Dagblað

Tölublað

Dagblað - 14.09.1925, Blaðsíða 2

Dagblað - 14.09.1925, Blaðsíða 2
2 DAGBLAÐ Rögnraldi hafði borist frá skáld- jöfri þeirra Vestmanna, Stephani G. Stephanssyni. —; Séra Rögn- valdur Pétursson er einna á- hrifamestur af andlegum leið- togum Vestur-íslendinga, og hef- ir nú um 25 ára skeið látið sig öll menningarmál þeirra miklu skifta. Hann er einn af öflug- ustu frumherjum i þjóðernis- baráttu þeirra, og hefír hann þar verið mikilvirkur og áhrifa- drjúgur, eins og á öðrum sviðum. Flugufregn. Talið er víst að það sé að- eins ílugufregn að íslands Faik hafi sokkið á fímtudaginn við Grænlandsstrendur. Á fímtudagskvöldið hafði loft- skeytastöðin hérna samband við skipið og var þá ekkert að hjá því. Fregnin hafði borist hingað frá Danmörku, en var ekki opinberlega staðfest. í gær barst danska ráðuneytinu skeyti um að loftskeytastöðin í Góðhöfn á vesturströnd Grænlands, hefði haft samband við skipið kl. 11*/* á laugardagskvöldið, og er ekki getið um að neitt hafí þá amað að, hvorki skipi né skipverjum. Fregnin um að skipið hafí sokkið virðist því vera meira en lítið brengiuð, hvaðan sem hún á upptök sin. Bannið í Ameríku. Nestos fylkhstjóri segir frá. Dagblaðið hefir nokkrum sinn- um flutt ábyggileg ummæli merkra og nafnkunnra manna nm bannið i Ameríkn, hvernig það hafi reynst, og hverjum augum Amerikumenn sjálfir líti á framtið þess i landinu. Er eigi iangt siðan blaðið flutti ummæli norsku þingmannanna Hambro og Markhus og L. Oftedal ráð- herra. Skal hér bætt við um- mælum merks manns, sem er vel kunnur þeim málum frá upp- hafí. Maður þessi er R. A. Nestos (Nestás), guvernör i N. Dakota i Ameriku. Hann er fæddur og uppalinn á Vörsi (Voss) í Noregi, en fór ungur til Ameriku. Hefir hann með gáfum sinum og frá- bærum dugnaði rutt sér þar braut, var hann fyrir all mörg- um árum kosinnjfyikisstjóri, og er nú einn hinna merkustu og mest kunnu Norðmanna þar vestra. Nestos hefír i sumar heimsótt átthaga sína, þar sem hann vat fátækur smalastrákur i æsku. Dvaldi haun þar hjá móðnr sinni gamalli, sem þó er enn í seli sinu á sumrum. Paðan hélt svo Nestos til Prag, Berlfnar og Geneve til að kynna sér störf Þjóðbandalagsins. — Meðan Nestos dvaldi á Voss, hélt hann þar tvo fyrirlestra við geisimikla aðsókn. Var annar þeirra um bannið i Ameríku. Skýrði Nestos frá, að það væri alls eigi afleið- ing heimsstyrjaldarinnar, að Amerika væri orðín bannland. Pegar fyrir strfðið voru 26 bannfylki, en 22 án banns. Kvað hann Ameríku mundu halda fast við bannið um aldur og æfí héðan af, þar eð þjóð- inni væri það Ijóst, hve mikil- vægt það væri fyrir heildina, og munu Ameríkumenn eigi Ieggja árar í bát, fyr en allar menn- ingarþjóðir lögleiddu hjá sér áfengisbann. Taldi Nestos bann- baráttuna þar vestra ðll áþekka þvi, sem væri í Noregi, skilyrð- in hin sömu, — en stjórnarvöld í Ameríku virtu meira lög sín og væru þvi löghlíðnari heldur en í Noregi. Amerikumönnum er ljóst hvilikur siðferðislegur og efnahagslegur vinningur bann- iö hefir reynst þjóðinni. Alþýðan neytir betur krafta sinna eftir en áður og hefir miklu meira upp úr vinnu sinni. Eru bæði verka- menn og vinnuveitendur sam- mála um það. Lœknar og heilsiifrceðingar í Ameríka hafa veitt hanninn mikið lið. Hafa þeir fært gildar sann- anir að þvf, að áfengi i meðöl- um komi oftar að tjóni en gagni, og að ýms önnur meðöl koma að fullu haldi, þar sem komið gæti til mála að nota áfengi. Amerfkumenn eru hagsýnir. Peir lúta þvf ábyggilegum stað- reyndum og reynslu sjálfra sfn. fDagðíað. Bæjarmálablað. Préttablað. Ritstjóri: G. Kr. Gtiðmundsson, Lækjartorg 2. Símar 744 og 445. Viötalstími kl. 5—7 siðd. Afgreiðs'la: Lækjartorg2. Simi 744. Opin alla virka daga kl. 9—7. Blaöverö 10 au. eint. Askriftar- giald kr. 1,50 á mánuði. Prentsmiöjan Gutenberg, h.f. Borgin. Sjáyarföll. SíÖdegísháflæður kl. 3,10 i dag. Árdegisháflæður kl. 3,30 í nótt. Nœtnrlteknir Magnús Pétursson, Grundarstíg 10. Simi 1185. Nætnrvörðnr i Laugavegs Apóteki. Tiðarfar. Poka var viða í morgun, og sumstaðar rigning, mest í Grinda- vík. Heitast var á Seyöisfirði 10 st., Akureyri, Stykkishólmi og Grinda- vík 9 st. Annarsstaðar 8 st., nema á Hólsfjöllum 7 st. — í Kaupmanna- höfn var 13 st. hiti, i Færeyjum 10 st., Jan Mayen 4 og Angmagsalik 6 st. i gær. — I.oftvægislægðir eru við Jan Mayen og fyrir suðvestan ísland. Búist er við breytilegri viní- stöðu og úrkomu Viða, einkum á Suðurlandi. Botnia fór til ísafjarðar og Akur- eyrar i nótt. Meðal farþega voru: ungfrá Ásta Sighvatsdóttir, Teodór Lindal og frú, Hallgrimur Bene- diktsson heildsali, Geir Zoega vega- málastjóri, Hallgr. Hallgrimsson magister, dr. Paul, Holm hjálpræð- ishersforingi og frú. Lagarfogg fór í gærkvöld frá Hafn- arfirði vestur oe norður um land. Meðal farþega voru: Magnús Frið- riksson Staðarfelli, Sigfús Bergmann kaupm. í Flatey, barónsfrú E. Pap- per frá Aberdeen, Mr. Meihlejohn og sonur hans. Botnvörpuiigariiir. Belgaum kom af veiðum í fyrradag með 91 tn. lifrar, og Hilmir með 73 tn. f gær kom Geir inn með 87 tn. Skalla- grímur 120—30 tn. og Ari með 88 tn. — Mishermi var það i blaðinu á laugardag, að Baldur liefði komiö af veiðum. l’áll ísélfsson er að stofna hér fjölmennan söngfiokk, sem taka mun til starfa i þessum mánuði. Mun hann m. a. æfa stór söngverk eítir erlenda snillinga, og hugsa menn gott til, þegar hann lætur til sin heyra.

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.