Dagblað

Tölublað

Dagblað - 26.08.1925, Blaðsíða 2

Dagblað - 26.08.1925, Blaðsíða 2
2 DAGBLAÐ það sem viðurkenningu á lög- um yðar og stofnunum«, — og áheyrendurnir, sem voru úrvals fólk og mentað, tóku fyndni þessari með gleði og lófataki. Það er yfirleitt meira glaðlyndi og frískleiki yfir bannstríðinu í Ameiíku, heldur en hér heima, minni gremja og skapvonzka, jafnvel í þeim blöðum, sem gæða sér daglega á smyglsögum o. þ. h. Ég verð auðvitað að gera þanu fyrirvara, að reynzla manns á svo stuttri dvöl verð- ur aðallega á yfirborðinu. En á hinn bóginn hittum við fleiri að máli en venjulegir ferðamenn gera, við fórum gegnum mikinn hluta landsins, og við vorum þátttakendur í fjölda mörgum samkomum, bæði opinberum og hálfopinberum. Meðan eg stóð við í Ameríku sá eg ekki einn einasta ölvaðan mann. Sú sannreynd vegur þó talsvert, þar sem t. d. í Minnea- polis var samankominn mesti sægur manna, svo að líkindum hefir skift hundruðum þúsunda. Hvernig halda menn að útlitið hefði verið í »saloon«-borg? (þ. e. þar sem vínsala hefði verið leyfileg). Auk þess vil eg nefna, að við urðum alls ekki varir við áfengi á neinum opinberum stað. Til þess að reyna fyrir sér spurði einstöku maður af föru- nautum okkar, hvað eftir annað á hótellum og járnbrautum, hvort eigi væii hægt að fá neitt sterkara en ísvatnið og límón- aðið, sem alstaðar var borið fram. En það hepnaðist hvergi að fá neina breytingu á því. Um þessar mundir hafði lijg- reglan einrnitt blátt áfram lokað nokkrum helztu veitingahúsun- um (kaféer) í New York, sök- um þess, að þau höfðu brotið bannlögin. Pað getur því hugs- ast, að menn hafi verið varkár- ari en ella. Á einni járnbraut- inni lofaði brytinn einum af samferðamönnum mínum, að hann skyldi reyna að »mixe« eitthvað handa honum með mið- degisverðinum. En er á átti að herða, kom að eins ísvatn eftir sem áöur. Það var sagt, að bann-lögreglan væri komin inn á lestina. — Eg get þó bætt því yið, sem satt er, að í einstöku »klúbbum« sem við komum í, var áfengi haft um hönd, en það var víst eign einstakra manna. Og þess sama urðum við varir á stöku heimili. Eg spurði all marga þeirra, sem eigi töldust til hinna »þurru«, hverjar horfur væru um and- banninga-baráttuna í Ameríku. Hvívetna varð svarið á sama veg, að brennivínið mundi tæp- lega verða lögleyft nokkurntíma aftur, og að það væri einnig mjög vafasamt með öl og léttar víntegundir. Hin góðu áhrif bannsins eru nfl. alt of auðsæ til þess, of á- þreifanleg. F*ótt sumir í allra lægstu stétt mannfélagsins, og einnig nokkrir af æðri stéttum noti framvegis leyfilegt eða ó- leyfilegt áfengi, þá vegur það í augum Ameríkumanna svo fram- úrskarandi lítið í samanburði við þann raunverulega sann- leika, að alþýðan er nú laus við »saloon«-freistingarnar og hina efnahagslegu og þjóðfélags-eyði- leggingu, er þeim fylgdi. í Brooklyn t. d. sögðu mér af- dráttarlaust þaulkunnugir menn, sem sjálfir voru þó eigi bind- indismenn, að síðan bannið komst á, væri í öllu orðin svo ákveðin breyting til hins betra, að það væri alls eigi hugsanlegt, að gamla fyrirkomulagið yrði tekið upp aftur. Og er eg nú hugsa aftur til ferða minna um Ameriku, frá samsæti til samsætis, og úr einni veislunni í aðra, bæði prívat og á æðstu stöðum, þar sein ísvatn og gosdrykkir vóru einustu drykkirnir, þá getur mér ekki annað skilist, en að ákvörðun Bandaríkjanna í bannmálinu muni reynast fullnaðarákvörðun. Síldarfréttir. Siglufirði í gær. Iho hæstur með 3070 mál, Seagull 2219. Forsetinn 2038. Hákon 1992 Bifröst 1934 Björg- vin (Duus) 1932 Svanur (G, Kr. G.) 1386, Svanur II. (Lofts) 1336, Margrét 1332 Alden 1247, Skjald- breið 1132, Björgvin (Lofts) 1026 Ingólfur 955 Keílavík 615. TbagBlað. Bæjarmálablað. Fréttnblað. Ritstjóri: G. Kr. Guðmundsson, Lækjartorg 2. Símar 744 og 445. Viðtalstími kl. 5—7 síðd. Afgreiðsla: Lækjarlorg2. Sími 744. Opin alla virka daga kl. 9—7. Blaðverð 10 au. eint. Askriftar- giald kr. 1,50 á mánuði. Prentsmiðjan Gutenberg, h.f. BQBF Rakarastofa Einars J. Jónssonar er á Laugaveg 20 B Inngangur frá Klapparstíg. iiorgin. Sjávarföll. Síðdegisháflæður kl. 10,8 í kvöld. Árdcgisháflæður kl. 10,40 í fyrramálið. Sölarnpprás kl. 4,53. Sólarlag kl. 8,4. Næturlæknir Jón II. Sigurðsson. Laugaveg 40. Simi 179. Nœturvörðnr í Reykjavíkur Apó- teki. l'íðarfar. Purkurinn i gær varð endasleppur því eftir hádegi fór að rigna og kom sumstaðar ofan í fisk og hey sem breytt var í gærmorg- un og náðist ekki nógu fijótt saman. — í morgun var rigning í Vest- mannaeyjum, Grindavík, Ilornafirði og Seyðisfii ði. Heitast var á Seyðis- firði 13 stig en annarsstaðar 10—11 st. nema á fsafirði aðeins 8. í Kaup- mannahöfn 16 st. hiti, Færeyjum 11 og Angmagsalik 7 st. Loftvægislægð er fyrir suðvestan land og búist við suðlægri átt með úrkomu einkum á Suðurlandi. Jarðarför Sigurðar Kristófers Péturssonar fer fram á morgun og hefst með húskveðju að Laugarnesi kl. 11 f. h. Siðan fer kveðjuathöfn fram í Guðspekishúsinu bér og byrjar hún kl. 12'/». Björn Gnðinundsson kennari frá Núpi í Dýrafirði er staddur hér í bænum. Kom hann hingað meö Lyru síðast úr ferð um Norðurlönd. Hefir hann verið að kynna sér lýö- skólamál og var m. a. á kennara- fundinum sem haldinn var í Hels- ingfors. Búningsbót sem vert er að geta jim, hafa húsin nr. 20 við Grettis- götu nýskeð fengið. Hafa pau bæði verið máluð með sama iit og eru nú ólíkt ásjálegri en áður. Eins og kunnugt er, eru par tvö hús sam- bygð og eins að ytri gerð, en voru

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.