Dagblað

Tölublað

Dagblað - 01.09.1925, Blaðsíða 1

Dagblað - 01.09.1925, Blaðsíða 1
Priðjudag 1. september 1925. TbagBlaé I. árgangur. , 175. tölublað. VEGIRNIR ísleözku hafa tekið miklum umbólum á síðustu árum, samfara því að þeir hafa lengst og aukist. Margt og aiikið hefir verið skrifað um vegagerð hér á landi og er það mjög eðlilegt, þegar tillit er tekið til þess, að það hafa verið aðal- samgóngubæturnar sem hér hafa verið gerðar. Vegirnir hafa tengt saman fjærlæg héruð og komið að ómetanlega miklu gagni. Enn þá er ekki kominn nema lítill. hluti þeirra vega, sem þarf að gera, svo samgöngurnar á landi geti talist viðunandi, og auk þess eru þeir vegir sem til eru mjög ófullkomnir vegna fyrslu gerðar og lélegs viðhalds. Vegirnir eru svo nátengdir öðrum aðalalvinnuvegi lands- manna og aukning þeirra er eitt fyrsta skilyrðiö fyrir verulegum umbötum á sviði landbúnaöar- ins, að ekki er ástæðulaust þótt oft sé á þá minst. Hefir oftar en einu sinni verið minst á samgöngumálin hér í blaðinu, og vegagerðiua sérstaklega. Skal enn vikið að einu atriði þessu viðvíkjandi, en það er viðhald veganna. Leiðin austur yfir fjall mun vera fjölförnust hér á landi önn- ur en Hafnarfjarðarvegurinn. Flutningar eftir þessari leið hafa altaf verið miklir, en mjög hafa þeir samt aukist á seinni árum vegna breyttra búhátta og meiri framtaksemi á sviði landbúnað- arins, jafnframl hefir fólks- slraumurinn aukist mjög og þó einkum skemtiferðalög bæjar- búanna. Siðan bifreiðarnar komu til sögunnar hafa þær með ári hverju verið notaðar meira og rneira til flutninganna og er nú svo komið, að mestur vöruflutn- iogur, eftir þessari leið, fer fram á bifreiðum og fólkið notar nær eingöngu þau farartæki. Um leið og flutningatækin breytast \erð- ur nauðsynin á góðum vegum því tilönnanlegri og bifreiðarnar eru svo dýrar í rekstri og við- haldi, að eflir þvi sem þeim fjölgar og notkun þeirra eykst, verða kröfurnar um betri vegi ákveðnari og óumflyjanlegri, enda er ending þeirra að miklu komin undir þvi hvernig vegirn- ir eru yfirferðar. Austur yfir fjall hefir Svina- hraun lengst af verið verst yfir- ferðar, en á síðustu árum hefir það fengið þá endurból, að það er nú einna bezti hluti vegar- ius á allri þessari fjölförnu leið. Nu er það svo, að vegurinn næst Reykjavik er verstur yfir- ferðar, en batnar eftir því sem fjær dregur. Eru það einkum smáholurnar sem alstaðar eru í veginam strax innan við gatna- mót Hveríisgölu og Laugavegs og áfram nokkuð langt austur á leið. Þessar smáholur eru mikill farartálmi fyrir bifreiðar og til miklu meiri óþæginda en virð- ast mæti, eins litlar og þær eru. Er öll nauðsyn á að þær séu fyltar upp og ætti það ekki að vera ókleyft verk. Er þetta gert hér að umtalsefni cinkum vegna þess að mjög auðvelt ætti að vera að bæta úr þessum farar- tálma. í*yrfti að fylla upp hol- urnar jafnóðum og þær mynd- ast og getur það ekki talisl neill þrekvirki, því önnur og meiri aðgerð þyrfti ekki nauðsynlega að vera því samfara. í Noregi er það svo, að sér- stakir menn hafa ákveðna hlita veganna til viðhalds, bæði til að fyila upp holur sem myndast og hreinsa lausagrjót sem kem- ur á vegina. Eins þyrfti það að vera hér og virðist ekki vera i mjög mikið ráðist, hvorki um kostnað né framkvæmdir. Gætu t. d. tveir menn með 1 hest haldið veginum góðum yfirferðar nokk- uð Iangt austur. Ætti kosnaður við það að vera vel kleyfur og margborgast með því hve veg- irnir yrðu greiðfærari. Hækkun krónunnar. Um hækkun dönsku krónunn- ar er mikið skrifað i blöðum, sem nýlega hafa borist frá Dan- mörku. Vilja fjármálavöldin þar halda því fram, að það muni takast, ekki einungis að koma krónunni upp í gullgildi á skömmum tímu heldur einnig að halda henni þar. Hvort þessi staðhæfing er ann- að en hreystiorð skal látið ó- sagt. Hingað til hefir litið verið að marka hverju sp&ð hefir ver- ið um hreyfingar dansks gjald- eyris. En hit't er vel skiljanlegt að Danir vilji auka trú manna á peningum sínum og koma í veg fyrir fjárflótta, sem kynni að verða.ef mðnnum þætti gruhd- völlurinn ótryggur. — Eitt sem hjálpar Dönum ef til vill til að stööva krónu sina i háu gengi, er það að verðlag á allri út- lendri voru sýnist fylgjast all- vel með og fara að sama skapi lækkandi og krónan hækkar. Að visu er hér ennþá mest um stórsöluverð að ræða, smásalan fylgir ekki eins fljott með í lækkuninni. Það sem tefur einna mest fyr- ir hækkun islenzku krónunnar, er það að verðlag á vörum og vinnu lækkar svo sem ekkert, þótt krónan sé stöðugt á upp- leið. Altaf eru sömu upphæðirn- ar í umferð í landinu af krón- um sem hafa 70 aura gullgildi (nú reyndar yfir 72 aura) eins og tyrir meira en ári síðan þeg- ar hver króna gilti aðeins 50 aura. Auðvitað ætti, að öðrum áslæðum jöfnum, að vera reikn- að með þvi færri krónum i um- ferð, sem svarar þvl hvað hver króna nú er verðmeiri en áður. Ef svo væri, þá væri í meðal- ári vel hægl að halda því háa gengi sem krónan hefir náð. En ef hver gengishækkun er aðeins notuð til að þenja út alla fjár- veltu landsins i sama hlutfallinu,

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.