Dagblað

Tölublað

Dagblað - 12.09.1925, Blaðsíða 1

Dagblað - 12.09.1925, Blaðsíða 1
Laugardag 12. september 1925. argangur. 185. tölublað. EINS og kunnugt er, sýndi bæjarstjórnin þá rausn af sér síðastl. vor, að ákveða að byggja nýjan íþróttavöll á kostnað bæjarins, og losa um leið íþróttafélögin við allar þær byrðar, sem gamli iþróttavöll- urinn batt þeim. Eru í dag 15 ár liðin síðan byrjað var á bygg- ingu gamla iþróttavallarins, og munu þeir, sem að því stóðu, hafa gert sér vonir um að hann yrði lengur við lýði en raun varð á. í sumar hefir verið unnið að byggingu nýja vallarins, og hciir verkinu miðað það áfram, að nú er byrjað á girðingunni umhveríis hann. Það þarf enga sérfræðinga til að sjá, að girðingin meðfram veginum er alt of nærri honum, þvi staurarnir, seiu búið er að Setja upp, eru aðeins rúm 2 fet frá vegarbrún, og utan á þá kemur svo auðvitað klæðningin. Pað er fyrirsjáanlegt, að þetta verður til mikilla óþæginda fyrir alla umferð, sérstaklega að vetr- inutn, því snjór mun auðvitað dyngjast þarna saman í skjóli girðingarinnar, og eru fordæmin fyrir, þar sem »Rauðarártraðir« «ru og fleiri staðir. Skjólgirð- 'ögar draga úr snjófoki. Suður- gatan er nú orðin svo fjölfarin, °8 mun þó veröa enn meir, þegar bygðin vex suður á Gríms- staðaholti, að ekki ætti að gera þar neinn farartálma að ástæðu- lausu. Svo mun samt verða, ef girðingia verður eins næíri veg- inum og ætlað er, auk þess sem það verður altaf til mik- illar óprýði. Bilið milli vegar og vallar ætti alls ekki að vera ^Qinna en hæfileg gangstéttar- Widd, og verður að krefjast Þesj, að rangsýni forráðamanna Pessa verks verði ekki þess va^andi, að umferð eftir þess- um tjölfarna vegi verði gerð ernðari né hættulegri en nauð- syn er til. Samgöngur og vegamál. Yegamálapólitik f Ameriku. Ég hefi ætíð haft yndi af að hugsa og ræða um vegamál og samgöngur hér á landi. Enda eru það einhver stærstu framtið- armálin og mikilvægustu þroska- og framfaraskilyrði þjóðarinnar efnahagslega. Hefi ég oft og tíð- um ætlað mér að skrifa um þessi mál og benda á ýmislegt af þvi, er ég. hefi séð og hugs- að. En til þessa hefir lítið orð- ið úr því. M. a. var ég búinn að ásetja mér í sumar að skrifa smágrein um y>veg-heflana, sem óefað myndu koma að allmiklu og góðu haldi hér á landi. — En úr því ekkert hefir orðið úr þessu fyrir mér, ætla ég nú að gera dálitla bragarbót, til bráða- birgða, með þvi að birta dálít- inn kafla úr ritgerð um »Vega- málapólitík i Ameríku«, eftir norskan kunningja minn, rit- höfund og gildan bónda, sem var fulltrúi norskra bænda á 100 ára hátíðahöldunum i Ame- riku i sumar. Hann skrifar á þessa leið: »— Undanfarið hefi ég verið að athuga, hvernig þeir bæta og endurbæta slitna þjóðvegi hérna í U. S. A. — Rétt fyrir utan húsið, sem ég bý í — um 80 km. frá Minneapolis — var gamli »púkkvegurinn« orðinn holóttur og hrufóttur eftir alla bíla-umferðina. Fyrst var veg- urinn urinn upp með herfi. Dráttarvél (»tank«) dró mjótt herfi með 4 sterkum klóm, og reif upp yfirborðið á veginum. Og svo kom valtarinn og muldi sundur kekkina. Þar á eftir kom hefillimt, og svo valtarinn á ný. Er yfirborðið hafði jafnað sig einn dag eða svo, var vegurinn. heflaður og valtaður á ný, og síðan olíuborinn. Til þess er notuð einskonar tjöruolia. Hún festir sandinn og ver ryki. Mér virðist, að það muni eiga að oliubera veginn tvisvar sinnum. Bandarikin hafa kostað of fjár til vegalagningar, sérstak- lega síðustu 10 árin. Sumstaðar eru lagðir breiðir sementvegir, sem kosta frá 120—180 þús. dali hver ensk míla, eftir því sem mér var sagt. Hér nyrðra verða vegirnir dýrastir, sökum þess hve djúpt þarf að grafa og nota þykt púkklag, svo frostið sprengi þá eigi sundur. Út um sveitirnar eru vegirnir venjulega úr möl og sandi. Þar sem nndirstaðan er sæmilega góð, geta þeir enzt alllengi. En þeir eru heflaðir af og til. Með hinni geisimiklu bilafjölg- un margfölduðust kröfurnar um nýja og betri vegi. Allir vildu vera fyrstir, og enginn vildi biða. Var þá farin sú leið, að Sam- bandsstjórnin skyldi hjálpa fylk- isstjórnunum með fé til vega- lagningar, á likan hátt og norska rikið hjálpar einstökum fylkjum. Bandaríkin áætla svo og svo margar milj. til þessara þarfa árlega. Á móti hverri milj., sem t. d. Minnesota veitir til sement- vega, fær fylkið ákveðna upp- hæð frá rikinu. Vér þekkjum aðferðina að heiman. En hér er þetta á góðri leið til að sprengja sjálfstjórn fylkjanna. Hvert fylki í U. S. A. er riki út af fyrir sig, og það er í rauninni aðeins póstmálin og landvörnin, sem er sameiginlegt. — Fram að 1890 var allur opin- ber kostnaður greiddur með sköttum, er hvíldu þá á 7,2% af þjóðartekjunum. Árið 1923 var skatturinn alls 11,5%, en útgjöldin voru 15°/o. Og nú er farið að leggja vegi og byggja opinberar byggingar með lánsfé. Hagfræðingur einn hefir reiknað út, að þegar Illinois leggur vegi fyrir 100 milj. dala, þá kosti r það rikið i rauninni 300 milj., áður öllu sé lokið. Bandarikin

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.