Dagblað

Tölublað

Dagblað - 27.08.1925, Blaðsíða 1

Dagblað - 27.08.1925, Blaðsíða 1
Fimtudag 27. ágúst 1925. ÍDagðÍað I. árgangur. 171. tölublað. EEYKVÍKINGAR eru yflrleitt morgunsvæfir en kvöldgóð- ir og gætir þeirra eiginleika víöar en í þeirri háttsemi einni. Það er alment viðurkent að hverjum einum sé hollast að ganga snemma til rekkju og rísa árla á fætur, en þó er varla nema einstaka maður sem eftir því breytir. Allur fjöldinn fer seint að sofa og þvi seinna á fætur. Helzt eru það verkamenn sem ganga að algengri vinnu sem fara snemma á fætur, vegna þess að öll erfiðisvinna byrjar hér kl. 6 mestan hluta ársins, aðeins nokkurn hluta vetrarins byrjar hún kl. 7. Aðrir en þeir hreyfa sig ekki, svo snemma, og algengt er að þeir sem seinna eiga að koma til vinnu komi eftir þann tima sem ákveðinn er. Verkamennirnir eru liklega stundvisustu menn hér í bæ, enda er þeim sá kostur nauð- synlegur og þyrfti svo að vera um fleiri. Til kl. 8 á morgnanna er um- ferð eftir götunum sama og engin, aðeins einn og einn mað- ur sem sést á gangi, og nokkrir ökumenn. En kl. 8 að kveldi og alt fram til kl. 12 eru göturnar þéttskipaðar fólki og enginn virðist hugsa til svefns. í*etta situr sinn svip á bæjar- lifið og er hann mjög á annan hátt en æskilegt væri. Eflaust finna margir til þess öfugstreymis sem lýsir sér í þessari háltsemi fólksins, og er það e. t. v. þess vegna að um nokkur ár var klukkunni flýtt um nokkurn hluta ársins og mun það hafa átt að bæta úr siðsvefni og kvöldslóri manna. Ef til vill hefir það gert eitthvert gagn en éhrita þess virðist ekki hafa gætt lil frambúðar. Það er víst að margir telja þessa háttsemi óheppilega og a, m. bendir þessi tilraun með að flýta klukkunni í þá átt. Einna drýgstan þátt í þessu öfugstreymi eiga sennilega kvöld- skemtanirnar og kaffibúsin sem opin eru alt til miðnættis. Ef kvikmyndasýningarnar byrjuðu t. d. klukkutíma fyr en nú er og kaffihúsum yrði lokað kl. 10—107» þá myndi nokkur breyting á verða, því fólkið hefði þá yfir minna að slóra. Einnig er á það að ifta hvort lögregluvaldið gæti ekki að ein- hverju leyti takmarkað umferð- ina að nóttunni, t. d. að börn- um leyfðist ekki að vera fylgd- arlausum úti seint á kvöldin, en það er nú eitt af þvi sem miður fer hér í bæ, að börnin eru eftirlits laus úti, um allar götur, fram undir miðnætti. Einnig ætti að mega takmarka eitthvað bifreiða umferðina að nóttu til, svo þeir a. m. k. sem vilja fremur sofa að nóttu en degi, geti haft næði til þess fyrir bilaöskri og öðrum óhljóðum sem þeím eru oft samfara. Ýmis- legt fleira mætti nefna þessu viðvíkjandi, þótt ekki verði það gert í þetta sinn. Iþröttir. Langt sund. Ungur lögregluþjónn í Niðar- ósi í Noregi, Ólafur Farstad að nafni, synti nýskeð þvert yfir Þrándheimsfjörðinn, þar sem hann er um 15 km. breiður. Var hann 6 stundir á leiðinni. Ný heirosmet. Á alþjóða iþróltamóti sem haldið var í Ósló 12—15 þ. m, setti norski iþróttasnillingurinn Charles Eoff nýtt heimsmet í stangarstökki 4,23,5 metra. Það var hann sem setti met í Kaup- mannahöfn 1923 með 4,21 m. — Sá næsti í Osló var amerí- kaninn Jones með, 3,70 m. Á alþjóða kappsundi í Osló um sama leyti setti ungur Svii Arne Borg^frá Stockhólmi heims- met í 1000 stiku sundi á 13 min. 4,2 sek. Áður var heims- met selt af Ástralíumanni Bay Carlton á 13,19,6 — Arne Borg setti einnig Norðurlandamet í 200 stiku sundi á 2,20,1 —' Nokkr- um dögum áður hafði Borg sett heimsmet i Gautaborg í 400 yards sundi á 4 mín.,37,1 sek. (áður 4,40) og 1 enska mílu (1609 stikur) synti hann á 21, 41,3 (áður 2,34,5). Bókaíregn. Hestar. Eftir Dan. Danielsson og Ein- ar E. Sæmundsson. Kostnaðarm. Stein- dór Gunnarsson. í sumar kom þessi bók út og hefir dregist lengur en ætlað var að geta hennar. Eins og nafnið bendir ti), fjallar hún um eiginleika hestanna og meðferð þeirra, tamningu og ýmislegt viðvíkjandi reiðskap. Er þar margan fróðleik aö fá, sem ekki er auðfenginn annarsstaðar, enda eru höfundarnir viðurkendir hestamenn. Hefir furðu litið verið skrifað á íslenzku viðvíkj- andi hestunum eins nátengdir og þeir eru atvinnuvegum vor- um og lifsháttum. Úr því er mikið bætt með þessari bók og eiga höfundarnir skilið þakkir fyrir. Bókinni er skift í kafla og er getið um hvor höf. hafi samið hvern þeirra. Eftir »formála« og »inngang« koma kaflar um »tamning hesta« og gang þeirra og eru þar gefnar margar góðar upplýsingar um meðferð hesta i temslu og einnig er kaflinn um gang hestanna mjög fróð- legur og hefir áður sama og ekkert verið skrifað um það atriði. Þá koma kaflar um reið- týgi o. 11., ýmsa meðferð á hest-

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.