Dagblað

Tölublað

Dagblað - 14.08.1925, Blaðsíða 2

Dagblað - 14.08.1925, Blaðsíða 2
2 DAGBLAÐ hann alist upp í öðru landi en Noregi. Þar vaknaði hann snemma til iþróttaáhuga og þjöðmetnaðar. Skorti þar eigi fyrirmynd, sem sæmd væri í að fylgja, þar sem nafni hans var, Tryggvason. Er all-langt síðan farið var að spá því, að þar sem Ólafur krónprins er, myndu Norðmenn hafa eignast »skíð- konung« á nýl Var það meðan Ólafur gekk i gagnfræða- og mentaskóla, og vann hann þá mörg verðlaun á ýmsum skiða- mótum. Auk þess stundaði hann flestar aðrar tegundir íþrótta, og var jafnan framarlega í flokki. Hann er einnig »sækonungur«, og hefir unnið verðlaun bæði í sundi og kappsiglingum. í vor haiði Ólafur lokið heræfinga- námi og varð herforingi við herdeild norður í Finnmörku. Meðan hann var þar nyrðra í sumar, kepti hann í sundi við hóp ungra hermanna, og bar hann langt af þeim öllum í 1000 stiku sundi. Nýskeð (80/7) var haldið kapp- siglingamót mikið í Stafangri. Sóttu þangað' margir frægustu siglingamenu Norðurlanda. Einn þeirra var Ólafur Hákonarson, með seglsnekkju sina »ÓsIó« (6 m. R. Klasse). Stýrði Ólafur sjálfur snekkju sinni, og varð »Ósló« sú önnur í röðinni í þeim flokki (6 metra lengd, 22 fermetra seglflötur). »Una« II. frá Ósló varð örlítið á undan. Ólafur konungsefni hefir átt því Iáni að gagna, að alast upp á endurreisnaröld íþróttalífsins í Noregi. Hann varð einnig snemma snortinn af þeim holla þjóðmetnaði og sjálfstæðisþrá, sem einkent hefir alt þjóðlíf í Noregi síðan 1905. Hann er talinn drengur góður og sannur Norðmaður. Það er því eigi að ástæðulausu, að hann er orðinn ástmögur þjóðar sinnar. Verður hann óefað fyrirmynd norsks æskulýðs á sínum tíma, engu síður en nafni hans, Ólafur Tryggvason. h. Lyra kom til Vestmannaeyja í nótt og átti að fara þaðan fyrir hádegi í dag. — Bræðurnir Herluf og Oscar Clausen fara með Lyru til Noregs. ilorgin. SjáTnrföll. Siðdegisháflæður kl. 2,3 Ardegisháflæður kl. 2,35 í fyrra- raálið. Nætnrlæknir í nótt er M. Júl. Magn- ús, Hverflsg. 30. Sími 410 Næturvörðnr í Reykjavíkur Apó- teki. Tíðarfar. Suðlægátt var víðast í morgun og úrkoma hér sunnan- lands. Heitast var i Stykkishólmi 11 st., í Reykjavík, Vestmannaeyjum, Hornafirði, Seyðisfirði, Akureyri og á Hólsfjöllum 10 st. alstaðar. Á Raufarhöfn og ísafirði 8 st. í Fær- eyjum var 11 st. hiti, Angmagsalik 6ogá Jean Mayen 5 st. — Loftvægis- lægð fyrir vestan land. Spáð suð- lægri átt með úrkomu á Suður og Vesturlandi og einnig sumstaðar norðan og vestan lands. Lokaliljómleiknr þeirra H. Schmidt- Reineche og Iíurt Haeser er í kvöld kl. 7,30 eins og auglýst hefir verið. Eftirþeim ágætu viðtökum að dæma sem þeir félagar fengu um daginn, má búast við mikilii aðsókn i kvöld. þegar þess er líka gætt að verðið er niðursett = að eins 1,50 og 2 kr. sætið. — Sú breyting verður á hinni prentuðu skrá, að í staðinn fyrir 4. lið (Spohr-konsertinn) kemur Romance eftir d’Ambrosio ng Sænsk þjóðlög eítir Fusella. Konsertinn verður að byrja á slaginu vegna þess að tíminn er takmarlcaður. Mjólk er nú farin að minka tals- vert og er jafnvel strax farið að bera á mjólkurskorti, þótt hún sé flutt víðsvegar að. — Mjólkurneytsla fer vaxandi meðal Reykvíkinga og er það gleðilegur vottur þess, að menn kunna að meta jafn holla fæðu og mjólkin er, og spara þá eitthvað annað óhollara i staðinn. Mjólkurverðið er heldur ekki svo hátt nú, að almenningur geti ekki neytt hennar. Skaftfellingur hleður i dag til Vestmannaeyja og hafnanna í Skafta- fellssýslum. Fer haun sennilega héð- an i nótt. Gnllfoss fer héðan ki. 8 í kvöld til ísafjarðar. Meðal farþega verða: Carl Proppé framkv.stj. og frú, Carl Sæmundsen kaupm., Karl Olgeirs- son kaupm. á ísafirði, Guðm Karls- son, Sigurður Skúlason, Svane lyf- sali og frú. Jón J. Kaldnl, hlauparinn frægi er kominn hingað til bæjarins fyrir skömmu, eftir margra ára dvöl er- lendis. Ætlar [hanní að setjast liér að og hefir keypt ljósmyndastofu Jóhönnu Pétursdóltir, á Lauga- TDacjBlað. Bæjnrmálablad. Fréttnblað. Ritstjóri: G. Kr. Guðmundsson, Lækjartorg 2. Símar 744 og 445. Viðtalstími kl. 5—7 síðd. Afgreiðsla: Lækjariorg2. Sími 744. Opin alla virka daga kl. 9—7. Blaðverð 10 au. eint. Áskriftar- gjald kr. 1,50 á mánuði. Prentsmiðjan Gutenberg, h.f. gfgjT" Rskarastofa Einars J. Jónssonar er á Laugaveg 20 B Inngangur frá Klapparstíg. tJtsjirniignar rósir. Blómaverslunin Sóley. veg 11. Jón hefir mikla æfingu i Ijósmyndagerð því hann hefir lengst af unnið að henni erlendis. Eimskipnfélag' íslnnds hefir nú rið- ið á vaðið, með að ákveða að næt- urblæstri skipanna verði hætt. Hér eftir verður ekki blásið í eimpípu skipa félagsins né rikissjóðsskip- anna ef þau fara eftir kl. 8 að kvöldi. í stað þess verður hringt klukku í skipunum og burtfarar- tíminn gefinn til kynna á þann hátt. — Bæjarbúar munu vera þakklátir félaginu fyrir þessa nýbreytni og vonandi taka önnur skipafél. hana upp. Björn Bjarnarson hreppstjóri í Grafarholti er 69 ára i dag. Ari kom af veiðum í raorgun með 120 tn. lifrar. Um helmingur aflans var vænn þorskur en hilt mest alt ufsi. — Hávarður Isfirð- ingur kom inn til ísafjarðar í gær eftir 12 daga útivist og hafði um 100 tn. lifrar. Upp að Kolviðarlióll bauð Hjúkr- unarfél. Likn um 40 börnum í gær- morgun. Voru þau þar uppfrá all- an daginn og skemtu sér ágætlega. 2 hjúkrunarkonur fóru með börn- unum til að gæta þeirra. Peningar: Sterl. pd.............. 26,25 Danskar kr............ 123,70 Norskar kr............. 99,89 Sænskar kr............ 145,41 Dollar kr............... 5,42 Fr. frankar ........... 25,54 Gullmörk.............. 128,71

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.