Dagblað

Tölublað

Dagblað - 11.09.1925, Blaðsíða 1

Dagblað - 11.09.1925, Blaðsíða 1
Fösíudag 11. september 1925. kÞagðfað I. árgangur. m. tölublað. VEÐURATHUGUNUM befir fleygt mjög fram á sSðustu árum, og er nú orðin að sérstakri vísindagrein, sem víða er unnið að af mikilli alúð. Vísindalegar athuganir hafa þar leitt í Ijós ný sannindi viðvíkj- andi veðurfari, þar sem ágizk- anir og óvissa voru áður. Veðurfarið hefir svo mikil á- hrif á lifnaðarhætti og starfsemi almennings, að mikils er um vert að geta þar séð nokkuð ' fram í límanu, og má segja að því fé sé vel varið, sem til þess fer. Veðurfræðin hefir sérstaki gildi fyrir okkur Islendinga, því atvinnuvegir vorir og afkoma almennings er að mestu leyti komin undir tíðarfarinu, og því mikils^ vert, að vita þar um Qokkuð fram. Enn þá eru veð- urathuganir hér á byrjunarstigi, og langt frá því að vera full- nægjandi. Vegna óhægrar að- stöðu er ekki hægt að segja tyrir um veðurfar lengra fram en næstu 12 stundir. Nokkurn veginn ábyggilegar eru veður- spárnar orðnar, það sem þær ná, en hvergi næn* fullnægj- andi, að ekki skuli vera hægt að segja fyrir um veðráttufar yfir lengri tíma. Þegar hægt ^erður að fá veðurskeyti víðar að en nú er, verður hægt að sPá lengra fram í tímann, og Veðurspárnar verða ábyggilegri. Sérstaklega er okkur nauðsyn- legt að fá veðurskeyti frá fleiri stöðum i Grænlandi en Angmag- salik eingöngu, og eins að fá dagleg skeyti frá norðurhéruö- um Ameríku. Víðar að þurfa Veðurskeyti að koma, ef vel á að vera, og þarf að gera þær raðstafanir sem fyrst, sem nægi- *egar eru til að koma veðurat- ^lgunum hér á landi í viðun- atl<ii horf. Má þar ekki um of °rfa í kostnað, því sparsemi Þvi ur urathugunanna, og er ilt, að hann skuli ekki hafa betri að- stöðu til að verða að meira gagni en nú hefir hann. Jafnframt því sem veðurat- huganirnar tæki umbótum,- þyrfti að hlutast til um, að eft- ir þeim yrði farið, a. m. k. þeg- ar mest liggur viö. Mun ekki ofsagt, að komast hefði mátt hjá sumum sjóslysunum, sem orðið hafa á siðustu árum, ef gleggri veðurskeyti hefði verið hægt að gefa, og eftir þeim farið. Mannskaðar undanfarinna ára, og þó sérstaklega siðasta árs, hefði átt að færa okkur heim sanninn um það, hvers^ virði ábyggileg veðurskeyti geta verið, og það fé, sem til þeirra er varið.j gæti borið margfald- an ávöxt. ^íÖsja. Sjáifstæðisbarátta Færeyinga, Nýr sjálfstæðisflokkur? viðvíkjandi getur orðið okk- alt of dýr. Við erum svo Puir} a5 hafa einmitt mjög hæfi aQ mann við forstöðu veð- Frá Þórshöfn erj skrifað ný- lega á þessa leið: Færeyingar þeir, er hafa fult sjálfstæði Eyj- anna að stefnuskrá, hafa stofn- að með sér félag fyrir mánuði síðan. Virðist tala félagsmanna aukast jafnt og þétt. Formaður félagsins er Sverri Patursson. Hefir hann birt|áætl- un um fyrirlestraferð fyrir allar Færeyjar, og ætlar hann^þannig að vinna málefni þessu fylgi og efla það sem mest má verða. Fyrirlestrastarf sitt ætlar hann að hefja um það leyti er sjó- menn koma j heim í haust, og haldajjþvi áfram í allan vetur. Nefnd hefir verið kosin til að semjaj áætlun um fjárhag Fær- eyinga sem sjálfstæðs rikis, og önnur nefnd á að semja frum- varp um stjórnarfar sjálfstæðra Færeyja. — Nafn félagsins er: y>Moti loysingn. Guðm. Oíslason Hagalin hefir dvalið í Noregi nú á annaö ár, lengst af á Voss. Hefir hann skrifað töluvert í blöð og tíma- rit hér heima, og er sumt af því það bezta, sem Hagalin hefir skrifað. Einnig hefir hann ferðast nokkuð um Noreg og flutt fyrirlestra. Nú hefir hann i hyggju að gefa út í haust bók eftir sig, er hann nefnir »Veður öll válynd« — Þættir að vestan. — Verða 4—5 sögur i safninu, og má búast við að margir vilji eign- ast þær, því Guðmundur er nú orðinn einn af efnilegustu rit- höfundum vorum. íþróttir. A sundmótinu í Oslo fyrir skömmu setti Norðmaður nýtt norskt met í 400 m. bringu- sundi á 6 mín. 41,7 sek. I kappsundi sem blaðið »Poli- tikken« stofnaði til i Kaupmanna- höfn nýskeð- sigraði færeyski sundgarpurinn Knut Nygaard, av Eiði. Hann synti 4 km. á 1 klsf. 8 mín. og 50 sek. Námnbroninn á Svalbarða. Nú er loks búið að yfirbuga eld- inn í Svea-námunni á Svalbarða. Hefir brunnið þar í kolunum siðan snemma í mai. Ytri nám- an hefir verið fylt af vatni. Verð- ur eigi unnið í námunni fyr en að vori. Eru aðeins fáir Svíar eftir þar til að líta eftir námunni. »?að rýkur úr kólunum« við- ar á Svalbarða. I Pyramide- berget« í Kallesbill Bay kvikn- aði í kolasalla fyrir 10 árum síðan. í sumar sást þar enn reykur upp úr fjallinu í 300 m. h. Þar er enginn námugröftur á seinni árum. N í Advent Bay, þar sem námu- slysið varð fyrir 5 árum, rýkur enn úr gömlu námunum. Þar er eigi unnið framar, enda eru líiil kol eftir í námunni.

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.