Dagblað

Tölublað

Dagblað - 22.09.1925, Blaðsíða 3

Dagblað - 22.09.1925, Blaðsíða 3
DAGBLAÐ 3 VagBlaéiá ?.■£ endnr ókeypis til mán- aðamóta. Atbugið það! II. flokks knatlspyrnnmótinu var lokiö í fyrradag. Síðasti kappleikur- inn milli K. R. og Vals, í öðrum flokki, var einhver sá fjörugasti á sumrinu. Var petta í þriðja sinn á pessu móti, sem pessi félög keptu um úrslitin. Hefir altaf orðið jafn- tefli, prátt fyrir framlengingu, og eins varð pað í fyrradag pegar hinn ákeðni tími var liöinn. Var pví enn framlengt um 15 mín. á hvert mark, og endaði leikurinn með pví að Valur vann með 3:2. Hefir hann pví unnið mótið með 4 stigum; K. R. hefir 2 stig, en Víkingur ekk- ert. — Margir efnilegir knattsprnu- menn eru í pessum tveimur félög- um, sem barist hafa um úrslitin, og ekki ólíklegt að einmitt pau félög eigi mesta framtíð fyrir höndum. Kollnfjnrðarréttir eru á morgun, en ekki á fimtudaginn. Var rétt frá pessu skýrt í Dagblaðinu í gær, en er endurtekið nú, að gefnu tilefni. Lnnsn á siðustu krossgátu kemur í blaðinu á morgun. Annie Leifs og Jón Leifs ætla regna margra ásborana að halda pianohljómleika, ef næg þátttaka verður. Áskriftarlistar liggja frammi í Bókaverzlun ísa- foldar og hjá Eymundsson. — Verkefni: Éslenzku þjóðlögfin, tónsmíöar eftir JTón Leiís, mörg lög eftir Chopin, Debussyo.fi. Aðgangur 2 og 3 krónur. "V íðsjá. Prestnr sem syngnr tvíradd- að: Prestur nokkur, Enos Bacon að nafni, í Iíellog, Minnesota, hefir háls sem segir sex. f hálsi hans eru tvær orgelpípur, og getur hann því sungið bassa og tenór samstundis. »British Medical Associationcc hefir nu keypt hálsinn á prestinum fyrir 10,000 dali. Hann hefir fengið peningana, en hálsinum þarf hann ekki að skila fyr en hann er — dáinn. Shynsamleg ráðstöfnn. Sam- kvæmt því sem finska blaðið »Uusi Suomicc skýrir frá heflr stjórnin lagt fyrir þingið er sam- an kom í Helsingfors 1. þ. m. frumvarp til fjárlaga fyrir árið 1926, og er þar ógiftu fólki og ennfremur barnlausu en giftu, ætlað að greiða hærri tekjuskatt en áður, og er ætlast til að upp- hæð sú, sem lögð er til grund- vallar skattinum sé 10-20°/o hærri en raunverulegar \ tekjur gjald- enda. — Næsta bannlandið. Blaðið »International Servicecc spáir, að Japan verði næsta landið, er lögleiða muni áfengisbann hjá sér. »Það er meira enn senni- legtcc, bætir svo blaðið við, og bendir á, hve mikinn áhuga leiðandi menn í Japan hafl sýnt í þeim málum. Japanar hafa þrásinnis sýnt að þeir hafa bæði vilja og getu til að fylgjast með tímanum. Sonur iai iilunnlitkóiigHÍiis. — Einmitt! þessvegna óska ég þess, að þér ráðstafið mínu hjónabandi. Bankastjórinn hugsaði sig um dálitla stund Hér var margs að gæta. Honum geðjaðist á vissan hátt vel að hinum unga manni, hrein- skilnu drenglyndi hans og kappi. Og þótt Gara- vel væri í rauninni eigi af þeim, er bar sér- staka virðingu fyrir mikilmennum, þá hafði þó nafnið Darwin K. Anthony snortið hann ofur- htið. Og ef Kirk í raun og veru hafði þann tnann að geyma, sem bankastjóranum virtist, mundu þeir feðgarnir eflaust sættast áður langt um liði. Að öllu samlögðu væri enginn skaði skeður, þótt hann grenslaðist ofurlítið nánar eftir þessum einkennilega biðli, hann yrði því að sýna honum alla sæmilega virðingu, en gá að því samstundis að ganga eigi lengra í þá átt, en góðu hófi gegndi sökum sóma sjálfs síns. — Hún er lofuð Ramón, sagði hann að lok- Uru- Og ég hef því talið, að framtíð hennar væri fast ákveðin. Auðvitað geta þessháttar á- kvarðanir verið breytingum undirorpnar oft og tíðum, af ýmsum ástæðum, og það jafnvel á síðustu stundu. — en, quien sabe'! Hann ypti öxlum. gf til vill kærir hún sig ekkert um bónorð yðar og þá er ekki til neins að vera að tala meira um það? Til hvers er þá að vera að bollaleggja sitt hvað, eða gefa nokkurn ádrátt? Petta er málefni, sem maður verður að fjalla um með mestu gætni og varsemd, það er svo ótal margs að gæta, sem mikils er um vert. Þér skiljið það sjálfur, að þegar um tengdir er að ræða milli tveggja ætta — annaðhvort á fjármála — eða stjórnmálasviðinu — þá verður að taka fullt tillit til allra möguleika. Annars get ég víst ekkert sagt yður til hughreystingar — nema ef til vill — hann brosti vingjarnlega — að þér af ókunnugum að vera, hafið fallið mér mjög vel í geð. Og hvað sem öðru líður þakka ég yður fyrir, að þér sneruð yður til mín. Svo kvöddust þeir með handabandi. Kirk var ekki allskostar óánægður með árangurinn af samtali sínu við bankastjórann. Hann skildi vel, hvað Garavel fór er hann drap á hugsan- legar breitingar á áður teknum ákvörðunum, og eftir því sem Chiquita hafði skýrt honum frá þóttist Kirk alveg viss um, að það yrði ekkert úr því, að hún giftist Ramón, er stjórn- málaáform Garavels yrði gert heyrum kunnugt. Pá væri ekki óhugsanlegt, að Garavel mundi veita samþykki sitt, og þá var að eins eftir að vinna Gertrúdis. En færi svo, að faðir hennar þverneitaði — jæja, þá eru leiðirnar margar til þess að ná sér i konu. Kirk treysti hamingju sinni.

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.