Dagblað

Tölublað

Dagblað - 19.08.1925, Blaðsíða 3

Dagblað - 19.08.1925, Blaðsíða 3
DAGBLAÐ 3 ^ídsja. BÖðnll heitir blað, sem farið er að koma út á Eskiiirði, en prentað er það á Seyðisfirði. Það hefir áður komið út sem fjölritað þorpsblað, en með 29. tbl. er farið að gefa það út prentað, en verður samt sem áður aðallega héraðsblað, þótt það ræði einnig almenn mál. Pað virðist vera öfgalaust í skoðunum og liðlega skrifað. Ritstjóri er Arnfinnur Jónsson kennari. Veðráttan 1924 er nýkomin út í bókarformi frá Veðurstof- unni. Þetta er mánaðaryfirlit yfir veðráttuna 1924, og er það framhald af veðurfarsbókinni 1920—23, því nokkur dráttur mun verða á að hún komi aftur út. Mánaðaryfirlit fyrir janúar 1925 er einnig komið út. Yfir- lit þessi gefa fróðlegar upplýs- ingar um veðurfarið hér á landi og ýmislegt því viðvíkjandi. QagBlaðió Láa"/‘r. endnr ókeypis til mán- aðamóta. Athugið það! Úr ýmsum áttum, Góð mjólkurkýr. Bezta mjók- urkýrin í Noregi er eign búnað- arskóla í þrændalögum. Hún heitir »Pröve« II. í fyrra mjólk- aði hún 6877 kg með 4,10%> fitu. Hún hafði fengið 3858 fóður-einingar, og komu þvi 1,78 I kg. mjólk á hverja f. e. Hæzta dagsnyt var 34,3 kg. — Kýrin vegur 670 kg. Stærsta mótorskip heimsins. Seint í júlí hljóp af stokkunum í Belfast i írlandi stærsta mó- torskip, sem smiðað hefir verið. Það heitir »Asturias«, og er eign félagsins »The Royal Mail Steam Packet Co.« Á skipið að ganga áætlunarferðir til Suður- Ameríku. Telja ensk blöð smíði skips þessa merkan atburð, þar eð skipið er stærsta mótorskip til þessa, og vélar þess af allra fullkomnustu gerð, er þekkist nú á dögum. Skipið er 22,000 smálestir, og hefir farrými handa 1740 farþegum, auk skipshafn- ar. Lengd þess er 655 ensk fet, breidd 78 og dýpt 45 fet. Skip- ið er smiðað hjá Harland & Wolf, og mótorvélarnar hjá Burmeister & Wain. Félagið hefir einnig í smiðum annað skip samskonar — »A1- cantara« að nafni, og er búist við, að bæði skipin geti hafið göngu sína að ári. Stærsta birkitréð í Noregi, eða a. m. k. stærsta björk vest- anfjalls, er á Mið-Hörðalandi, nálægt Björgvin. Hún er 2,25 metrar að ummáli 1 metra frá rótinni, og er mjög fallega vax- in. Er mjög sjaldgæft, að svo stór birkitré vaxi úti við sjávar- ströndu. Nýlega hefir verið stung- ið upp á að friða björk þessa. Sonnr jilrnbrantakángsliis. af sífeldu sólskini. Allur raki var horfinn úr jörðinni, og staðvindarnir lágu jafnvel á liði sínu. Hver dagurinn var öðrum líkur og til- breytingalaus. Hvert skip er kom að norðan var troðfult af ferðafólki, og í borginni var samsætislífið lcomið í algleymi. f*ar rak hvert annað, heimsóknir, miðdegisveizlur og danzleikir. Á strætum og á gatnamótum kvað við söngur og hljóðfærasláttur á hverju kvöldi. Skurðgraftar- mennirnir notuðu góða veðrið. f*ar var unnið af kappi. Hver verkamannadeild setti nýtt met á degi hverjum. Járnbrautarlestirnar másuðu undir byrðum sinum, og mannfjöldinn stritaði af öllum mætti. Anthony komst fljótt niður í öllum atriðum vinnu sinnar, enda var hann svo að segja fæddur með hæfileikum og skilyrðum til járnbrautarekst- urs. Hann þurfti því mjög lítið á hjálp Runnels að halda, og náði brátt svo góðum tökum á öllu því, er að starfa hans laut, að bæði húsbóndi hans og sjálfur hann, voru hissa á því. Hann sökti sér svo niður í vinnuna, að hann hafði engar stundir til samvista við aðra, og hafði hann þó þrásinnis fengið heimboð frá frú Cort- landt. En er sönghallar-skemtanirnar hófust, brá hann vana sínum og þáði boð hennar að fylgja þeim hjónum í leikhúsið fyrsta leikkvöldið. Hann var fyrst til miðdegisveðar á hinu nýja heimili Cortlandt-hjónanna. Þar var um tylft gesta í boði, og fékk Kirk því eigi lækifæri til að tala við frúna, fyr en þau voru komin í leikhúsið, en þar var stóll hans réttað bakihenni. — Ég hefi varla séð yður upp á síðkastið mæiti hún undir eins og tækifæri gafst til -þess. Þér eruð alls eigi hugulsamur, ungi maður. — Mér var kunnugt um að þið vóruð að flytja inn á nýja heimilið ykkar, og auk þess höfum við verið önnum kafnir á skrifstofunni. — Ég var nærri því farin að halda að þér forðuðust okkur. — Fér ættuð þó að þekkja mig betur en svo. Hún leit á hann rannsóknaraugum yfir öxl sér. — Þér eruð þó vænti ég ekki ennþá að hugsa um — kvöldið sæla í Taboga? Pér hafið eigi verið sjálfum yður líkur síðan. — Hann roðnaði og drap höfði. — Ég get ekki látið vera að hugsa um það. Það er fjarskalega fallega gert af yður að fyrir- gefa annað eins frumhlaup af minni hálfu, en — — Ósjálfrátt varð honum litið á Cortlandt, sem ræddi mjög kurteislega við gamla og málóða frú frá Gatun. Hún sló létt með blævæng sinum á kinnina á honum og mælti:

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.