Dagblað

Tölublað

Dagblað - 24.08.1925, Blaðsíða 2

Dagblað - 24.08.1925, Blaðsíða 2
2 DAGBLAÐ Björn ólafsson áleit aö bæj- arfulltrúar ættu ekki að deila hér um einstök atriöi, því svo mikiö djúp væri staðfest milli bannbanna og andbanninga, aö það myndi ekki verða brúað að þessu sinni. Taldi hann sig ekki mótfallinn nefndarskipun og væri því hér ekki annað að gera en að kjósa nefndina og sjá svo hverju hún fengi áork- að. En frekari ummæli hér gætu ekki komið að neinu gagni. Gunnlaugnr Claeasen sagði það vera einkenni íslendinga, að þeir virtust aldrei geta skemt sér nema verða fullir. Væri því ólfkt varið erlendis. — Bann- pólitíkin, sem hér hefði verið rekin undanfarin ár heíði ekki borið æskilegan árangur. Væri það fyrst og fremst lagaskylda lögreglunnar að gæta almenns velsæmis í bænum og einnig gætu templarar látið sig vín- drykkjuna máli skifta og reynt að hafa áhrif i þá átt. Nefndarskipun innan bæjar- stjórnar áleit hann óþarfa og yrði ekki til annars en dreifa ábyrgðinni á fleiri hendur. Pórður Bjarnason tók aftur til máls og taldi það misskiln- ing hjá G. CI., að nefndarskip- unin yrði til að dreifa ábyrgð- inni. Nefndin ætti aðallega að koma fram með tillögur um breytingar á löggjöfinni eða lög- reglusamþykt bæjarins, sem leitt gæti til umbótá á núverandi ástandi. Vék hann að einstök- um dæmum úr réttarfarssögu bæjarins og gat þess t. d., að sumir, sem sektaðir væru fyrir ólöglega vínsölu gætu komist að samningum um greiðslufrest á sektinni, þeir rækju áfram sama atvinnuveg og gætu á þeim tíma grætt upp sektina. Atvinnu- vegurinn væri mjög arðvænlegur því t. d. hefði getað orðið 120 þús. kr. gróði á einum vínfarmi, sem lögreglan klófesti hér í fyrravetur, hefði eigendunum tekist að selja það sektarlaust eins og oft væri. Ræðumaður taldi væntanlega nefnd m. a. geta aðstoðað lög- reglana í starfi sínu, en ástand- ið yrði aldrei gott fyr en alt vín væri burt úr landinu. Pétur Halldórsson tók aftur til máls, út af ræðu G. Cl., og einnig til að svara Ól. Friðriks- syni því hann hatði að nokkru leyti beint orðum sínum til P. H. Kvað hann ýmsar hliðar þessa máls einmitt koma bæjarstjórn við og gæti hún gert ýmislegt því til stðnings, svo sem breyt- ingar á lögreglusamþyktinni og sjá um að gildandi ákvæði næðu tilgangi sínum. Aftur á móti væri það ekki á valdi bæjarstjórnar, að leggja niður útsölu Spánarvín- anna en e. t. v. gæti hún haft áhrif í þá átt að það yrði gert. Bæjarbragurinn kæmi áreiðan- lega bæjarstjórninni við, en hann væri hvorki að kenna templur- um né bannlögunum. Eins og og nú er komið, væri bæjar- bragurinn óþolandi og mundi hríðversna strax í haust ef ekk- ert yrði aðgert áður. Honum þyrfti að breyta með einhverj- um ráðum og það væri hér aðalatriðið. — Eftir þessar umræður var samþykt að kjósa nefndina og kosnir f hana 5 menn eins og skýrt vur frá í föstudagsblaðinu. Má segja að nefndin sé vel skip- uð þótt »kosningarathöfnin« sjálf, færi í hálfgerðum handa- skolum. ÍJ>róttir. Frækilegt snnd. Erlingur Pálsson synti f gær frá Viðey og hingað inn á höfn. Lagði hann upp frá Viðeyjarstöð kl. 12,21 og lenti í vikinu vestur við Alliance kl. 3,1'22" og var þvf nákvæmlega 2 stundir 40 mín. og 22 sek. á leiðinni. Synti hann til skiftis yfirhandarsund, hliðarsund og bringusund með jöfnum hraða alla leið, að jafn- aði 10 sundtök á hverjum 27 selc. og hvíldist aldrei, en tvisv- ar nærðist hann á leiðinni án þess þó að koma við bátinn sem fylgdi honum alla leið. Þurfti hann aldrei neinar að- stoðar við frá bátnum en talaði öðru hvoru við þá sem í hon- um voru. Nokkur straumur var í Engeyjarsundi og varð því sundleiðin lengri en annars hefði verið og dálitil kvika og mót- V)ag6lað. Bœjaruiálablnð. Fréttablað. Ritstjóri: G. Kr. Guðmundsson, Lækjartorg 2. Símar 744 og 445. Viðtalstími kl. 5—7 siðd. Afgreiðsla: Lækjartorg2. Sími744. Opin alla virka daga kl. 9—7. Blaðverð 10 au. eint. Askriftar- gjald kr. 1,50 á mánuði. Prentsmiðjan Gutenberg, h.f. vindur var mest alla leiðina, en sjávarhitinn var samt 12 stig. Erlingur hefði eflaust getað synt mun lengri leið, því hann var alveg óþjakaður að leiðarlokum og gekk óstuddur upp fjöruna, rösklega og óhikað eins og hann hefði aðeins fengið sér augna- bliks bað. Hafnarljarðarhlaupið fór fram í gær og voru þátttakendur 5 en 4 komust alla leið að marki Hlutskarpastur varð Magnús Guðbjörnsson og hljóp hann leiðina á 46. mín 38. sek., en annar Ingi Árdal á 48, 19. Kept var um vandaðan bikar sem Guðni A. Jónsson úrsmiður hefir gefið og verður að vinna hann þrjú ár í röð til fullrar eignar. Er þetta í annað sinn sem Magnús vinnur hann. Hlaup- lengdin er hátt á 14, km. og endaöi á íþróttavellinum Veður var hagstætt og lítil umferð til farartálma. Borgin. Sjávnrfölt. Síðdegisháflæður kl. 8,25 í dag. Árdegisháflæður kl. 8,45 í fyrramálið. íiætnrlæknir. Jón Kristjánsson Miðstræti 3 A. Sími 686. Nætnrvörður i Reykjavíkur Apó- teki. Tíðnrfnr. Hæg norðlæg átt víðast hvar í morgun, en sumstaðar logn. 10 st. hiti var á Akureyri, í Stykkis- hólmi og Hornafirði. Annarsstaðar 8—9 stig, nema á Hólsfjöllum 7. í Kaupmannahöfn var 18 st. hití, í Færeyjum 10 og Jan Mayen 6 stig. Frá Grænlandi komu engin veður- skeyti í morgun. Loftvægislægð er við Færeyjar. Spáð er hægri norð- lægri átt og úrkomulaust að mestu á Suður- og Yesturlandi.

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.