Dagblað

Tölublað

Dagblað - 17.08.1925, Blaðsíða 2

Dagblað - 17.08.1925, Blaðsíða 2
2 DAGB LAÐ íshafsyeiðar Norðmanna íshafsveiðar Norðmanna auk- ast með ári hverju bæði í Norð- ur- og Suðuríshafi. Frá Sval- barða og til vestur Grænlands í noðri og frá Nýja Sjálandi til syðsta odda Suður-Ameríku hafa þeir fjðlda veiðiskipa, og veiði- stöðvar hingað og þangað í eyjum og á meginlandi. Stunda þeir mest hval- og selveiðar, eins og kunnugt er. — Nýjar skýrslur um þessar veiðar hafa nýskeð verið birtar, og stendur þar m. a.: 1900 . . . . 1,526,000 kr. 1905 . . . . 5,440,000 — 1910 . . . . 17,891,000 — 1915 . . . . 30,868,000 — 1920 . . . . 66,622,000 — 1924 . . . . 69,950,000 — í tveim fyrstu tölunum er að- eins talin hvalveiði í Norðurhöf- % um, og fyrir 1924 eru eigi komnar nákvæmar skýrslur enn þá. — Auk hval- og selveiða, veiða Norðmenn einnig talsvert af ís- björnum, moskusnautnm, hrein- dýrum og refum bæði á Sval- barða og við Grænlandsstrendur. Ij>róttir. Mullers-skóli Jóns Þorsteins- sonar leikfimiskennara er nú aftur tekinn til starfa. fangað ættu þeir að sækja, sem ekki kunna æfingar þær, sem þar eru kendar. Það er álit allra lækna, sem kynt hafa séi’ þess- ar nýju Mullers-æfingar, að þær séu mjög hollar og heppilegar til að halda líkamanum mjúk- um og stæltum. Jón byrjaði að kenna þessar æfingar hér í apríl 1924, og hefir síðan óslitið gefið sig við því, þangað til í júní í vor, að hann fór með glímugörpunum til Noregs. Á þeim íím.a sóttu skólann töluvert á 3. hundrað manna, bæði konur og karlar. Yngsti þátttakandinn var aðeins 7 ára, en sá elzti 66 ára gamall. — Það bezta við þessar æfingar er, að allir geta haft þeirra full not, ef þeir annars mega eyða 5 minútum daglega sér til heilsu- bótar. Og annar höfuðkostur þeirra er, að alstaðar má hafa þær um hönd, í hvað litlum húsakynnum sem eru. Síldarfréttir. Sigluflröi 15 ágúst. Björgvin alls 1323 mál, Kefla- vík 516, Seagull 1283, Hákon 1119, Bifröst 1381, Iho 2131, Svanur 811, Margrét 598, For- setinn 1540, Skjaldbreið 897, Björgvin (Loft* *) 453, Ingólfur 617, Svanur II 905, Alden 667, Iho hæstur. Útlit fyrir dágóða veiði ef veðrið spillist ekki. Borgin. Sjávarföll. Síðdegisháflæður kl. 4,18 í dag. Árdegisháflæður kl. 4,35 i fyrramálið. Næturlæknir i nótt er Daníel Fjeldsted, Laugaveg 38. Simi 1561. Nœturvörður í Laugavegs Apóteki. Tíðarfar. Purviðri alstaðar í morg- un, nema í Grindavík og Vestmanna- eyjum var dálítil úrkoma; hægviðri alstaðar. Heitast var á Akureyrí og Hólsfjöllum 12 stig, Stykkishólmi 11, annarstaðar 9—10 st. í Kaupmannahöfn 15 st., Færeyj- um 10, Angmagsalik 5 (í gærkvöld), og Jan Mayen 6 st. Loftvægislægð fyrir sunnan land. Búist er við hægri suðlægri átt og poku sumstaðar fyrir Austurlandi. Knud Zimsen borgarstjóri er fimt- ugur í dag. Jón Laxdal stórkaupmaður hefir fyrir nokkru verið viðurkendur Czekoslovakiskur konsúll. Árnl Jónsson frá Múla hefir nú endanlega afsalað sér ritstjórn Varðar, sem hann var ráðinn til, en hefir aldrei tekið við. Kristján Albertson er nú ráðinn fastur rit- stjóri blaðsins. Ryðguð húsapök má viða sjá hér, og eru pau sízt til neinnar bæjar- prýði. Lýsir pað fremur lítilli hirðu- semi að láta pökin ryðbrenna á fáum árum, í staö pess að mála V)ag6lað. Bæjarmálablað. Fréttabiað. Ritstjóri: G. Kr. Guðmundsson, Lækjartorg 2. Simar 744 og 445. Viðtalstími kl. 5—7 siðd. Afgreiðsla: Lækjartorg 2. Sími 744. Opin alla virka daga kl. 9—7. Blaðverð 10 au. eint. Askriftar- gjald kr. 1,50 á mánuði. Prentsmiðjan Gutenberg, h.f. pau við og við, og gæti pá enzt mörgum sinnum lengur. Frá ráð- herrabústað niður til gripahúsa eru ryðguðu pökin til sýnis. Esja var á Djúpavogi i morgun. Er væntanleg liingað á miðvikud. Hljómleikar peirra H. Schmidt- Reineche og Kurt Ilaeser á föstu- dagskvöldið voru mun betur sóttir en í fyrra sinnið. Léku peir af sömu list og fyr, og skemtu áheyr- endur sér ágætlega. Pað er mál manna, að öllu betri hljómleikar hafi ekki heyrst hér í bæ, og er leitt, að fleiri hafa ekki getað notið peirra cn raun varð á. í kvöld ætla peir félagar að halda hljómleika í Hafnarfirði. Yestnr-íslendingnr slasnst. Á föstu- dagshvöldið féll maður niður á milli lands og skips, og meiddist töluvert, einkum á höfði. Hann heitir Ólafur Jóhannesson, og er nýkominn hingað í kynnisför frá Vesturheimi. Ætlaði hann með Suð- urlandi til Reyðarfjarðar, og var á leið út i skipið, er petta vildi til. Var hann strax fluttur á sjúkrahús, og líður honum nú eftir öllum vonum. r • ^ A götnljósunnm er nu byrjað að kveikja — p. e. a. s. sumum og • sumstaðar. Hjúskapnr. Ungfrú Gyða Gunn- arsdóttir (Gunnarssonar kaupm.) og Ólafur R. Björnsson verslurarm. voru gefin saman í hjónaband í gær. Gylfl kom af veiðum í fyrradag með 93 tn. lifrar, eftir viku útivist. Er pað vel að verið. Forspjallsorðahryða og Bóln-Hjúlm- ars-kviða er nafn á bækling, sem blaðinu liefir borist. Höfundurinn er Andrés Johnson rakari í Hafnar- firði. Pappírinn í kverinu er ágætur, ► en óparfiega mikill, prentunin í góðu lagi, en innihaldið virðist vera lít- ils virði. Nordpol, kolaskip til Kveldúlfs, kom hingaö í gær. Flokknr Lúðrasveitarinnar, sem kemur landveg að norðan, var á Blönduósi í gær, og spilaði par

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.