Dagblað

Ataaseq assigiiaat ilaat

Dagblað - 26.09.1925, Qupperneq 1

Dagblað - 26.09.1925, Qupperneq 1
Laugardag áP3r\ jfr I. árgan ”• S"’**' dJdÚOlAÖ _j“ IÓTHVERFUM bæjarins gætir víða mjög mikillar óhirðu og sóðaskapar, sem ekki myndi líðast í aðalbænum þótt þrifnaður sé þar líka, eins og alkunnugt er, af skornum skamti. Á þetta eink- um við um frárensli og ýmislegt drasl, sem kastað er hingað og og þangað sem landrými er nóg. Er þetta víða svo áberandi að til stórlýta er, auk óþrifnaðar- ins, sem það er valdandi, og væri ekki vanþörf á að betra eftirlit og meiri röggsemi væri sýnd um viðunandi þrifnað held- ur en nú virðist eiga sér stað. Oftar en einu sinni hefir verið minst á þetta mál áður hér í blaðinu, en ekki mun af veita þótt það sé oftar gert. Víða í uthverfunum er frá- renslinu mjög ábótavant og þó einkum þar sem götur eru ann- aðhvort engar, eða ekki fullgerð- ar. öllu skólpi er helt þar sem hægast er og öðru úrkasti ekki ætlaður annar staður en óbygðu lóðirnar eða afdrep að húsabaki. Sá óþrifnaður sem af þessu leið- ir er mjög slæmur og háskaleg- ur og ófært að hann verði lát- inn viðgangast til frambúðar. Þórður Sveinsson læknir gat þess eitt sinn á bæjarstjórnar- fundi í sumar, að undan Suður- pólunum rynnu þrír sorplækir, sem kvísluðust þar niður yfir tún- in. Er ekki að ástæðulausu þótt á þá sé minst, því mjög háskaleg- ur sóðaskapur er að þessum sorplækjum og ekki sízt þar sem eins mörg börn eru samankom- in og eru í Suðurpólunum. Mörgu fleira er þar mjög ábótavant í Þrifnaði, þótt það sé ekkert eins- daemi þar, en ekki er það þess vegna betra. Eftir því sem hirðu- leysift Qg sóðaskapurinn er meiri og viðarf þeim mun er auðvit- að ver farid og meiri þörf á gagngerðum umbótum. Paðji er vert að geta um það í þessu sambandi, að öðrum fremur af þeim sem setja í bæj- arstjórn, láta þeir læknarnir Þ. Sveinsson og Gunnl. Claessen sig máli skifta heilbrigðismál bæjarins og alt sem miðar til meira hreinlætis, en fleiri þyrftu þar að leggja fram lið sitt. Hrein- lætið í bænum er það sem einna mest er ábótavant og þyrfti að hefja verulega herferð á hend- ur sóðaskapnum. Bann og bíndindi. III. Frh. Ávarp til bannmanna. »Aö hika er sama og tapa«. I*að er holt og nauðsynlegt að halda einstöku sinnum rétt- arhald yfir sjálfum sér. Brjóta sjálfan sig til mergjar. Skygnast rækilega niður í alla króka og launkofa hugar sins og sálar og kynnast ögn nánar þeim mann- inum, sem við flestir þekkjum minst. Vel getur verið, að fyrir sumum fari líkt og fyrir strákn- um, sem sagði að gaman væri að tala við skynsaman mann, og talaði svo við sjálfan sigt Ég veit einnig, að allmörgum muni bregða í brún við það, sem honum verður ljóst innan- stokks hjá sjálfum sér við þess- háttar rannsókn. — Jæja, rétt- urinn er settur: Hvers vegna er ég bindindis- maður? Sjálfsvarað. Hvers vegna er ég bannmaður? Af því bind- indisstarfsemin ein var ekki full- nægjandi. — Hvernig þá? — Jú — ég gat að vísu talað um fyr- ir börnum og unglingum og að líkindum varðveitt þau frá drykkjuskap og óreglu, en feð- ur þeirra sumra og fullorðnir bræður voru svo langt leiddir, að þeir tóku engum fortölum. Þeim varð einnig að bjarga, bæði vegna þjóðarinnar, og eigi siður vegna barnanna þeirra, — ef mér ætti að takast að gæta þeirra. — Býstu við, að bind- indisstarfsemin ein verði nokk- urn tima fullnægjandi? — Senni- lega ekki. — Er þá ástæða til að hika og gefast upp við bann, þar sem ekkert annað dugar? — Bannið kvað reynast svo illa. — Hverir segja það? — Andbann- ingar m. a. — Hafa þeir nokk- urn tíma sagt annað um það mál? — Hm. — t*eir segjast hafa »sannað með óhrekjandi rökum, að bannlögin hafi frá upphafi verið stórkostlega fsið- spillandi«. Trúir þú þessu sjálf- ur? — Hja-a, ég veit ekki, n-e-i. — Ja, — nei, auðvitað ekki, og þó. — Mun eigi sannleikurinn fremur vera sá, að við bann- lögin hafi spilling fjölda tnanna komið í Ijós? t*að er eigi spegl- inum að kenna, þótt andlit það, er hann sýnir, sé óhreint eða ófagurt. En spegillinn sýnir það! — Sammála, en — kristindóm- urinn sýnir oss syndir vorar í spegli sínum, en ekki eru þær honum að kenna. Spurðu prest- ana, hvort við eigum ekki að afnema kristindóminn til þess að losast við syndina og gera mennina fullkomnaii og betri? — Nei, mér er fylsta alvara. Pú veist vel, að sumir prestar vilja afnema bannið, — eða eru mjög hikandi, sökum þess, að bannið hefir eigi megnað að gera alla heiðingja að bannmönnum á 2000 árum, — ég meina auðvit- að: alla andbanninga að bann- mönnum — á fáeinum árum! Hve lengi hefir bannið staðið hér á landi? — Full tíu ár. — Nei, góði minn, í hæsta lagi 4—5 ár að öllu samanlögðu. — Eftir að lögbrot fóru að tíðkast og voru leyfð (þ. e. liðin lítt átalið) hafa hér eigi verið hálf bannlög. Og eftir að sameinað Alþingi samþykti Spánarsamn- ingana sællar minningar, hefir hér ekkert bann verið. Ja, en bannið kom of snemma. Hvenær mundi það hafa komið mátulega? — Nei, það var heims- styrjöldin sem »kom of snemma«.

x

Dagblað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.