Dagblað

Tölublað

Dagblað - 17.09.1925, Blaðsíða 2

Dagblað - 17.09.1925, Blaðsíða 2
2 DAGBLAÐ stuttum blaðagreinum áð rök- ræða þessi mál við ykkur, bind- indismenn og andbanningar. Ég veit vel, »að þú átt von á gófl- unni, Ingimundurl« En á það verður að hætta. Sumir templ- arar munu ef tii vill bölva mér i laumi. Það hafa þeir gert áð- ur. — Andbanningar munu vista mig á Kleppi. Það hafa þeir líka gert áður. Þeir þykjast ráða þar búsum. Magnús í storminum og Valtýr munu bregða mér um gáfnatregðu og skilningsskort, og telja mig sér heimskari mann. Og þar af leið- andi mun Þórbergur telja mig standa neðarlega á »síldarplan- inu«. Og það þykir inér í raun- inni verst. Ég hafði hugsað mér hærra. En á alt þetta verður að hætta. Ég þykist »karl í storminum« engu síður en Magn- ús og Valtýr, og ætla ég nú að fara í mannjöfnuð nokkurn við þá: Ég er ekki lemplari. Það er Magnús ekki heldur. Til þess er hann of lyktnæmur, Og Val- týr telur það ekki virðingu sinni samboðið, að láta »reka sig í Regluna«. Ég er heldur ekki skráður í neinu bindindisfélagi. Það eru þeir heldur ekki, þótt báðir unni þeir bindindi af hjarta. Ég er því eigi háður »templarahræsni« né »bann-of- stæki« fremur en þeir. Ég er persónulegur bannmaður, eins og þeir eru persönulegir andbann- ingar. — J?að virðist því vera skratti lítill kostamunur á okk- ur! Býst ég þó við, að þeir muni eigi fúsir að viðurkenna mannkosti mína, og berji á mér fyrir hreinskilnina. En þá er einnig að taka því og borga í sömu mynt. í*ó vil ég helzt segja eins og strákurinn sagði, er faðir hans barði hann með staf: Ég get barið þig slaflaust, karl minn! Harðhentari býst ég eigi við að þurfa að verða í þessari orustu. Að svo mæltu skal ég taka til óspiltra málanna — og láta alt gaman fara. — Satt að segja veit ég eJckert alvarlegra þjóðfé- lagsmál en bannmálið! Helgi Valtýsson. Borgin. SjáYarföll. Síðdegisháflæður kl. 4,58 í dag. Árdegisháflæður kl. 5,15 í fyrramálið. 23. vika snmars hefst i dag. Haust- mánuður byrjar. Nætnrlæknir. Halldór Hansen, Miðstræti 10. Sími 256. Tíðnrfar. Sunnanátt var alstaðar i morgun og rigning víða. Heitast var á Seyðisfirði 10 st. Akureyri, Raufarhöfn og Hornafirði 9, ísafirði 8, Stykkishólmi og Vestmannaevjum 7, Hólsfjöllum 6, Reykjavík og Grindavík 5 st. — í Iíaupmanna- höfn var 13 st. hiti, Færeyjum 10, Jan Mayen 6 ogAngmagsalik 6 st. í gær. Loftvægislægð fyrir vestan land. Spáð er suðlægri átt, purviðri á Norðurlandi, en skúrir framan af degi á Suður- og Vesturlandi. 25 ára Iijiískapnrnfmæli eiga í dag pau Guðbjörg Kristjánsdóttir og Ögmundur Sigurðsson, skólastjóri í Flensborgarskólans í Hafnarfirði. Andlát. Frú I.ilja Hjartardóttir, kona Guðm. R. Magnússonar bak- ara, lézt að heimili þeirra i fyrra- dag. Hún var systir Jón kaupmanns og Sveins bakarameistara Hjartar- sona, liér i bæ. Eyjólfar Gnðmnndsson bóndi í Hvammi á Landi, og héraðshöfð- ingi þeirra Landmanna, er staddur hér í bænum. Esjn og Gullfoss voru bæði vænt- anleg til Vestmannaeyja um hádegi í dag og er búist við þeim hingað í nótt eða snemma í fyrramálið. Fólklnn fjölgnr nú daglega í bæn- um. Síldarfólkið er nú flest komið og einnig margt kaupafólk, því bændur eru nú alment að hætta slætli. Norðanlands búið að heyja nóg, en hér sunnanlands veröur ekk- ert aðhafst vegna sífeldra rigninga. Kári Sölmnndarson kom af veið- um í gær með 92 tn. lifrar, og Apríl í morðun með 98 tn. Sextngsafmæll eiga í dag, þau Stefanía Benjaminsdóttir og Guðm. Ólafsson, sem lengi var innheimtu- maður hjá Steinolíufélaginu. Pau giftust einnig þenna mánaðardag 1891 og eru því búin að vera í hjónabandi í 34 ár. Botnvörpnngarnir eru nú sumir að búa sig út á isfiskveiðar. Draupn- ir fór þeirra fyrstur út og hefir ný- lega selt afla sinn i Englandi fyrir 1737 sterlings pund og er það ágætt verð, þvi aflinn var ekki nema 855 ^DagBíaé. Bæjarmálablað. Fréttnblnð. Ritstjóri: G. Kr. Guðmundsson, Lækjartorg 2. Símar 744 og 445. Viðtalstími kl. 5—7 síðd. Afgreiðsla: Lækjartorg 2. Sími 744. Opin alla virka daga kl. 9—7. Blaðverð 10 au. eint. Askriftar- gjald kr. 1,50 á mánuði. Prentsmiðjan Gutenberg, h.f. kassar. — Eigill Skallagrímsson og Glaður eru nýfarnir út til veiða í ís. »III»Iirniin<( er nú alment nefndur efsti hluli Klapparstígs, sem skilinn var eftir þegar gatan var endurbætt i vor. Er þar nær ófært yfirferðar eins og áður hefir verið getið um, og eru mörg dæmi þess að börn hafi dottið þar og meitt sig á eggja- grjótinu. Pening'nr: Sterl. pd Danskar kr Norskar kr Sænskar kr Dollar kr Gullmörk Fr. frankar Óíriðarblika. Þrátt fyrir allan friðárvilja meiri hluta heimsbúauna og all- ar umræður um alheimsfrið, al- þjóðamót og friðarfundi, þá er enn unnið af kappi meðal allra hernaðarþjóða að auka sem mest vígbúnað sinn, og er leynilegt kapphlaup milli stórþjóðanna um að hafa sem mestu herliði á að skipa og allan herbún- að sem beztau og fullkomnast- an. Hefir jafnvel aldrei verið lögð meiri áherzla á en einmitt nú að finna upp ný morðtæki, sem taki þeim eldri fram og geti eyðilagt mest á styztum tíma. Drepgeislar, eiturgufur og ægilegustu vítisvélar eru nú við- fangsefni margra hugvitsmann- anna í hernaðarlöndunum, og virðast sumir hafa komist þar langt áleiðis með að finna ný eyðileggingaröíl og endurbætt morðtæki, þótt aðaluppgötvun- unum sé auðvitaö haldið leynd- um. — Nú telja Bandaríkjamenn sig hafa fundið tvö ný eyðilegg-

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.