Dagblað

Tölublað

Dagblað - 11.09.1925, Blaðsíða 2

Dagblað - 11.09.1925, Blaðsíða 2
2 DAGBLAÐ Banamaðnr »Lnsitanin«. Ginn hinn hörumulegasti viðburður í heimsstyrjöldinni var sá, er »Lusitaniu« var sökt vestur af írlandi. Um 1500 manns drukn- uðu. Urðu afleiðingar þessa hermdarverks þær, að Aineríka sagði þýzkalandi strið á hendur. Kafbátur sá er sökti »Lusi- taniu« hét »U. 20«. Hann fórst seinna á vesturströnd Jótlands og hefir legið þar á grunni ná- lægt Harboeyri við Veilbyströnd síðan 1916. Fyrir skömmu var ákveðið að sprengja hann sund- ur, og var það gert 25. ágúst kl. 12. Danska flotastjórnin stóð fyrir sprengingunni, og var þetta ein hin mesta sprenging sem gerð hefir verið í Danmörku. Um 700 kg. í 9 sprengjum var látið í kafbátinn, og kom kafari þeim fyrir, 4 meðfram hvotri hlið og 1 í turninn. í bátnum voru miklar birgðir af þýzkum sprengjum frá ófriðinum. Var kveikt í þessu með rafmagni og lágu rafþræðirnir frá bátnum langt upp á land. Við sprenging- una þeyttist þykkur sjómökkur um 150 m. í loft upp og sand- ur og möl og járnmolar þeytt- ust langar leiðir. T. d. fanst 25 kg. málmstykki 250 m. frá flakinu. Snæfellsför. Snæfell hæsta fjall á landinnf Nl. Auvitað kemur þetta greinilega i ljós þegar landið verður mælt hér eystra, en það getur dregist nokkur ár ennþá þar eð ekki hefir verið unnið að mælingun- um nokkur ár, nema ef einhver framtakssamur verkfræðingur, sem væri hér á ferð hvort eð væri og hefði áhöld til þess, vildi mæla það hornmælingu. Einkennilegt þótti okkur að finna þarna uppi á hátindinum dauð- an haftyrðil, auðsjáanlega fyrir skömmu þangað kominn; sízt afj öllu hefðum við hugsað að svo lítill sjófugl hefði vilzt svo langt inn í land, og endað ald- ur sinn svo hátt uppi. Það er einkennilegt með tindinn á Snæ- felli, að það er eins og mynd- ist í kringum hann þoka úr heiðskýru lofti. Það sáum við oft af öræfunum, hvað eftir ann- að í heiðskýru veðri, þó hvergi væri skýhnoðra að sjá, þá var alt í einu komið ský á jökul- húfuna, en sem svo hvarf von bráðar aftur og myndaðist á ný. — Svo fór og nú. Þokan kom alt í einu — við sáum ekki hvaðan, — og við fórum að hypja okkur til ferða niður, eftir að hafa tekið nokkrar myndir. Við höfðum séð, að bezt væri að halda sér við fann- irnar, sem sumstaðar ná alveg niður að rótum fjallsins, og nú gekk það heldur betur en upp. Það markaði mátulega fyrir skó- hælana í snjónum, og eftir 25 minútur vorum við komnir nið- ur aftur. Við héldum svo heim í tjaldið, og um kvöldið kom Friðrik aftur utan úr Dal. — Snemma morguninn eftir héld- um við áfram sunnan Snæfells, upp svokallaðan Snæfellsháls, sem gengur suðauslur úr Fellinu, og er þaðan ljómandi útsjón um Eyjabakka, sem Jökulsá í Fljóts- dal rennur um í ótalmörgum kvíslum. Þar skildu þeir við okkur, Sveinn og Emil, því Sveinn hafði hugsað sér að koma steingráum hesti, er hann átti, upp á Snæfell, eftir fönn- unum sem við fórum niður daginn áður, en við þrír héld- um áfram í gegnum svonefndan Þjófadal, sem er mjög einkenni- lega þröngur dalur, sem liggur sunnan við Snæfell og til vest- uröræfa. líar er góður vegur af náttúrunnar hendi, og gekk ferðin fljótt. Þegar við komum nokkru vestar, sáum við þá Svein og Emil með þann gráa eins og flugu uppi á hátindin- um, og hafði gengið fljótt og vel að komast upp, enda var veðrið mjög gott. Uppi á tind- inum tóku þeir mynd af hest- inum, og Sveinn skýrði hann »Snæfeliing«, sem ekki átti illa við. Fað hefir áreiðanlega eng- inn hestur komist hærra í loft upp á íslandi. Áskriftalisti að bók Guðm. G. Hagalín, »Veður öll válynd«, liggur frammi á skrifstofu Dagblaðsins og geta þeir sem vilja eignast bókina skrifað þar nöfn sín. IÞagGlaé. Bœjarmálablað. Fréttablað. Ritstjóri: G. Kr. Guðmundsson, Lækjartorg 2. Símar 744 og 445. Viðtalstími kl. 5—7 síðd. Afgreiðsla: Lækjartorg 2. Sími 744. Opin alla virka daga kl. 9—7. Blaðverð 10 au. eint. Askriftar- gjald kr. 1,50 á mánuði. Prentsmiðjan Gutenberg, h.f. Borgln. Sjávarföll. Háflæður kl. 12,40 í nótt. Háflæður kl. 1 á morgun. Næturlæknir Daníel V. Fjeldsted, Laugaveg 38. Sími 1561. Nætnrvörðnr i Rvikur Apóteki. Tíðarfar. Suðlæg átt var víða i morgun og dálitil úrkoma í Vest- mannaeyjum. í Stykkishólmi, ísa- firði og Akureyri var 10 st. hiti, annarsstaðar 7—9 st. í Kaupmanna- höfn var 10 st. hiti, Færeyjum 6 og Jan Mayen 1 sf. — Spáð er suð- lægri átt með úrkomu á Norður- og Vesturlandi. Sigrúu á Sunnnlivoli er nú sýnd á Nýja Bíó. Er mynd sú mörgum kunn síðan hún var sýnd hér síð- ast. Eins og fiestum er kunnugt, er myndin tekin eftir samnefndri sögu eftir Björnstjerne Björnson, og er myndin ein af þeim vinsælustu sem hér hafa verið sýndar. Ólafur Gíslason & Co hafa flutt skrifstofur *!nar í stórhýsi Edin- borgar. Sfra Úlafur Ólafsson frá Hjarðar- holti og kona hans, frú Ingibjörg Páisdóttir eiga 40 ára hjúskapar- afmæli í dag. Hlutaveitu heldur Prentarafélagið í Iðnó á sunnudagskvöldið. Verður þar mikið um góða muni, frá 50— 100 króna virði, en annars leggur félagið kapp á að hafa þar sem minst af rusli, en drættina sem jafn- asta að verðmæti, og er það góðra gjalda vert. Svannr fór í gærkvöld tíl Stykkis- hólms, Flateyrar og Barðastrandar. Nokkrir farþegar voru með skipinu. Fólkinu er nú óðum að fjölga i bænum. Mörg síldveiðaskipin kom- in og kaupafólk einnig farið að koma ofan úr Borgarfirði og úr austursveitunum. Lyra fór héðan kl. 6 í gær. Auk áður talinna farþega voru: frú Póra Ólafsson og Ólafur sonur hennar,

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.