Dagblað

Útgáva

Dagblað - 21.08.1925, Síða 3

Dagblað - 21.08.1925, Síða 3
DAGBLAÐ 3 ekki að gera endaslept við pá fé- laga. — Aftur á móti heíir Páli Stef- ánssyni heildsala verið synjað um að stækka og breyta húsi sínu við Lækjartorg. — Mikið var! ö Forarvilpa er nú á miðri Lækjar- götu, þar sem Skólabrú byrjar. Virðist ekki purfa mikla framtaks- semi til aö fylla hana, og verður pað sennilega gert, þegar hún er orðin nokkru dýpri. Peningar: Sterl. pd............... 26,00 Danskar kr............. 123,28 Norskar kr.............. 99,73 Sænskar kr............. 144,12 Dollar kr................ 5,37 Fr. frankar ............ 25,40 Gullmörk............... 127,41 Úr ýmsum áttum. Kornræktin áRússlandi. Tveir merkir Norðmenn, er sendir voru til Rússlands, m. a. til þess að kynna sér kornræktar-horfurnar, eru nýlega komnar aftur. Ann- ar þeirra, direktör Hiliestad, seg- ir svo frá: »Okkur leizt mjög vel á horf- urnar með kornræktina, og í ár verður uppskeran mjög góð. Er það einnig í samræmi við opinbera skýrslu rikisins. Sam- kvæmt opinberum skýrslum eykst kornræktin árlega, og í einu hér- aði er hún orðin jafnmikil og 1916. Má því, að öllu athuguðu, búast við allmiklum útflutningi korns frá Rússlandi i haust og vetur«. — Hillestad segir m. a., að land- búnaður í Rússlandi eigi rik framtíðarskilyrði fyrir höndum. Akuryrkjan er þegar mikil, en stór svæði eru enn ónotuð, eða lítt notuð. Virðast yfirvöldin kappkosta að efla búnaðarfram- farir og kenna bændum betri vinnubrögð. Hafa þeir stofnað nýlízku tilraunastöðvar i land- búnaði. Má því búast við mikl- um framförum þar, bæði á einn og annan hátt. 250 miljónir doliara nam tekjuafgangur Bandarikjanna síð- asll. fjárhagsár. Gimsteinar. Talið er að sex- tiu milj. dala virði af gimstein- um hafi verið flutt inn til Bandarikjanna síðastliðið ár. ®ag6laéiá endnr ókeypis til mán- aðamóta. Athugið þaðl Fyririiggjandi Rúgmjöl, Hálfsigtimjöl, Heilsigtimjöl, Hveiti, »Sunrise«, do. »Standard«, Sago, Hrísgrjón, Heilbaunir, Hálfbaunir, Kartöflumjöl, Bankabygg, Hænsnabygg, Hafrar, Haframjöl, Melasse, Mais, heill, Maismjöl, Kex, fl. teg., Hí CARL HEÖPFNER. Hafnarstræti 19 & 21. Símar: 21 & 821. Sonnr járabrnntakóngsliiB. sökin hafði verið hans megin. Hann kannaðist nú við það fyrir 'sjálfum sér, að hann hafði verið slæpingi og letingi. Það var þvi ekki furða. að faðir hans hefði verið strangur. En Darwin gamli hefði nú samt ekki átt að vera svo ráð- ríkur, eða svo fljótur til að leggja hlustirnar við öllu þvi, sem honum var sagt um son sinn Kirk beit saman tönnunum og hét því hátiðlega aö nú skyldi hann sjá að sér, þótt eigi væri til annars en að sýna karlinum, að honum hefði skjátlait. Er tjaldið féll að loknum fyrsta þætti, stóð hann upp ásamt hinum, og fylgdist með frú Cortlandt gegnum mannþröngina fram eftir ganginum og út í hinn skrautlega gestasal leik- hússins. Þar var fult af fólki, og raddkliður mikill. Hann veik sér út á opnar svalirnar fyrir utan, því þar var þó ofurlítill svalrandi vind- blær, og svo tók hann upp vindlingahylki sitt. — Æ, biðið þér við allra snöggvast, kallaði Edith til hans. Ég vildi gjarnan fá að kynna yður hérna. Kirk hafði lítið annað gert alt kvöldið en að láta kynna sig hinum og þessum leiðinlegum náungum, og hann æskti einkis frekar þessa stundina, en að geta komist hjá fleiru af því tægi. Hann ruddist þó hálf letilega áfram i áttina til frú Cortlandt, en i sama vetfangi stóð hann eins og steingerfingur, og gat hvorki hreyft legg né lið af undrun. Þarna, tæpa seilingu frá houum, stóð unga stúlkan, sem hann dreymdi um, og heilsaði frú Cortlandt virðulega. Hún hélt um handlegginn á þeldökkum manni, og skildi Kirk þegar, að það myndi vera faðir hennar. Hann varð þess var, að blóðið þaut upp til höfuðsins, hann fekk suðu fyrir eyrun, og honum var það ljóst, að hann stóð þarna og glápti eins og skýja- glópur. Frú Cortlandt sagði eitthvað, og hann heyrði nafnið Garavel — það hljómaði eins sig- ursöngur í eyrum hans, Fau sneru sér að hon- um, og spánski herramaðurinn hneigði sig, og Kirk sá að Chiquita rétti sér litlu höndina glófaklædda. Hún var hin sama inndæla, töfrandi vera er hann hafði mætt í skóginum, en nú var hún svo yndisleg og fullkomin í framkomu sinni, að hann hafði aldrei getað hugsað sér annað eins. Hún var nú eigi framar skógar- álfurinn litli, heldur glæsileg konungsdóttir, 1 gagnsæum hvítum búningi, sem einhver hirð- skraddarameistari hafði búið til. Hún var full af ertni, eins og þegar þau höfðu hittst i fyrsta sinn. Það sást svo greinilega á augnaráði hennar og á kipringsdráttunum i munnvikunum Kirk var alveg óskiljanlegt eftir á, hvernig

x

Dagblað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.