Dagblað

Tölublað

Dagblað - 22.09.1925, Blaðsíða 2

Dagblað - 22.09.1925, Blaðsíða 2
2 DAGBLAÐ SjAíd JSv vjír \áU Knfre H I eMs SÚíé) i Lokaútsala Edinborgar heldur áfram tíl laugardags. Ait selt með afslætti. Nýkomið í YefnaðarTÖrndeildÍBa nýtízku Vetrarkáputau og Prjónatreyjur. í Glervörndeildina Hnífapör og Skeiðar margar teg. Sváíci i M § JL I Mif 1 ...... 1-------------- 1 um í I. og II. lögregluumdæmi í Miinchen, og í Traunstein, en árin 1915—1918 lækkaði tala þessi niður í 120 — eða 2,4%. Jafnvel eftir að karlmennirnir komu heim aftur úr stríðinu, var tala þessarar tegundar, glæpa mjög lág. Árin 1919—1920 vóru alls 27—29 þessháttar glæpir í öllum þremur umdæmunum, en 1223 árið 1913. Svo var sterlca 'ölið lögleytt á ný, og síðan hef- ir glæpum fjölgað ár frá ári. Dr. Schenck skýrir frá tölu þeirra, sem teknir voru inn í drykkjumannahælið í Munchen nokkur ár, til samanburðar, á þessa leið: Árið 1913 . . . 188 alls — 1915 . . . 92 — — 1916 . . . 39 — — 1917 . . . 33 — — 1918 . . . 19 — — 1919 . . . 34 — — 1920 . . . 62 — — 1921 . . . 137 — Prófessor Kroepelin lýkur máli sínu á þessa leið: Heimsstyrjöld- in hratt oss inn á braut eyði- leggingar, en hún hefir einnig sýnt, jafnvel þeim allra blind- ustu, leiðina tii þess að lækna þjóð af meinum sínum. Nú er einmitt timi og tœlajæri til þess að vinna að því af öllum mœtti, að fylgja fordœmi Ameríku og Finnlands og losa oss við áfengið! — Þannig farast merkum og nafnkunnum vísindamanni orð í landi, þar sem áfengisfram- leiðsla er mikilvægur atvinnu- vegur, og öldrykkja landlægur þjóðarvani. En hér hjá oss, bann- landinu, leggja læknar vorir og heilsufræðingar málum vorum sjaldan liðsyrði, og snúast marg- ir hverir á móti þeim. Borgin. Sjávarföll. Síðdegisháflæöur kl. 8,3 í kvöld. Árdegisháflæður kl. 8,25 í fyrramálið. Næturlæknir Magnús Pétursson, Grundarstíg 10. Sími 1185. Nætnrvörður í Rvílwr Apóteki. Tíðarfar. Norðlæg átt alstaðar í morgun og sumstaðar allhvast. Heit- ast var á Hornaflrði 8 st., Reykja- vík og Seyðisfirði 6 st. Annarsstað- ar 5 st., nema á Hólsfjöllum 0. — 1 Kaupm.höfn var 12 st. hiti, Færeyj- um 8 og Jan Mayen 4. Engin veð- urskeyti komu frá Grænlandi. — Loftvægislægð norðaustan við Fær- eyjar. Spáð er norðlægri átt og pur- viðri á Suöurlandi, en úrkomu sum- staöar á Norðurlandi. Listnsafn Einars Jónssonar er opið kl. 1—3 daglega, og verður svo til septemberloka. Lyra kom hingað í gærkvöld. Með- al farþega voru: Fröken Ingibjörg H. Bjarnason Kvennaskólastj., Bjarni Jónsson frá Vogi, Steindór Gunnars- son prentsmiðjustjóri og frú, Jón Björnsson kaupm. og Ásm. Jónsson kaupm. Hafnariirði. Esja. Vegna vélarbilunar varð að fresta burtför Esju í gær, en búist er við að aðgerðin taki ekki lang- an tíma. TÐagBlað. Bæjarmálablað. Fréttnblað. Ritstjóri: G. Kr. Guðmundsson, Lækjartorg 2. Símar 744 og 445. Viðtalstími kl. 5—7 síðd. Afgreiðsla: Lækjartorg2. Sími 744. Opin alla virka daga kl. 9—7. Blaðverð 10 au. eint. Askriftar- gjald kr. 1,50 á mánuði. Prentsmiðjan Gutenberg, h.f. Gnllfoss fer héðan kl. 8 í kvöld til Vestfjarða. Meðal farpega verða: Pétur A. Ólafsson konsúll, Jóhann Eyflrðingur útgerðarm., Mogensen lyfsali, Valur Benediktsson og Her- mann Vendel. Ásn lcom af veiðum í morgun með 120 tn. lifrar. Ræktnnarsjöðnrinn mun taka til starfa um 1. október. Forstjóri lians er' Pétur Magnússon lögfræðingur, en gæslustjórar hafa nýskeð verið skipaðir peir Pórður Sveinsson læknir og G. Viðar hagfræðingur. Málvcrkasýning’ Jóns Porleifssonar er opin daglega í Listvinafélagshús- inu við Skólavörðu. Þýzkn stúdentarnir komu austan úr sveitum fyrir helgina. í gær fóru þeir alfarnir með skipinu Godhem, sem hingað kom með sementsfarm. Skipið fór héðan til Dýrafjarðar og ísafjarðar og tekur par fisk, en fer síðan beint til útlanda. Stúdentarn- ir hættu við að fara landleiðina norður um sveitir og halda því á- fram með Godhem heim á leið. 73 árn verður á morgun Ástriður Jónsdóttir Grundarstig 3.

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.