Dagblað

Tölublað

Dagblað - 25.08.1925, Blaðsíða 2

Dagblað - 25.08.1925, Blaðsíða 2
2 DAGBLAÐ notað. Það skip þyrfti að koma sem fyrst og yrði þá strandferð- unum komið í það horí sem viðunandi væri til frambúðar. -m. -n. Víðsjá. Einar Porgilsson kaupmaður í Hafnarfirði er sextugur í dag. Einar hefir verið einn af mestu athafnampnnum í héraði sinu og er svo enn þá, enda ber bann aldurinn vel. Einar er í raun og veru forgöngumaður að íslenzkri botnvörpungaútgerð. — Keypti bann ásamt fleirum botn- vörpunginn Coot árið 1905 og er það fyrsti bothvörpungurinn sem gerður hefir verið út af ís- lendingum eingöngu. Á Stokbseyri er fyrir nokkru búið að fullþurka allan fisk. Er fiskurinn allur seldur og afhent- ur og er nú ekkert eftir af út- flutningsfiski á Stokkseyri. Er það fyrsta sjávarþorpið hér sunnanlands, sem búið er að þurka og afgreiða allan fisk sinn af þessa árs afla. „Kedjubænir“ Hann mun orðinn landlægur þessi farardur með »keðjubréf« og »keðjubænir«. Ef einhver lesendanna skyldi ekki átta sig á hvaða »faraldur« það er, þá eru bréfin á þessa leið: Fyrst fáein bænarorð, og á eftir áskorun um að skrifa þau orð og senda 9 manns innan 9 daga, hótað óhöppum ef van- rækt sé, en happi »á 10. degi«, ef gjört er. Oftast nær eru þessir sneplar á islenzku, en siðasta bréfið sem ég sá, er á dönsku, og þar er sagt að skrifa 10 manns og gefinn 10 daga frestur. Það er undanlegt að fólk skuli sinna sliku. Er það nú ein hjátrúin, að því fylgi sérstök blessun að skrifa oft sömu bænina? Þá eru þeir vel á vegi staddir, sem geta fjölritað! Ég get ekki séð að neinn bafi hagnað af þessum bréfsendingum nema póstsjóður, því að gera má ráð fyrir að flest bréfin séu frímerkt. í fá- einum umferöum verða bréfin milljón ef allir gegna og skrifa, svo að það fer laglegur skildingur fyrir frímerkin. — En er ekki nær að styrkja eitthvað annað en póstsjóð með öllu því fé? Og eru ekki ýms betri ráð til að efla bænrækni í landinu, en að vera að hóta fólki hörðu, ef það vilji 'ekki skrifa upp bænar- orð og láta í póst? — Ég skil ekki annað en flestir geti orðið sammála um svörin, og þá er langbezt að sleppa þessum hé- góma. Berist þér keðjubæn þá brendu hana, ef þú veist ekki | hver sendi þér, annars er sjál- sagt að endursenda bréfið. S. Á. Gíslason. Borgin. Sjávarföll. Síðdegisháflæður kl. 9,10 í dag. Árdegisháflæður kl. 9,35 í fyrramálið. Nætnrlæknir í nótt er Guðmundur Guöflnnsson, Hverfisgötu 35. Sími 644. Nætnrvörðnr í Reykjavíkur Apó- teki. Tvímánnðnr byrjar. Tiðarfar. Rigning var í morgun á Seyðisfirði, Grímsstööum og Langa- nesi og poka á Akureyri, en annars- staðar var purkur. Heitast var í Hornafirði og Grindavík 10 st. og jafnheitt í Færeyjum. Vestmanna- eyjum og Akureyri 9 st., Seyðisfirði og ísafirði 8, st. í Reykjavík og Raufarhöfn 7 st. og á Hólsfjöllum aðeins 4 st. — í Kaupmannahöfn var 18 st. hiti, i Angmagsalik 5 og á Jan Mayen 6 st, — Loftvægis- lægðir eru við Norðausturland og suðvestur af íslandi. Á Norðurlandi er búist við norðvestlægri átt og úrkomu, en á Suðurlandi breyti- legri vindstöðu og e. t. v. úrkomu síðari hluta dagsins á Suðvestur- landi, Nýjar sögur eftir Helga Hjörvar kennara, eru í prentun og koma bráðlega á bókamarkaðinn. í berjnmó fór margt fólk úr bæn- um á sunnudaginn, bæði hér um nágrennið og alla leið austur á ^DagGlaé. Bæjarmáiablað. Fréttnblnð. --a....... . . . . Ritstjóri: G. Kr. Guðmundsson, Lækjartorg 2. Símar 744 og 445. Viðtalstími kl. 5—7 síðd. Afgreiðsla: Lækjartorg2. Sími 744. Opin alla virka daga kl. 9—7. Blaðverð 10 au. eint. Askriftar- gjald kr. 1,50 á mánuði. Prentsmiðjan Gutenberg, h.f. V)ag6laéió endnr ókeypis til mán- aðamóta. Athugið það! fSjtT' Rakarastofa Einars J. Jónssonar er á Laugaveg 20 B Inngangur frá Klapparstfg. Kambabrún. Er alstaðar óvenju- lega mikið um ber núna, t. d. um- hverfis Lækjarbolna eru meiri ber nú en verið hafa i manna minnura. Farpegar ineð íslandi í gær vo?u auk peirra sem pá voru taldir: Klemenz Jónsson alpm. og frú, Porst. Porsteinsson skipstj. og frú, Halldór Kr. Porsteinsson skipstj., ungfrú Guðbjörg Bergpórsdóttir kaupkona, frú Guðríður Bramm, Vald. Paulsen kaupm. og frú, og margir útlendir ferðamenn. Nova fór héðan kl. 11 i dag vest- ur og norður um land. Meðal far- pega voru Ásm. Guðmundsson skólastj. á Eiðum, Guðm. Jóhannes- son kaupm. á Eskifirði, Sigfús Blön- dahl konsúll, Pórh. Daníelsson káupm. i Hornafirði og Guðm. Ólafsson lögmaður. Lyra kom hingað í gærkvöld. Meðal farpega voru Sveinn Björns- son f. v. sendih. Ásgeir Ásgeirsson alpm., Almar Norman og frú. Hen- riette Strindberg söngkona og marg- ir útl. ferðaraenn. ísland fer héðan annað kvöld til ísafjarðar, Siglufjarðar og Akureyr- ar og sömu lcið til baka. Jackie Coogan litli, heimfrægi leikarinn, leikur i mynd sem sýnd er nú á Nýja Bio og nefnd er »Son- ur tónsnillingsins«.

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.