáritanna eru nokkur sem verðskulda betra hlutskifti en gleymsku og glöt- un, sem venjulega bíður ritling- anna, þegar timaritin eru endur- lesin og vandlega geymd. Tímaritin hafa það einnig fram yfir ritlingana, að þau eru betur lesin og vandlegar geymd. Og meiri athygli er því veitt, sem birtist í vel þektu tímariti, heldur en málflutningi ritlings- höfundar, sem oft er litið á sem marklausa dægurflugu jafnvel þótt efnið sé athyglisvert. Það hafa verið gefnir út bækling- ar eftir mæta menn, sem hafa verið merkilegir að efni og verðskuldað athygli og umhugs- . un. En þeir vilja gleymast furðu fljótt og eru af fæstum geymdir. Timaritin eiga að standa opin þeim sem merkustu málin hafa að flytja. í*au eiga að vera sá Mímisbrunnur sem all af megi ausa úr. Og þau eiga að leggja áherzlu á fjölhæfni og vandaða framsögn. Þar á ritlist og efnis- val að fara saman. -m. -n. Konu.iigs-efni. Senn eru liðin 20 ár siðan Ólafur Hákonarson, krónprins Norðmanna, var borinn á land i Ósló af skipsfjöl, þá tveggja ára að aldri. Ólafur ungi var sannur æfintýraprins. Hann var svo hamingjusamur að eignast nýtt föðurland, sem að fornu fari var frægt fyrir hugdjarfa vikinga og glæsilega iþrótta- menn, sækonunga, skiðakonunga ug sundkonunga. Konungurttin var þá fulltrúi þjóðar sinnar og fyrirmynd, fremsti maður hennar að íþróttum og öðrum mann- kostum. Mjög mun skorta á það nú á dögum, að konungar stefni alment að þessu hámarki mann- legrar fullkomnunar í likams- ment, jafnt sem andans atgerfi. Og tæplega myndi Ólafur Há- konarson hafa orðið sá iþrótta- og afreksmaður, sem hann nú er orðinn á unga aldri, hefði

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.